Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 29
Minningarorð Gísli Sigurður Sigurðsson Fyrir um ári síðan vildi það sviplega slys til, að ungur maður, Gísli Sigrurður Sigurðsson, féll í Reykja- víkurhöfn og hlaut bana af. Engar frásagnir munu vera til um það, með hvaða hætti slys þetta vildi til, að maður á bezta aldri fellur í höfninu og hlýtur líftjón af, en sorglegt var það og harmþrungið fyrir foreldra og aðra aðstandendur, að þurfa svo óvænt og snögglega að sjá á bak góðum dreng. En öllum, sem bezt þekktu Gísla, mun koma saman um, að þar sem hann fór, hafi farið drengur góður. Gísli var sonur hjónanna Sigurðar Ólafssonar beykis og konu hans, Jónínu Guðlaugsdóttur, er lengst af bjuggu á ísafirði. Hann var fæddur 10. október 1926 á ísafirði, og því nær 23 ára að aldri, er hann drukknaði í Reykjavíkur- höfn hinn 30. október 1949. En hann hafði þá fyrir röskum mánuði síðan flutt með foreldrum sínum til Reykjavíkur frá ísafirði. Strax í barnæsku beindist hugur Gísla að ys og þys athafnalífsins. Og betur undi hann hag sínum við störf í frysti- húsunum á bryggjunum og um borð í fiskibátunum, en að þurfa að sitja langdvölum við bóknám. Hann var því hvorki gamall að árum né hár í lofti þegar hann fór að taka til hendinni og gerast virkur þátttakandi í framleiðslustörfunum. Hann hóf snemma störf í sveit og á sjó. Um nokkur sumur var hann hjá hinum gagnmerku Skjaldfannarhjónum við ísafjarðardjúp og naut þar umönnunar og leiðbeiningar þessa ágætis heimilis, og kunnugt var mér um það, að Gísli bar þann hug til þeirrar Skjaldfannarhjóna — Jónu Jónsdóttur og Jó- hannesar Ásgeirssonar, sem væru þau hans annað for- eldri. Traust þeirra ávann hann sér óskipt, og alls heimilisfólksins. Sagði mér svo einn sonur þeirra hjóna, að við frá- fall Gísla hafi verið kvaddur sá maður, sem sér hefði þótt mjög vænt um að hafa kynnst. Þótt Gísli kynntist sveitalífinu á hinn ágætasta veg, voru það þó töfrar hafsins, sem fyrst og fremst lokkuðu. Kornungur hóf hann sjósókn með hinum kunna skip- stjórnarmanni, Bjarna Hávarðssyni á ísafirði, og jafn- an síðan stundaði hann sjó á línuskipum. Við störfin á sjónum var Gísli dugnaðarmaður, að- gætinn, dagfarsgóður og vel látinn af sínum skips- félögum. Allir þeir, sem Gísla sáluga þekktu náið, munu sann- mála mér um, að við hið sviplega fráfall hans hafi góður drengur fallið um örlög fram fyrir sigð sláttu- mannsins mikla. Gísli hefur um of langan tíma legið óbættur hjá garði. Megni þessi fábreyttu minningarorð þar eitthvað úr að bæta, er tilgangi þeirra náð. Helgi Hannesson. Forsíðumyndin. Myndin á forsíðu Víkingsins að þessu sinni er af knattspyrnuflokki m.s. Gullfoss 1950. Sagt er nokkuð frá knattspyrnuflokki þessum og sigrum hans á öðrum stað hér í blaðinu, í greinni „Sjómannaheimili“. Víkingurinn fer þess á leit við þá sjómenn, sem hafa undir höndum skipshafnarmyndir, gamlar pða nýjar, að lána blaðinu þær til birtingar og láta fylgja með viðeigandi skýringar. VÍ K I N □ U R 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.