Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 15
lengi verið hugfanginn af alstirndum stjömu- himni. Hann segir mér, að það sé yfir oss vak- að frá æðri heimum, að auga Guðs, sem allt sér, hvíli á störfum vorum. Það er ekki hægt að horfa upp í himininn og virða fyrir sér stjörnukrýnda festinguna nema fyllast lotningu og tilbeiðslu til þeirrar forsjónar, sem skóp slíka dýrð og fegurð og mikilleik. Sá maður er undarlega gerður, sem ekki verður fyrir á- hrifum þess góða og háa við að ígrunda fest- inguna stjörnum krýnda og bera hana saman við mannlega smæð og fallvaltleik. Vegna þess- ara skoðana minna lagði ég í að tína þetta sam- an og senda þér til birtingar í Víkingnum, ef það gæti örfað einhvern til að horfa oftar og með aukinni athygli á stjörnurnar og stjörnu- myndirnar og hann lærði að þekkja þær og gang þeirra um himingeiminn. Þetta er að sjálf- sögðu ekki nema lítið brot af þessum fræðum, því þau eru yfirgripsmikil og engum auðlærð. En þetta brot gæti ef til vill örfað einhverja til að leita sér frekari fræðslu um þetta merki- lega efni, því fátt er eins laðandi til lesturs og stjörnuhiminninn, þegar farið er að lesa um hann og kynnast þeim undrum, sem þar er sagt frá. 1 þessu sambandi er athyglisvert, að ekki er tii, svo ég viti, nokkur aðgengileg bók á ís- lenzku um stjörnurnar og stjörnuheiminn. Það er furðulegt ástand í landi bókaflóðsins, þar sem tvö til þrjú hundruð bóka eru gefin út á ári hverju. Það væri vel, ef bókaútgefendur sæju sér fært að bæta úr þessu hið fyrsta, svo að lestrarfús almenningur geti lesið um dásemd- ir stjörnuheimsins á íslenzku. Enginn veit betur en ég sjálfur, hvað þessi „tíningur" minn er ófullkominn og hve margt er þar af vanefnum gert. Ég vona, að menn taki vægilega á þessu káki mínu, sem er meira af vilja gert en getu. Óska ég að þeir, sem betur vita og geta, leiðrétti og bæti úr. Ég vona þó, að einhverjir hafi gaman af þessu, þá er tilgangi mínum náð. Að svo mæltu óska ég þér, ritstjóri góður, gæfu og gengis. Guð veri með þér allar stundir. Með vinsemd, Júlíus Ólafsson, vélstjóri. Til sambandsfélaga NauSsynlegt er, a& félagsmenn F. F. S. 1. séu vel á verM um þaS, að starfa ekki með ófélagsbundnum mönnum á hinum ýmsu félagasvæðum, bæði í Reykjavík og á öðrum stöðum á landinu. Fyrir því brýnir stjórn F. F. S. t. fyrir öllum yfir- mönnum á slcipum, að gæta þess ávallt, að þeir stýrimenn, vélstjórar og loftskeyta- menn, er þeir ráða sig í skiprúm með, séu meðtimir í einhverju sambandsfélagi innan F. F. S. /., starfi þeir sem yfirmenn. Þetta er nauðsynlegt, til þess að venja menn á reglusemi, stéttvísi, félagslegan þroska og virðingu fyrir lögum og samningum, enda eiga ófélagsbundnir menn ekki rétt á að njóta þeirra hlunninda eða kjara, sem afl- að hefur verið með margra ára starfi, til handa viðkomandi sérgreinum, fyrr en þeir eru félagsbundnir. Auk þess er það sam- kvæmt „lögum um stéttafélög og vinnu- deilur“, að stéttafélög eða sambönd þeirra, gjöri alla samninga og leiðir það því af sjálfu sér, að óheimilt er að ráða ófélags- bundna menn. Stjórn F.F.S.Í. Stökur Ýtt úr vör. Þó ýfist hrönn við ýtum Jcnör yfir kólgu háa, liggur okkar leið úr vör frá landi góðra áa. Frétt að austan. Á öllum miðum Austanlands er nú lítill fengur, veiðiflotinn verður stans ef viðrar svona lengur. —o— Sigling. Liðugt skríður lítil gnoð, til lands er mál að halda, þanin er af vindi voð, vagga/r báran kalda. Egill frá Nausti. V í K I N G U R 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.