Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Blaðsíða 2
milliríkjasamningi um verzlun og viðskipti. Því mifíur er svo a.8 sjá, sem brezka stjórnin hafi daufan skilning á því, hve framkoma þessi er langt fyrir neSan allar hellur. Kemur þaó Ijósast fram í því dœmalausa atferli hennar, a<5 vísa ríkisstjórn íslands á sjálfa ofbeldisseggina sem samningsaðila. Þó aS framkoma Breta í okkar garð hljóti í bili a5 valda nokkrum óþœgindum, munu íslendingar ekki hvika eitt fet frá lögmœtum og bráónauSsynlegum ráSstöfunum var'Sandi friöun fiskimiöanna. Kúgunartilraun hinna brezku herra má sízt af öllu bera þann árangur, sem þeir gera sér vonir um. Hún má aöeins leiöa til þess, að íslendingar standi allir sameituÆr í þessu mikilvœga máli og láti þar aldrei neinn bilbug á sér finna, en leiti allra tiltœkilegra ráSa til dó vinna togarafiskinum nýja markaói og gera úr honum betri og verSmœtari vöru en veriS hefur. Mœtti þá svo fara, að ráóstafanir þœr, sem gerSar voru til a8 kné.setja okkur og auSmýkja, yrSu þjó'Sinni til gagns og álitsauka, en Bretar töpuSu hagkvœmum viSskiptum og bióu álitshnekki í augum allra siSaSra þjóSa. Ef til vill sjá Bretar aS sér og taka upp skynsamlegri stefnu í þessu máli. Það mun þó því dóeitis veröa, aS Islendingar standi allir sem einn maður um rétt þjóSar- innar til aS vernda fiskimiSin vI5 strendur landsins. G. G. Verndun fiskimiðanna Samþykktir stjórnar F.F.S.I. um landhelgismálið 1. Stjórn Farmanna- og fiskimannasambands íslands ásamt stjórnum sambandsfélaganna, lýsa fullum stuðningi við ríkisstjórn Islands í baráttu hennar fyrir rétti íslendinga, varðandi landhelgis-og friðunarlögin, sem sett voru til verndar fiskimiðunum við strendur landsins. Heita félagssamtökin á stjórn landsins að duga nú vel og hvika hvergi þótt Bretar og máske aðrar þjóðir sæki á og sýni oss ofbeldi og samningsrof í sambandi við viðskipti landanna. 2. Fari svo að þrátt fyrir lög og óskoraðan rétt vom, reyni Bretar eða aðrar þjóðir að brjóta hin nýju friðunarlög, beina samtökin því eindregið til ríkisstjórnarinnar, að kæra viðkom- andi hiklaust fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna fyrir ofbeldi og brot á reglum S. Þ., og sækja um sérstaka vernd til gæzlu landhelginnar, ef með þarf, en láta Breta um að sækja málið fyrir Haag dómstólnum. 3. Það hefir ávallt verið eitt höfuð baráttumál F. F. S. í. að lýst yrði yfir eign landsmanna á landgrunninu. Telja sjómenn að of skammt hafi verið gengið hvað snertir nýju friðunarlínuna. í þessu sambandi viljum vér benda á það að vér teljum íslendinga eiga fornan og óskoraðan rétt til 16 mílna landhelgi, eins og færðar hafa verið sönnur á af sérfróðum mönnum, og telja samtökin nauðsynlegt að þetta yrði prófað ef málið yrði lagt í dóm. 4. Samtökin skora á alla meðlimi sína, er ferðast á sjónum, eða stunda veiðar við strendur landsins, að stuðla á alla lund að því að lögunum sé hlýtt. Kæra tafarlaust ef þeir verða varir við veiðiræningja, hverrar þjóðar sem eru, og styðja með því stjórn landsins í því að standa á rétti vorum. 5. Þá beina samtökin þeirri ósk til forstjóra landhelgisgæzlunnar að gæzlan verði aukin að mun, og að settur verði einn trúnaðarmaður í öll stærri fiskiskip íslendinga. Hafi hann VÍKINGUR 2

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.