Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 31
íUtttHmílk ERLENDAfi 28./7. Rússar taka aftur sæti sitt í öryggisráðinu. Sjö mánuðir liðnir síðan fulltrúi Rússa gekk af fundi og neitaði að mæta. — Miklar hóp- göngur gegn Leopold konungi í Briissell. • 30./7. Ný stórárás amerískra flug- virkja á Pyongyang. — 350 þús. í verkfalli í Belgíu til að mótmæla heimkomu Leopolds konungs. • 4./8. Ný ólga í Belgíu í tilefni af valdaafsali Leopolds konungs. — Stríðið í Kóreu er amerísk innrás, segir Jakob Malik. — Island gengur i alþjóðasamtök um orkumál. • 9. /8. Harðir bardagar við Nak- tongfljót, skammt frá Taegu. — 53 Japanir höfðu stutta viðdvöl á Keflavíkurflugvelli nýlega. — „And- enes“ aðstoðar danska fiskibátinn „Ella“, K-52 frá Köge í Danmörku, og veitti honum mikilvæga aðstoð, en krafðist engra björgunarlauna af útgerðinni, tryggingarfélaginu eða danska ríkinu. • 10. /8. 1 Kaupmannahafnarblöðum hefur orðið deila um íslenzku hand- ritin í söfnum Kaupmannahafnar, og virðist þar hafa komið í Ijós, að varðveizla handritanna er ekki með þeim hætti, að forsvaranlegt geti talizt, er slíka dýrgripi er um að ræða. — Þingrof í Danmörku og nýjar kosningar. — Rannsóknir franska leiðangursins á Grænlandi benda til, að láglendi sé undir miðj- um jöklinum, en fjallgarðar með ströndum. • 11. /8. Dregur úr sókn kommún- ista í Suður-Kóreu. — Bob Mathias keppir á meistaramóti Islands. • 12. /8. Kommúnistaherinn á brott úr Chinju. Harðir bardagar við Naktong. — Baudoin tekinn við völdum í Belgíu. — Tryggve Lie er á leið heim til Noregs. — Norðan- menn hertaka hafnarbæinn Pohang. Hjálparsveitum til Pohang-vígstöðv- anna seinkaði vegna árásar skæru- liða. • 13./8. Árnasafn í Höfn er „rusla- kompa£' í mikilli eldhættu, segja dönsk blöð. • 15. /8. 12.000 manna kommúnista- her er nú kominn yfir Naktoing- fljót. Samgönguleiðir Bandaríkja- manna í hættu. — Churuhill og Davies krefjast þingsetningar. • 16. /8. Lokatilraun kommúnista til að ná skjótum sigri í Kóreu að hefjast. — Norðmenn búast við helmingi meiri afla við Grænland nú en í fyrra. — Stórfeldar jarð- hræringar í Bengal. — Sigur Al- þýðuhersins viss, verður að vinnast sem fyrst, segir Kim Ir Sen. — Mik- ill fiskafli við Grænland. Færeying- ar hafa fjögur flutningaskip í för- um. • 17. /8. Ameríski flugherinn gerði í gær stórkostlega loftárás á sex ferkílómetra svæði við Waegwan, norðan við Taegon. Gerðu 99 risa- flugvirki árásina og vörpuðu á tveimur tímum niður tæplega 1000 smálestum af sprengjum. • 18. /8. Rússnesk skip sjást við Svíþjóðárstrendur. — Attlee neitar að kveðja saman þing. — Orustan um Taegu liafin. Þrengt að kommún- istum syðst við Naktong-fljót. • 19. /8. Brezkar fótgönguliðssveitir í Kóreustríðið. — Sjónvarp hefst í Danmörku um áramót. 22. /S. Mikið brezkt herlið til Iíóreu. Lítil breyting á vígstöðunni, en átök hörð. — Ekkert samkomu- lag um Evrópuherstillöguna. — V.- Berlín framleiðir sitt eigið rafmagn. Stór rafmagnsstöð reist í borginni með Marshallhjálp. 23. /8. Ameríkumenn halda velli við Taegu, sækja fram við Masan. — Danska Pearlylandleiðangrinum um Grænland er nú lokið, leiðang- ursmenn komnir til Reykjavíkur. — Risaflugvirki varpa sprengjum á verksmiðjur kommúnista í Kóreu. 24. /8. Adenauer biður um tafar- lausa aukningu hernámsliðs vestur- veldanna í V.-Þýzkalandi. • 25. /8. Rólegasti dagurinn í Kóreu um margra vikna skeið. — Örlög Evrópu verða ákveðin í Þýzkalandi, segir Franz Blucher, varakanslari V.-Þýzkalands____Hjón fara á vatna- jeppa frá Halifax til Azoreyja. Voru 31 dag á leiðinni. • 26. /8. Bandaríkin fús til að ræða Formosu í öryggisráðinu. — Her S. Þ. lætur undan síga við Pohang. — Hvít „bláber“ vaxa í Wingereid- skógi í Bamle í Noregi. Hafa slík ber vaxið þar á nokkru svæði í 150 ár. — Mikill liðsafli samandreginn við Sinnyong. — Norska setuliðinu í Þýzkalandi fækkað. • 28./8. Utanríkismálaráðherrar Dana, Norðmanna og' Svía koma í dag. Ætla að sitja hér sameigin- legan fund norrænna utanríkisráð- herra. — Á Evrópumeistaramótinu urðu Islendingar áttundu af 23 þátttökuþjóðum. • 30. /8. 42 ríki leggja Suður-Iíóreu sameiginlega aðstoð. — Islendingar bjóða sig fram til herþjónustu við sendiráð Bandaríkjanna hér, en hef- ur verið synjað. — Islenzk heimilis- iðnaðarsýning Iánuð til Þrándheims. — Brezka stjórnin greiðir verðupp- bætur á fisk. — Norðmenn hafa selt alla ársframleiðsluna af þurrkuðum saltfiski. — Árás Bandaríkjanna á Taivan tekin á dagskrá öryggisráðs- ins. — Fiskkaupmenn í Fleetwood óttast hrun; vantar íslenzkan fisk. • 31. /8. Bretar lengja herþjónustu- timann úr 18 mánuðum í tvö ár. V I K I N G U R 231

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.