Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 22
Opið bréf til herra ritstjóra Gils Guðmundssonar Herra ritstjóri! Af grein, sem þér látið fylgja athugasemd- um mínum í síðasta tbl. Víkings við grein í 5. tbl. blaðsins þ. á., um Sjómannaskólann, fæ ég ekki betur séð, en að þér hafið blandað saman tveimur greinum, þeirri, sem ég gerði athuga- semdimar við, og annarri, sem hvergi hefur verið birt svo ég viti, en þér hafið haft eða hugsað yður allmikið öðruvísi. 1 þessari huldu- grein yðar hefur fyrst og fremst verið deilt á hið háa Alþingi fyrir að veita ekki nóg fé til Sjómannaskólans, en líklega ekkert verið minnzt á stjórn né rekstur skólans. Er vel skiljanlegt, að yður hefði fundizt það fáránlegt af mér, að gera athugasemd við það eitt, þótt hottað hefði verið eitthvað á Alþingi um rífari framlög til skólans, og ekki hefði ég getað láð yður það. En því miður var það ekki huldugreinin, sem blaðið flutti, heldur sú, sem ég gerði athuga- semdimar við. 1 þeirri grein er Alþingi hvergi nefnt á nafn, en einu sinni minnzt á „hlutað- eigandi stjórnarvöld", sem máske á að gera sama gagn. Og þar eð sú grein er orsök þessara orðaskipta okkar í milli, sem þér teljið ástæðu- laus af minni hálfu og af misskilningi sprottih, langar mig til að biðja yður að svara nokkrum spurningum um innihald hennar. Vænti ég þess, að svör yðar verði sem ótvíræðust og greinar- bezt, því að rétt svör við þessum spurningum skera úr um það, hvort ástæðulaust hafi verið af mér að gera athugasemdirnar. 1. Eftir að lýst hefur verið í greininni hörmulegu ástandi lóðarinnar, lélegu við- haldi skólahússins, hurðaleysinu, tómlæt- inu og draslarahættinum, segir svo: „Ástæöa, væri til að nefna fleira í sam- bandi við stjórn og rekstur Sjómanna- skólans“ (leturbreyting mín). Nú spyr ég yður: Mundu ekki þessi orð samkvæmt íslenzkri málvenju vísa til einhvers, sem á undan er komið og heyrir undir stjórn og rekstur Sjómannaskólans? 2. Sé þetta ekki tómur misskilningur hjá mér, er þá nokkur furða þó ég hljóti að taka þessi orð til mín að einhverju leyti, þar sem ég er annar af aðalstjórnendum S j ómannaskólans ? 3. Hvað á þarna eftir að upplýsa um stjórn og rekstur Sjómannaskólans (ég á þarna auðvitað ekki við skólanefndina eða kennslubækurnar) ? Við þessari spurn- ingu bið ég alveg sérstaklega um greið og ótvíræð svör. 4. Þér talið mikið um það, hve góðan hug blað yðar beri til skólans — þér minnist ekki á stjórnendur hans í því sambandi, sem þó hefði verið ástæða til — og hve annt það láti sér um sóma hans í hvívetna. Álítið þér, að sagan um tunnuna, brotnu rúðuna og aðrar slíkar sögur séu til þess fallnar, að auka á hróður skólans eða greiða fyrir fjárveitingum til hans? Yður er það undrunarefni, að ég skuli ekki láta raus greinarinnar um störf mín eins og vind um eyrun þjóta, og segið mig fara með hrópum að blaði yðar. „Hvað ætlar þú að brúka á Þorranum, maður minn?“ er haft eftir göml- um Reykvíkingi, þegar hann sá annan vera með trefil um hálsinn á sumardegi. Mér verður nú á að spyrja: Hvert mynduð þér komast í orða- vali, herra ritstjóri, ef þér stæðuð í stórræðum, þegar svona er grunnt á stóryrðunum hjá yður? Þó tekur út yfir vandlæting yðar yfir þeirri afstöðu, sem þér segir mig hafa tekið áður, já, oftar en einu sinni, þegar kröfur hafi komið fram í blaðinu eða frá samtökum sjómanna um að fullgera Sjómannaskólann og lagfæra um- hverfi hans. Þarna látið þér fyrst gamminn geysa, og finnst mér eins og lesa megi út úr hverri línu, að nú teljið þér að ég fái það, sem ég þarf með. En þegar geyst er farið, er ekki nóg, að allt sé vel gert, maður, hestur og reið- tygi, ef sjálfur skeiðvöllurinn er ótraustur. Og nú hefur það hent yður, að hleypa í ófæru. Grundvöllurinn fyrir þessum bægslagangi og ásökunum yðar í minn garð er ekki til. Honum hafið þér nefnilega skrökvað upp sjálfur, og finnst mér það hróplegt, að þurfa að segja þetta við ritstjóra sjómannablaðsins. Finnist yður hart að búa undir þessu, skora ég á yður 222 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.