Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 4
S j ómannastof ur I allflestum hafnarbæjum eru sjómannastof- ur, þar sem sjómenn geta komið í frístundum sínum og stytt sér stundir með að lesa blöð, tefla, spila, hlustað á útvarp og fengið sér hress- ingu, svo sem kaffi, te, öl og gosdrykki með vægu verði. Einnig leitað aðstoðar í ýmsum vandræðum sínum. Flestar slíkar stofnanir hafa verið reknar af ýmsum trúarfélögum, svo sem Hjálpræðishern- um o. þ. 1., eða þá einstaklingum, og þá í sam- bandi við einhvers konar hótelrekstur. Þessar stofnanir hafa oftast verið eina athvarfið, sem einstæðings sjómenn hafa átt, er þeir hafa dvalið langt frá ættjörð sinni, vinum og ættingjum. Á síðastliðnu sumri kynntumst við sjómanna- stofu, sem er að mörgu leyti sérstæð og starf- semi hennar mjög til fyrirmyndar. Sjómanna- stofa þessi er „Söfartsklubben" í Kaupmanna- höfn. Ætla ég að lýsa hér að nokkru starfsemi þessarar stofnunar og þeim ánægjulegu kynn- um, sem við höfðum af henni. Söfartsklubben er sjálfstæð og óháð stofnun, er vinnur á víðtækum og einkar skemmtileg- um grundvelli. Nokkrir hugsjónamenn velviljað- ir sjómannastéttinni og kunnugir áhugamálum hennar og áhyggjum, stofnuðu sjómannastofu þessa. Yildu þeir stuðla að því, að sjómenn er gistu „Borgina við Sundið“ eyddu frítíma sín- um á sem heilbrigðastan, skemmtilegastan og ódýrastan hátt. Menn þessir eru: K. Lauritsen skipaeigandi, E. Hahn Petersen skipaeigandi, F. Cold undirliðsforingi og Ove Nielsen deildar- stjóri, er sá um undirbúninginn að stofnuninni. Strax í upphafi starfsins var komið á ókeypis skemmtunum fyrir sjómenn, svo sem fyrirlestr- um, upplestrum og kvikmyndasýningum tvö til þrjú kvöld í mánuði. Hefur því starfi verið haldið áfram æ síðan. Danskir skipaeigendur hafa staðið straum af kostnaði við þessar skemmtanir. Síðan byrjaði stofnunin á að starf- rækja vetrarmötuneyti fyrir gamla, atvinnu- lausa sjómenn og ekkjur og börn sjómanna, er týnzt höfðu í stríðinu. Starfsemi þessi var styrkt af danska innanríkisflotamálaráðuneytinu, er léði húsnæði til starfsins, og danska gufuskipa- eigendasambandinu, er veitti drjúgar fjárupp- hæðir til starfseminnar. Árið 1943 voru húsakynni þau, er stofnunin hóf starf sitt í, orðin of lítil og flutti hún þá í stærra og betra húsnæði í Nyhavn 63. Eru það gömul og einkennileg húsakynni, sem setja skemmtilegan svip á stofnunina. Strax eftir stríðið var hafinn undirbúningur að móttöku erlendra sjómanna, er væntanlega kæmu til Kaupmannahafnar er eðlilegar sigl- ingar hæfust að nýju. Bókasafnið var aukið með erlendum bókum, tímaritum og blöðum. Árið 1948 gaf Söfartsklubben út leiðarvísi fyrir Kaupmannahöfn, „Guide to Copenhagen“, sem sérstaklega er ætlaður erlendum sjómönnum. Þá var og hafin útgáfa fjölritaðs vikublaðs, er gaf til kynna allar helztu skemmtanir, er Kaup- mannahöfn hefur upp á að bjóða, svo sem: söngskemmtanir, kvikmyndir, íþróttir o. þ. h. Síðar var hafizt handa og rannsakað hvort ekki væri tímabært og nauðsynlegt að hafa sérstak- an erindreka fyrir útlenda sjómenn, þeim til aðstoðar. Rannsóknin leiddi í ljós, að full þörf var fyrir slíkan erindreka, er gæti aðstoðað er- lenda sjómenn með ýmislegt, svo sem: útvegun gefa sern allra flestum alþingiskjósendum kost á því «ð beita áhrifum sínum og láta í Ijós vilja sinn í þessu þýóingarmikla máli. Þaó er von F. F. S. /., «ð menn bregóist vel vió og leggi þessu málefni U8. Æskilegt vœri, að sem allra flestir áhugamenn greiddu fyrir undirskriftasöfnuninni með því að taka áskrifta- lista til söfnunar. Listarnir eru aflientir á skrifstofu F. F. S. í. í Fiskhöllinni. Þar eru einnig gefnar allar nánari upplýsingar um mál þetta. 4 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.