Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 29
Ferðasaga Birting á framhaldi þessarar gamansömu ferða- sögu hefur dregist óhóflega lengi. Eru lesendur og höf. beðnir velvirðingar á því. — Ritstj. Kæri Tolli, afsakaðu, hvað ég hljóp fljótt yfir vélafólkið, enda eru það allt normalir menn, þ. e. réttir menn á réttum stað. Ég hef oft minnst á stærð skipsins, en sök- um hennar er lífið hér um borð svo rómantískt og töfrandi. Áhöfn Marshalls skiptist í eins konar hverfi. Eitt þeirra köllum við Klepps- holtið. Það er hverfa frægast, að öðrum ólöst- uðum. Kleppsholtið er aftast í skipinu. Þar býr blandaður kór skipverja, en mest er þó af þjónustuliðinu, með brytann sem oddborgara. Honum hefur líka hlotnast sú tign, að vera kosinn borgarstjóri þessa byggðarlags. Heill sé honum. Ég sigldi með honum til sjós í gamla daga. Þar var hann afhrópaður og rekinn í land. Þótti engum það mikið, því slíkan eitur- brasara hafði enginn fyrr komist í kynni við. En hvað heldurðu að kauði geri? Setur á stofn matsöluhús og græðir á tá og fingri. Síðast en ekki sízt klykkir hann út með að kaupa skip og gera það út. Ég held næstum, að borgar- stjórinn sé að storka sínum gömlu húsbændum, útgerðarmönnunum, með þessu háttalagi sínu. En þeir segja bara, „hvað vill eiturbrasarinn upp á dekk, sem ekki kann að hífa sekk?“ Talið þið varlega þið háu herrar. Það er ekki öll nótt úti enn. Þá er næstur borgarstjóra að tign matsveinn- inn. Hann köllum við borgárritara. Matsveinn er hann ekki fyrir 5 aura. Skítkokkarnir á tog- urunum eru gull á móti honum. T. d hef ég aldrei séð hann sjóða egg svo þau væru, borð- andi. Annað hvort blóðhrá eða svo harðsoðin, að kasta má þeim í gólfið án þess þau saki. Hefurðu heyrt annað eins, Tolli minn ? En grey- inu er vorkunn, hann hefur aldrei séð mat lag- aðan á ævinni. Aftur er borgarritarinn mjög fjölhæfur, er búinn með læknisfræðina, vel hálfnaður með lögfræðina og vel mætti segja mér, að hann hafnaði að síðustu í guðfræði- deildinni. Maðurinn er með fádæmum góðlegur og að vallarsýn mjög heppilegur til að verða eftirmaður biskups íslands og sjálfkjörinn í næstu kynnisferð til Ameríku. Þá er það fyrsti aðstoðarmatsveinn. Hann kemur beint úr businesslífinu. Það sést líka fljótt á framkomu mannsins. Hann er á hjól- um út og inn við afgreiðslu matarins og tekst það með prýði, því þar er hann í essinu sínu, og ef ,slík lipurð helzt, mun hann afla fyrirtæki því, sem hann stjórnar í Reykjavík, margra fastra viðskiptavina úr okkar hópi, þegar heim kemur. Vatnsberinn, svo köllum við þennan piltung, því ætt hans er eitthvað kennd við vötn eða vatn, er hér aðeins þessa ferð. Hefur sennilega verið í innkaupaleiðangri í U.S.A. Þá komum við loks að þernunum. Þær eru 6 talsins. Á því sérðu Tolli minn, hvernig borg- arstjóri er innrættur. Ég segi og skrifa 6 þern- ur af 9 í resturation. En þetta er bara tómt blöff Tolli, mér liggur við að segja lögleysa. Á skipshafnaskrá er kona skipstjórans og 3. stýrimanns skráðar 1. og 2. þerna. En eins og þú getur nærri, Tolli minn, er þeirra starf að liggja í leti og aðgerðarleysi og láta stjana und-' ir sér í tíma og ótíma. Þetta lætur heldra fólk- inu. Þá komum við að hinum. Eins og þú mannst Tolli minn, var alveg voðalegt útfall íslenzkra stúlkna til Ameríku eftir stríðið. Mestur hluti þessara stúlkna fékk gj aldeyris- og útflutnings- leyfi fyrir kroppnum á sér, á þeim forsendum, að heilsan væri ekki í lagi. Nú, sem von var, sá gjaldeyrisnefnd ekkei’t tap í því fyrir ísland að vera laus við þessar vanheilu koixur. En viti menn, þetta var bai’a fyrirsláttur. Koixurnar voru alheilar og vel skapaðar. Ekkert að nema ef vera kynni kai’lmannsleysi. Sem betur fer voru heiðai’legar undantekningai’, ein er hér um borð. Það er 3. þei’na. Hún átti við van- heilsu að búa í mörg ár, fór því til fi’ænda síns í Vesturheimi til uppskui’ðar. Það tókst með Framh. á bls. 232. V 1 K I N □ U R 229

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.