Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Blaðsíða 3
HelgiJ. Halldórsson: illokkur ori om sjómannamál Erindi flutt í ríkisútvarpið 11. desember 1952 Góðir áheyrendur! Máli mínu beini ég einkum til sjómanna og annarra þeirra, sem leikur hugur á að kynnast séreinkennum sjómannamálsins. Því ber ekki að leyna, að mál það, sem talað er á sjó, er í ýmsu frábrugðið máli því, sem talað er á landi. Er þó ekki um framburðarmismun að ræða, heldur eru notuð um borð í skipum ýmis orð, einkum heiti og orðatiltæki, sem er ekki ann- arsstaðar að finna. Þetta er mjög eðlilegt, því að hver atvinnugrein hefur sín sérheiti. Þá eru og önnur öfl, sem ráðið hafa miklu um mót- un sjómannamálsins. Þegar skútuútgerð hófst hér og þó ekki síður vélbáta- og togaraútgerð, voru skipin og veiðarfærin flutt inn frá útlönd- um, skúturnar og togararnir frá Englandi, en vélbátarnir jöfnum höndum frá Norðurlöndum. Einnig lærðu íslendingar siglingarnar og veiði- aðferðirnar af útlendingum. Þetta varð til þess, að skipin, veiðarfærin og veiðiaðferðirnar voru flutt inn með hinum erlendu heitum. Einnig eru millilandaskipin öll smíðuð erlendis. Við þetta bætist, að dönsk málsáhrif hafa haldizt lengur meðal sjómanna en annarra stétta þjóð- félagsins. Nú mun ég engan veginn neita því, að ýmis tökuorð hafi auðgað íslenzkt mál frá upphafi, en þessi tel ég þrjú skilyrði fyrir upp- töku erlends orðs í málið. I fyrsta lagi, að ekki sé til í íslenzku jafngildi hugtaksins. Ótækt er að láta hið erlenda orð útrýma góðu og gildu íslenzku orði. í öðru lagi, að ekki sé hægt að smíða nothæft íslenzkt orð samkvæmt ísl. máls- reglum. Og í þriðja lagi þarf tökuorðið að vera þjált í munni og falla vel inn í beygingar ís- lenzks máls. Þegar rætt er við sjómenn um sjómannamál, eru þeir venjulega á verði. Þeir eru í senn feimnir að ræða ófullkomleika málsins, og á verði gegn árás á það. En ég vil benda sjó- mönnum á, að þeir bera nokkra ábyrgð á þróun íslenzks máls almennt, og sú ábyrgð fer vaxandi. Fyrr á öldum var á Islandi bændaþjóðfélag, og bændurnir varðveittu íslenzkt mál og bók- menningu. Þessir bændur stunduðu einnig sjó og áttu sitt sjómannamál. Nú er risin upp sjálfstæð sjómannastétt, sem í sívaxandi mæli tekur í sínar hendur efnahagsþróun landsins. Vinnuskilyrði þeirra, sem sjó stunda, eru orðin slík, að þeir eiga sér ekki lengur þá afsökun, sem fyrirrennarar þeirra áttu vegna ofurerfiðis stöðugt samband við varðskipin (á dulmáli), þegar erlend fiskiskip gera tilraun til að brjóta friðunarlögin. 6. Þá beina samtökin því til ríkisstjórnarinnar að bún sjái um að liinum órökstudda rógi, sem Islendingar verða fyrir af hendi brezkra útgerðarmanna og sjómanna sé mjög eindregið mót- mælt, um leið og bent sé á hvað íslenzka þjóðin lagði til af matvælum á stríðstímunum, þegar brezka þjóðin var verst á vegi stödd. Jafnframt má minna á 25 ára starf Islendinga við að koma upp margvíslegum björgunartækjum og stöðvum við strendur landsins til bjargar brezkum fiskimönnum jafnt öðrum. íslendingar hafa margsinnis lagt líf sitt í söl- urnar við að bjarga brezkum fiskimönnum úr sjávarháska, enda hefir brezku ríkisstjórn- inni þótt við eiga að sæma Islendinga sérstökum heiðursverðlaunum fyrir.' 7. Að endingu mótmæla samtökin þeim svívirðilegu aðdróttunum brezkra blaða, að friðunar- lögin stefni lífi brezkra fiskiinanna í meiri liættu en verið hefir samfara fiskveiðum við ísland, þar sem liafnir íslands eru opnar nú, sem áður, öllum þjóðum. VIKINGUR 3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.