Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 15
að menn tækju nu lagið, þá þóttu þeir sjálfkjöm- ir forsöngvarar. — Fyrst beindu þeir söngnum eftir gangstéttum ríkjandi dægurlagatízku. En svo sáu þeir að sér, og sneru honum inná skógar- brautir þjóðlegra tóna. Og þaðan í frá skipaði „Det var en lördags aften“ hásætið með „Husker du í höst“ og „Den danske sang....“ til hvorrar handar. Annar þessara náunga uppgötvaði einhvern- veginn að fslendingar tveir væru í vagninum, og þetta varð til þess að hann fór að vanrækja söngstjórnina. Það kom sem sé á daginn að hann hafði lengi haft löngun til að kynnast þessari fjarlægu þjóð, sem hann var búinn að lesa um sitt af hverju undarlegt í blöðunum, þar á meðal að hún væri haldin „fanatisk længsel efter nogle gamle haandskrifter“. Ég kvað það rétt vera, fslendingar væru undarleg þjóð og ákaflega mikið gefin fyrir gömul hand- rit. Já, en hvað þættust þeir eiginlega vilja með þessi gömlu handrit „deroppe“? Héldu þeir kannski það færi ekki nógu vel um þau „hernede"? Ég sagði það mundi fara alveg jafn vel um þau „deroppe" einsog „hernede", — auk þess sem þau ættu heima „deroppe" þar sem hvert mannsbarn gæti lesið þau sér til ánægju með morgunkaffinu einsog hann læsi dagblað- ið sitt, —„hernede" væru þau afturámóti fram- andi öllu fólki, að undanteknum örfáum gömlum mönnum á söfnum. — En hann vildi lengi vel ekki gangast inná að nokkur skapaður hlutur gæti verið betur kominn „deroppe" helduren „hernede". Smátt og smátt fór hann þó að gefa sig, — og þar kom um síðir hann fylltist einlægri samúð með hinum handritagjörnu fslendingum; lýsti því yfir, að ef hann mætti ráða, þá yrðu „de gamle haandskrifter" tafarlaust send með flugvél, svo að mannskapurinn gæti farið að lesa þau með morgunkaffinu strax í fyrramálið „deroppe". — Enda var þá alllangt liðið á kass- ann frá Carlsberg. * * * Síðan vorum við komin til Kalunborgar, og skal nú farið fljótt yfir sögu. — Á ferjunni fór í alla staði ágætlega um okkur. Okkur hafði verið tryggt borð í matsal ferjunnar og var þar tafarlaust framreiddur sá frægi danski herramannsmatur, buff og spælegg; — sátum þarna síðan í bezta yfirlæti og hirtum ekki að fara uppá þiljur fyrren ferjan lagðist að bryggju í Árósum, því að það var súld og komið myrkur og útsýn þessvegna ekki nein. Og nú langar mig að segja svolítið frá fjöl- skyldu einni sem við kynntumst sérstaklega VÍKINGUR í Árósum. — Hinum erlendu fulltrúum var skipt niður til gistingar og fæðis hjá ýmsum alþýðuheimilum sem höfðu boðið sambandsdeild borgarinnar að hjálpa henni á þennan hátt í gestanauð þingsins. Við ísiendingarnir lentum hjá fjölskyldu seglasaumara nokkurs er bjó í gömlu íbúðarhverfi nálægt þingstaðnum. Það var góð fjölskylda, ógleymanlegar manneskjur. * * * Menn læra ekki að sauma segl á skip einsog menn læra að sauma föt á fólk. — Allt frá æsku hafði húsbóndinn á heimilinu siglt um hnöttinn fram og aftur, oftast á skútum. Á öldum heimshafanna nam hann iðn sína; það rifnuðu segl í ofviðri undan Góðravonarhöfða, í hörkubyljum á Norðuratlantshafi, í þrumu- stormi á leiðinni yfir Kyrrahaf, og það kom í hans hlut að gera við þau eða sauma önnur ný. — Tvisvar féll hann úr mastrinu niðrá þilfar og braut í sér beinin. 1 fyrra skiptið fékk hann heilsuna að mestu aftur eftir hálfs árs legu á spítala í mexíkönskum smábæ, og réðist á ný til starfa á öldum heimshafanna. í seinna skiptið —'það var fyrir nokkrum árum — brotnuðu of mörg bein. Hann neyddist til að hætta sjómennsku, sneri aftur til ættborgar sinnar, Árósa, og hóf, í fyrsta sinn á æfinni, að stunda vinnu undir þaki á þurru landi. Setti upp verkstæði, kvæntist og eignaðist heim- ili. Nú var hann orðinn gráhærður maður á sex- tugsaldri með stífan hægri fót, brákaða mjaðm- argrind, aðeins hálfa vinstri hendi, en fullan þrótt í æðum, augun leiftrandi af lífsgleði, gamanyrði á vörum, — mannleg ímynd þess klettadrangs sem stendur óbuganlegur uppúr hafinu og hlær að öllum veðrum, unz þau sjá sitt óvænna og lægja ofsann. Hann var komin heim eftir unninn sigur á höfuðskepnunum. * * * Hvernig gæti nokkur maður siglt svo áratug- um saman yfir öldur heimshafanna, að hann væri ekki einhverntíma á skipi með íslendingi? „Jú, skyldi það vera“, svaraði gestgjafi okkar þegar ég spurði hvort hann hefði aldrei komizt í kynni við Islending á ferðum sínum. „Ég fór einu sinni langleiðina kringum hnöttinn með fs- lendingi. Við kölluðum hann Hilaríus um borð. Det var en fin kammerat, denne Hilaríus". Ég man ekki hvort þetta var ferðin þegar vikum saman voru gerðar árangurslausar til- raunir til að koma skipinu gegn ofsaveðri fyrir Kap Horn á Suður-Ameríku og loks horfið að því ráði að sigla öfuga leið utanum heilar heimsálfur til að ná höfnum sem allan tímann höfðu beðið aðeins spottakorn hinumegin við Hornið. Kann- 215

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.