Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 8
átti að venjast, að jafnvel betur heyrist á þá þannig, en hina fullu netspennu. Eitt af því, sem einnig má segja, að sé óvenjulegt um borð í skipi, sem hefur milli 50 og 60 rafmagnsmótora innanborðs (eins og Arnar- fell), er það, að truflanir eru nær engar frá þeim mikla sæg. Byggist það á því, að allstór sía (filter) er á greininni til móttakaranna og er árangurinn eins og fyrr er sagt. Væri óskandi að samskonar síur væru reyndar í þeim skipum, sem borið hefur á truflunum í, en þau munu vera of mörg. í fyrstunni var ég vantrú- aður, er Svíarnir sögðust myndu láta þessa einu síu duga sem deyfingu og bentu á, að loftnetstruflanir kæmu tæplega frá mótorum, sem eru undir dekki, en það eru þeir flestir. Reyndist þetta með þessum ágæt- um, enda tjáði mér það verkfræðingur sá, sem hér átti hlut að máli, að fyrirtæki hans hefði afar lengi gert tilraunir með slíkar síur og væri þetta árangur þeirra. Sjálfvekjaratæki (auto alarm) er einnig tilheyrandi stöðinni. Á hinum skamma tíma er þó af því lítil raun- hæf reynsla fengin önnur en sú, að það hefur enn ekki „hringt í ógáti“ eins og sagt er að hin eldri tæki hafi stundum gert. Hins vegar á tækið að vekja þótt vekjara- merkið sé illa sent. Gildir einu, hvort það er 3—5 sek. og hef ég reynt að það er svo. Hins vegar þarf að koma inn sæmilega sterkt signal, og hringir tækið eftir þriðja merkið. Ég hef nú lauslega lýst þeim loftskeytatækjum, sem eru í m.s. „Amarfell“ og vil ég að lokum benda á þá kosti, sem ég tel þau hafa fram yfir tæki þau, sem ég hef áður kynnzt í íslenzkum skipum. 1. Vandaðara efni og frágangur allur (t. d. eru sér- stök öryggi inni í sendunum sjálfum til að koma í veg fyrir of mikið álag, auk vanalegra stofn- öryggja og öryggja til mótora og frá þeim. Auk þess má lesa af innbyggðum mæli spennu og straum til lampa allt upp í háspennu útgangs- lampa, 3400 volt. Má þegar með aflestri á mæli þennan sjá, ef einhver hluti sendis verður straum- laus. Er þetta geysimikill kostur, ef um bilun væri að ræða, þar sem þegar í stað er hægt að sjá í hvaða hluta hún lægi á þennan hátt). 2. Sendarnir eru miklum mun langdrægari og mót- takaramir betri. Inni í þeim sjálfum eru einnig öryggi fyrir of miklu álagi, auk venjulegra stofn- öryggja, og eru þeir „höggfríir“. 3. Engar breytingar þarf að gera til að stöðin sam- rýmist alþjóðalögum. Sagði mér nýlega maður, sem þessum málum er afar vel kunnugur, að senni- lega kostaði allt að hálfri milljón króna að breyta senditækjum hinna íslenzku skipa í samræmi við alþ j óðasamþykktirnar. 4. Stöðin í heild er miklum mun ódýrari en þær, sem keyptar hafa verið að undanfömu. Myndirnar, sem fylgja greinni, tók ég í loftskeytaklef- anum og ættu menn að geta gert sér grein fyrir ytra út- liti eftir þeim. Það er von min, að þessi lauslega lýsing gefi nokkra hugmynd um þessa gerð tækja og verði jafn- framt til þess, að meiri áhugi vakni fyrir því, að kaupa eigi úrelt tæki í þau skip, sem eiga eftir að bætast í hinn íslenzka flota. Heldur séu jafnan hafðir dómbærir menn með í ráðum, hið bezta jafnan valið, en vanafesta og þröngsýni eigi látin ráða. Á alþjóðavettvangi hefur orðstír íslenzkra loftskeytamanna jafnan verið góður og þeir eiga skilið að hafa hin beztu tæki undir hönd- um, en auk þess er það skylda skipaeigenda gagnvart þeim, sem með skipum þeirra sigla, og tryggir þeim jafnframt betra samband við skip sín. Má því með sanni segja, að það er skipstjóra til heiðurs að velja slík tæki í skip sitt og eigendum til sóma að kaupa þau. Fiskirœkt er vaxandi atvinnugrein í mörgum löndum Við höfum kýr, hesta og hænsni, sem húsdýr, en hvers vegna ekki fiska líka? Hver sú starfsemi, sem miðar að aukinni matvælaframleiðslu er athyglisverð, og nú eru uppi fyrirætlanir um fiskirækt víða um lönd. Búgarðar, sem framleiða fisk, hafa fjölda af tilbún- um tjörnum og pollum og kerum. í Bretlandi hefur lítið verið gert að slíkri framleiðslu til þessa, en víða annars staðar er þessi framleiðsla talsverð, t. d. í Þýzkalandi, Frakklandi, Italíu, Danmörku, Hollandi, Tékkóslóvakíu, Kanada, Japan og Palestínu. En Bretar hafa ekki alltaf verið á eftir öðrum þjóð- um í þessari framleiðslu. Á miðöldum átti hvert klaust- ur og hver herragarður sína fiskitjöm. Allt fram á síðustu öld var siður landeigenda að hafa góðar fiski- tjarnir í landareign sinni, og ýmsir vatnafiskarnir þóttu herramannsmatur. Á stríðsárunum fóru menn að gefa fiskiræktinni meiri gaum en áður. Nefna má t. d., að verksmiðjueig- andi einn í Durhamsýslu hóf þá silungarækt í kerum, og hann hefur stundum getað sent 2000 silunga á mark- aðinn í senn. Silungarnir eru teknir í net í tönkun- um, eða fluttir lifandi á markað. Vatnakarfi er einn elzti og þekktasti fiskurinn, sem ræktaður hefur verið á þennan hátt. I Þýzkalandi hafa menn rætkað hann síðan á miðöldum. Nú hafa Egyptar hafið framleiðslu vatnakarfa í stórum stíl. Þeir fá seyði eða hrogn frá Indlandi, og þetta er nú orðin veru- leg framleiðslugrein í Egyptalandi. Tékkar eiga, af landfræðilegum ástæðum, erfitt með að fá nýjan fisk. Helzt er á boðstólum þar hraðfrystur fiskur frá íslandi og söltuð síld. En þeir eiga líka vatnakarfa, sem rækt- aður er í tjörnum á Bæheimi og Mæri. Tjamir þessar eru þurrkaðar þriðja eða fjórða hvert ár, og stærstu fiskarnir teknir, en vatni síðan hleypt í tjamirnar aftur. Þá klekja Tékkar í tjamir þessar til þess að viðhalda stofninum. I Hollandi er vatnafiskur mjög algeng fæða. Fiskkaupmenn hafa þá lifandi í gler- krukkum í búðum sínum og kaupandinn getur valið fiskinn úr kerinu, bráðlifandi. Er þama um að ræða ýmsar fisktegundir. Á mörgum fiskmörkuðum Evrópu er fiskur til daglegrar neyzlu jafnan lifandi í kerum á markaðinum og ekki tekinn úr vatninu fyrr en kaup- andinn hefur ákveðið hvað hann vill. ZOB VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.