Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 7
Árni Friðriksson Norðurlandssíldin og breytingar á göngum hennar Síöari grein. 5. Hví brást síldin? Eftir að augu manna hafa opnazt fyrir því nána sambandi, sem er á milli Norðurlandssíld- arinnar og norska síldarstofnsins, hafa skapazt ný viðhorf, sem hafa gert okkur léttara undir fæti á göngunni að því marki, að öðlast skiln- ing á hinum svokölluðu leyndardómum Norður- landssíldarinnar. Þessu marki er að vísu síður en svo náð enn, en við erum á leiðinni þangað. Með því að gera ráð fyrir, að norðlenzka og norska síldin séu í öllum aðalatriðum eitt og hið sama, verður auðveldara að skýra margt, sem áður var myrkri hulið. Og í trausti þess, að sú skoðun sé rétt, viljum við nú leitast við að svara spurningunni um það, hvað valdið hafi síldarleysinu við Norðurland undanfarin ár. Við athugum þá fyrst, hvort hugsanlegt er, að stofninn hafi dregist saman, og að sú sé þá orsökin. Hafi stofninn minnkað, hlýtur orsökin að vera annað hvort sú, að árgangarnir, sem hafa átt að bera hann uppi þessi ár, hafi brugðist, eða að of mikil veiði hafi verið í hann sótt. Fyrra atriðið kemur ekki til greina. I fyrsta lagi vegna þess, að í Norðurlandssíldarstofn- inum eru jafnaðarlega frá fimmtán upp í tutt- ugu árgangar og hvílir aðalþungi veiðinnar á mörgum þeirra í senn. Það mundi því ekki koma að neinni verulegri sök, þótt einn, tveir, eða jafnvel fleiri þeirra aldursflokka, sem ald- urs síns vegna ættu að njóta sín bezt, vantaði að verulegu leyti, ekkert svipað því, sem ætti sér stað, ef slíkt kæmi fyrir t. d. ýsustofninn. Hér við bætist það, að þessu er alls ekki til að dreifa. Stofninn hefur verið og er enn mjög sterkur frá náttúrunnar hendi. Á hinn bóginn eru skiptar skoðanir um það, hvort of mikil veiði sé í stofninn sótt og mælir þar margt með, en annað á móti. Jafnvel í Noregi hefur sú skoðun stungið upp höfðinu, að brátt yrði að fara að gæta varúðar, þrátt fyrir það aflamagn, sem stofn- inn þar hefur gefið undanfarin ár. Það mál er ekki ástæða til að ræða nánar hér, af þeirri einföldu ástæðu, að ef ofveiðum væri um að kenna aflarýrðina við Norðurland, ætti stofn- inn þegar að vera kominn á heljarþröm, en slíkt fær með engu móti staðizt. Til þess að svo væri, hefði þurft að veiðast miklu meira á styrjaldarárunum, bæði við Noreg og Island, en raun er á, og þess ætti þegar að sjást merki, að meðalaldur síldarinnar í Norðurlandsveið- inni væri lægri nú en áður var, sökum aukinnar dánartölu vegna ofveiða. En því er ekki til að dreifa. Og enda þótt tína megi til ýmislegt, er bendir til þess, að fullmikið hafi verið veitt við Noreg á síðari árum til þess að Norðurlands- síldin njóti sín sem bezt, þá er slíkri ofveiði ekki komið svo langt, að hægt sé að gera hana eina ábyrga fyrir síldarskortinum við Norður- land, enn sem komið er. Síldarfæð í sjónum verður ekki um kennt þann aflabrest, sem orðið hefur við Norður- land síðastliðin ár, né heldur ofveiði, að minnsta kosti ekki enn sem komið er, hvað sem síðar konn að verða. Sú niðurstaða, sem við komumst að, hlýtur því að verða sú, að óreglulegum göngum síldarinnar hafi verið um að kenna. Síðastliðið sumar fóru fram mjög víðtækar rannsóknir varðandi þetta atriði, ýmsar þjóðir lögðu þar hönd á plóginn. Alveg sérstaklega athyglisverður var sá árangur, sem Norðmenn náðu í hafinu fyrir norðan og austan Island. í stuttu máli sagt, tókst þeim að finna aðal- stofn Norðurlandssíldarinnar og allt útlit er fyrir, að nú hafi fundizt rétt skýring á því, hvers vegna hún gekk ekki á mið. 6. Nútíma tæki til síldarleita. Tvö eru þau tæki, sem reynzt hafa öllum öðrum betri til síldarleita, en þau eru bergmáls- dýptarmælirinn og asdic-tækið. Frá alda öðli var handlóðið notað til þess að stika með dýpi, og í aldaraðir hefur það gegnt aukahlutverki, nefnilega því, að finna fiskitorfur, einkum síld, þegar hún stendur uppi í sjó, helzt í fjörðum inni. Bergmálsdýptarmælirinn hefur nú tekið að sér bæði þessi hlutverk, og einkum orðið vel til þeirra fallinn síðan hann var gerður sjálf- ritandi. En fyrsti mælir af þeirri gerð var V í K I N G U R 7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.