Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 26
£kip ccf Célat Diseltogarinn „Bonnybridge“ Hér er sýnd mynd af enskum dieseltogara, sem er annar tveggja slíkra, er byggðir verða hjá Richard Dunston, Ltd., í Hessle, fyrir Great Western Pishing Co., Ltd. Aðalmál skipsins eru: Lengd (mesta) ..................... 143 fet 6 þuml. Lengd (b. p.) ..................... 126 fet. Breidd ........•................ 25 fet. Dýpt .............................. 13 fet 3 þuml. Hraði í reynsluferð ............ 11,25 sjóm. Olíugeymar rúma .................... 70 tonn. Lýsisgeymar rúma .................. 1670 gallon. Ferskvatnsgeymir rúmar ......... 7 tonn. Lestin rúmar ...................... 7000 rúmfet. íbúðir eru fyrir 18 manna áhöfn og eru allar í aftur- skipi. í káetu er rúm fyrir 12 menn og auk þess klefi fyrir 2. og 3. vélstjóra. Þar fyrir ofan er borðsalur og fyrir framan hann eldhús, fyrir framan eldhúsið er herbergi fyrir 1. vélstjóra. Fremst í Case er rúm fyrir togvindumótorinn, en þar fyrir aftan herbergi loftskeytamanns og stýrimanns. Skipstjóraklefi og loftskeytaklefi eru aftan við stýris- húsið, sem inniheldur m. a. Walker rafmagns-vegmæli, Marconi Seagraph og Sea Vizor dýptarmæla. í bræðsluhúsinu, sem er aftast á þilfari, eru tvö bræðsluker, lýsinu er dælt í geyma í skut. Gufa til bræðslunnar fæst frá olíukyntum katli í vélarúminu. Lestin er timburklædd að innan og einangruð með „Onazote" einangrun. Aðalvélin er fjórgengis Mirrlees dieselvél, útbúin með „pressure-charge“ og framleiðir hún 567 hemilhest- öfl með 200 s. á mínútu. Strokkvídd er 13,75 þuml. og slaglengd er 21 þumlungur. Vélin er sjö strokka og knýr skrúfuna gegnum Michell þrýstilegu. Rafmagn fæst frá tveimur 20 kw., 110 volta „Brush“ röflum, hvorum drifnum af 44 h. ha. „Mc Laren“ mót- 226 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.