Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 26
17/11. Löndunarstríð í Aberdeen. Tilraun til að útiloka íslenzk skip mistókst. Is hamlar veiðum. • 18/11. Island gerist aðili að sam- komulagi Norðurlanda um fátækra- framfærzlu. Mest flutt út til Banda- ríkjanna í október. Bjarni Ólafsson hefur aflað 800 smálestir á þrem vikum. Síldin í sundunum með 15% fitu. Gullfoss siglir milli Bordeaux og Casablanca. • 19/11. Frakki fer ókeypis frá Reykjavík til New York á leið kring- um hnöttinn. • 20/11. Niðursuðuverksmiðjan Mata nær gereyðilögð af eldi. Slökkviliðið var nær 5 klst. að kæfa eldinn. — Fyrsti togarinn farinn á erlendan markað, eftir hið langvinna togara- verkfall. — Síld og freðfiskur voru helztu útflutningsliðir okkar í októ- bermánuði. • 22/11. þrjú fiskþurrkunarhús á Siglufirði. Eitt þegar tekið til starfa og uppsetningu hinna beggja langt komið. — Ný rafstöð tekur til starfa á Djúpavogi. Miklar birgðir af smygl- vörum teknar úr bifreið við Hrúta- fjarðará. — „Magni“ brýtur ís á sundunum. — Síldveiðibátarnir Aðal- björg og Skógarfoss fengu milli 200 og 300 mál smásíldar í Viðeyjarsundi í gær, og var hún sett til bræðslu í Hæring. • 23/11. Allur sildarflotinn fór á veiðar í gær. — Enn finnst mikil síld með mælitækjum. — Sjóvinnu- námskeið hefst hér um næstu mán- aðamót. Getur þetta orðið vísir að sjóvinnuskóla. — ísbreiða er norður af Halanum. • 24/11. Þriðja skipi S. í. S., „Jökul- felli“, var hleypt af stokkunum i Svíþjóð. Hraðskreitt skip og grunn- skreitt og mjög rúmgott miðað við stærð þess. — 10—20 bátar að veið- um á Elliðaárvogi í gærdag. • 25/11. Mokafli í Ólafsvík. Vantar fisktökuskip, allt orðið fullt. Reykja- víkurtogarar leggja afla sinn á land á Vatneyri. Ætlunin var að fá þar karfa til frystingar. — Togarinn „Máni“ hljóp af stokkunum í gær í Aberdeen. — Karfafrysting í 5 hús- um £ Reykjavík. 26/11. Togarar landa nú karfa á 11 stöðum á landinu. • 27/11. „RöðuII“ seldi í Þýzkalandi fyrir 70 þús. R. M. • 28/11. Vélbáturinn „Þórður rammi“' strandar við Sauðanes. Björgunar- leiðangur frá Siglufirði bjargar á- höfninni við mjög erfiðar aðstæður. • 28/11. Stórt þurrkhús tekið í notk- un til þess að þurrka vikurplötur í. 30.000 plötur þurrkaðar í því sam- timis. • 29/11. Hjalteyrarverksmiðjan hef- ur brætt nær 9000 lestir af karfa. — Freðfiskframleiðslan hefur mjög dregist saman, en saltfiskframleiðsl- an vaxið. 1/12. Vindhraðinn í Reykjavík var 125 km. á klukkustund í gær. • 2/12. Sæbjörg bjargar m.b. Ernu. Dráttartaugin slitnaði fjórum sinn- um. Urðu að hætta við að fara norð- ur fyrir Reykjanes, en leiuðu í var að sunnanverðu. — Keflvíkingur hætt kominn í Keflavík. Slitnaði frá bryggju í fyrrakvöld, en hafsögu- maður tók að sér skipstjórn og sigldi um nóttina til Reykjavíkur. — Vél- skipið Oddur frá Vestmannaeyjum fór nýlega með 1000 tunnur af karfa- lýsi til Noregs. • 3/12. Akureyringar hafa keypt fyrsta nýja togarann, sem nú er í smíðum í Bretlandi. Hefur hann ver- ið skírður Harðbakur. • 5/12. Heildarsíldarafli á Akranesi 35.120 tn. Sveinn Guðmundsson afla- hæsti báturinn með 3600 tunnur á þrem mánuðum. — Tjón á Ströndum af völdum ofviðrisins. Tveir bændur í Veiðileysu urðu hart úti. — Fimm togarar hafa selt í Bretlandi og Þýzkalandi fyrir 35.552 pund. — Síldarsöltun hætti í gær. — Síldin nú fryst til útflutnings. — Fyrsti saltfiskfarmurinn héðan til Spánar, í 14 ár. • 6/12. Nokkur hluti Eldeyjar hrun- inn. Enginn fugl sjáanlegur í gær í stærstu samfelldu súlnabyggðinni í heiminum. • 8/12. Islenzk hvalskíði í franska módelkjóla. — Skipsfarmur af hval- skiðum frá hvalstöðinni í Hvalfirði fluttur til Frakklands. — Nýi Akur- eyrartogarinn heitir Harðbakur. 9/12. Faxasíld ísuð á Þýzkalands- markað. Fell fer sennilega frá Akra- nesi til Bremerhaven með síldina. • 10/12. Brezkur togari, Northern Spray, strandar við Isafjörð. — Vatnajökull strandaði í fyrrinótt við Kaupmannahöfn. — Rakstrarvél fauk tveggja kílómetra veg. • 12/12. Vatnajökull náðist út á laugardag. — Kolakraninn skemmd- ist mikið í veðurofsanum. — Mikil flóðbylgja gekk á land á Siglufirði í óveðrinu. Flæddi inn í 30 íbúðar- hús og mjölskemmu S. R., og skemmdist þar karfa- og ufsamjöl. — Pappaverksmiðja tekin til starfa. Milljónaverðmæti unnið úr pappírs- úrgangi. • 14/12. Brim sópaði burt steinhúsi á Hofscsi. Verbúð, veiðarfæra- geymsla og lifrarbræðsla fór þar í einu vetfangi. 14/12. Um 70 fjár týndust á bæ i Melrakkfvsléttu. Hrakti flest frá 26 V í K I N □ U R i

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.