Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 18
l*unaw dauðinn frá hafinu Um morguninn hinn 1. apríl 1946 kl. 2, kom hreyfing á þann hluta jarðskorpunnar, sem liggur undir 5480 metra djúpu hafi suðaustur af Unimakeyju í Aleuteyjaklasanum. Hluti hafs- botnsins seig niður eins og þrýst væri á hann með risaþumalfingri. Fyrst streymdi sjórinn að frá öllum hliðum, síðan þrýstist hann upp yfir miðri lægðinni, varð eins og stór hóll, sem sendi frá sér öldur í allar áttir. Þessar öldur voru sérstakrar teg- undar og kalla Japanir þær „Tsunami". Þegar japanskur almúgamaður heyrir um þetta nátt- úrufyrirbrigði, horfir hann fjarrænum augum útí bláinn og segir: — Tsunami — það er dauð- inn frá hafinu. Skipið í klettafjöllum Chiles. Hafaldan Tsunami veltur áfram með 450 til 775 kílómetra hraða á klst. Skip á hafi úti verða hennar ekki vör. Þau lyftast hægt upp með haffletinum án þess að slíkt verði fundið eða séð. En slíkar bylgju er ekki svo gott að sjá úti á rúmsjó, vegna þess að á milli öldutopps og öldudals geta verið 100 til 150 kílómetrar, eða meira. Þegar slík alda nálgast land er öðru máli að gegna. Hún verður hærri og styttri. Neðst heldur landgrunnið aftur af henni, svo hún dregst aftur, en að ofan ryðst hún fram. Hér skeður svipað og hjá manni sem lætur grjót renna úr hjólbörum. — Eins og risahjólböru- hlass æðir Tsunami áfram yfir hvað sem er, ströndina, tré, byggingar og manneskjur. Skip við ströndina, sem verða fyrir þessum ósköpum, geta kastast langt á land upp. I neðansjávar jarðskjálftanum 1746, kastaðist freigáta marga km. inn á land í Peru og hinn 13. ágúst 1868 lyfti Tsunami-bylgja skipinu S.S. Wateree og kastaði því upp í hin óaðgengilegu klettafjöll Chile, þar sem það er reyndar enn þann dag í dag. Knattleikur með 50 tonn af dynamiti. Á sex stöðum í Kyrrahafi eru neðansjávar jarðhræringar tíðar, Nefndar í röð eftir styrk- leika: Nálægt Aleuteyjum, Japan, Chile, Kamt- sjatka, Mexiko og Salomonseyjum. Frá öllum þessum sex stöðum mun Tsunami æða yfir Kyrrahafið og sé jarðskjálftinn nægilega mikill, mun dauðinn frá hafinu krefjast manns- lífanna á Hawai. Svo varð einnig við síðustu hamfarirnar 1. apríl 1946. — Kl. 7 um morgun- inn, hafði fyrsta bylgjan ætt með 780 km. hraða á klst. og lagt að baki sér 3680 km. frá jarð- skjálftasvæðinu að borginni Hilo á norðaustur- strönd Hawai. Á höfninni lá eitt skip, S.s. Brigam Victory, er hafði innanborðs 50 tonn af dynamiti. Við útsogið, sem bylgja nr. 1 orsakaði áður en hún skall yfir, varð höfnin þurr, þannig að skipið lá stundarkorn á botni hennar. Þá kom aldan. Nokkrir sjónarvottar fullyrða að hún hafi verið 30 metra há, aðrir segja hana 15 m. 12 mínútum seinna kom svo bylgja nr. 2 og síðan hver af annari á 12 mínútna fresti í 2 klukku- tíma. 200 fórust. „S.s. Brigam Victory“ gat leyst landfestar í tæka tíð og með því að láta vél skipsins ýmist ganga fulla ferð áfram eða afturá, tókzt 1. stýrimanni Eastmund að bjarga skipinu. Ef eitthvað hefði komið fyrir það og dynamitið, hefði orðið meira tjón en raun varð á. Allar byggingar við höfnina brotnuðu og sópuðust í burtu og strax eftir þessar ham- farir var tilkynnt að 200 manns hefðu farizt eða væri saknað. í öðrum landshlutum Hawai varð einnig tjón af völdum þessa Tsunami, þó Hilo yrði harðast úti. 1 Tsunami — hamfarir fimmta hvert ár. 200 fórust. Talan er ekki há í augum blað- lesenda, sem vanir eru að lesa fregnir um stór- kostleg slys, og hafa auk þess lesið um Tsunami- öldur, sem orsakað hafa dauða þúsunda manna, annars staðar á hnettinum. Sannleikurinn er sá, að Tsunami hamfarirnar á Hawai valda sjaldan meira en dauða nokkurra hundraða manna og oftast hefur talan verið lægri. f 215 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.