Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 25
Minningarorð: Sigurður Þorsteinsson frá Flóagafli Hinn 9. ágúst s.l. andaðist Sigurður Þor- steinsson frá Flóagafli í Árnessýslu, tæplega 83 ára að aldri. Sigurður var fæddur á Flóagafli 10. sept. 1867. Foreldrar hans voru Þorsteinn bóndi Guð- mundsson og kona hans Guðrún Bjarnadóttir. Snemma hneigðist hugur Sigurðar að sjón- um. Gerðist hann ungur sjómaður í Þorláks- höfn og réri þar samtals í 26 vertíðir á opnum skipum, allmörg ár var hann formaður. Þá var hann og um nokkurt skeið sjómaður á skútum frá Faxaflóa. raunum síflum og ganga í ameríska herinn sem liðs- foringi. Þannig lýkur frásögunni um fyrstu kafbátsárás ver- aldarinnar, og uppfinningu David Bushnells. En um það bil 20 árum síðar gerðist svo áframhald sögunnar. Um það leyti var Robert Fulton staddur í París. Frönsku byltingarstyrjaldirnar voru þá á hámarki sínu, og Englendingar voru þar hættulegustu andstæðingarn- ir. 13. desember 1797 skrifaði Robert Fulton franska stjómlagaráðinu, þar sem hann bauðst til þess að „byggja vélknúinn „Nautilus", sem myndi geta eyðilagt brezka flotann". Þessi „uppfinning" Fultons var ná- kvæm stæling á hugmynd Bushnells, nema hvað stærð og lögun var önnur. Stálfleinninn og og sprengjan komu þarna endurfædd, auk annarra tækja „Skjaldbökunn- ar“. Hugmynd Bushnells varð aldrei þekkt nema í mjög þröngum hring, en ;eftirmynd Fultons, sem hann „gaf út“ fyrir að vera sína eigin uppfinningu, varð strax heimskunn, og hann sjálfur frægur sem uppfinninga- maður kafbátsins. Síðari rannsóknir hafa svo leitt í ljós, að einn af nánustu samstarfsmönnum Fultons, er hét Joel Barlow, hafði verið samtíða Bushnell á Yale háskólanum og þá kynnst hugmynd Bushnells, og af því getur svo hver dregið sínar ályktanir. Eftir þá reynslu, sem heimurinn hefur fengið af kafbátahernaði tveggja styrjalda, eru víst flestir á þeirri skoðun, að sú skipategund hefði betur aldrei orð- ið til, en það breytir ekki þeirri staðreynd, að eins og skipsskrúfan er uppfinning Bushnells, þá á hann einnig heiðurinn — eða sökina — á því, að hafa fyrstur orðið til þess að fullgera hugmyndina um neðansjávarbát, sem hægt var að starfrækja. Lausl. þýtt úr „Vikingen". . Halldór Jóneson. Árið 1892 kvæntist Sigurður Ingibjörgu Þor- kelsdóttur frá Óseyrarnesi. Reistu þau bú aust- an fjalls og áttu þar heima til 1910, er þau fluttu til Reykjavíkur. Stundaði Sigurður þar ýmis störf, meðal annars fasteignasölu. Áttu þau hjón lengi heima á Rauðará hjá Sigrúnu dóttur sinni. Með henni fluttust þau fyrir noltkrum árum að Laugabrekku, og áttu þar heima síðustu árin. Sigurður og Ingibjörg kona hans eignuðust sex börn, er upp komust: Árna fríkirkjuprest, Ásgeir skipstjóra, Sigrúnu húsfreyju á Lauga- brekku, Þorkel vélstjóra, Inga skrifstofustjóra Mjólkurbús Flóamanna og Steinunni húsfreyju í Reykjavík. Skammt varð á milli þeirra hjóna, Sigurðar og Ingibjargar. Andaðist Ingibjörg seint í júlí- mánuði s.l. og lifði Sigurður hana aðeins hálfan mánuð. Sigurður Þorsteinsson var greindur maður og gjörhugull, sjálfstæður í skoðunum og ó- myrkur í máli. Á efri árum, þegar tóm gafst til, tók hann að gefa sig að fræðimennsku og ritstörfum. Liggja eftir hann þrjár bækur, sem einkum lýsa sjósókn og þjóðháttum í verstöðv- um austan fjalls á áraskipatímunum. Sigurður var maður ritfær og sagði vel frá. Hafa bækur hans ýmsan merkan fróðleik að geyma. Margar blaðagreinar ritaði Sigurður. Er hann lesend- um Víkingsins að góðu kunnur fyrir fróðlegar ritgerðir, sem eftir hann birtust hér í blaðinu. Var hann jafnan mjög velviljaður Víkingnum og gott til hans að leita, er afla þurfi efnis í blaðið. Sigurður Þorsteinsson fylgdist vel með fram til hinztu stundar og var jafnan ómyrkur í máli, er hann ræddi vandamál samtímans. Hann var manndómsmaður. — G. G. 225 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.