Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Blaðsíða 13
sem sagði í viðtali við blaðamenn í haust, að
Englendingar ættu rétt á að fiska við ísland,
af því þeir hefðu fyrstir allra byrjað togveiðar
á þessum ókunnu miðum. Því skal ég svara.
íslendingar komu fyrstir hvítrn, manna til
Grænlands og Norður-Ameríku, og hafa ekki
gert tilkall til þessara landa ennþá. Hvað við-
víkur miðunum, þá voru þau ókunn í augum
Breta, en ekki okkar, því hver einasti hreppur
á íslandi, sem að sjó liggur, hefur sín eigin
fiskimið, og hefur þar verið stundaður sjór í
aldaraðir, en náttúrlega varð oft þröngt fyrir
dyrum, þegar erlendir yfirgangsseggir þyrptust
á smábátamiðin íslenzku, og man ég eftir mörg-
um ófögrum yfirgangi brezkra togaraskipstjóra
hér við land. Vil ég benda fólki á að lesa bók-
ina Formannsævi í Eyjum, eftir Þorstein Jóns-
son í Laufási í Vestmannaeyjum, þar sem segir
frá viðskiptum hans og Josep Wood skipstjóra
frá Hull. Einnig man ég eftir því, að þegar ég
var smástrákur, varð slys á Haukadalsbót á
Dýrafirði. Sýslumaður Isafjarðarsýslu, Hannes
Hafstein, klæddur einkennisbúningi sínum,
ætlaði að fara um borð í togara, sem verið hafði
að fiska dögum saman inni á firðinum. Þegar
bátur sýslumanns nálgaðist togarann, slógu
skipverjar úr togblökkinni með þeim afleið-
ingum, að vörpustrengirnir færðu bátinn í kaf
og drukknuðu þar 2 menn, en sýslumaður komst
af við annan mann, þrekaður mjög.
Margir minnast þess, þegar brezki togarinn
Chieftain, skipstjóri Edward West, var stað-
inn að ólöglegum veiðum við Bjarneyjar á
Breiðafirði, varði fylgdarmönnum sýslumanns
Barnastrandarsýslu uppgöngu á skipið með
öxum og bareflum, en sigldi með Guðmund
Björnsson sýslumann og Snæbjörn Kristjáns-
son hreppstjóra til Englands. — Einnig man
ég eftir því, þegar íslenzkt varðskip ætlaði að
taka Grimsbytogara í Arnarfirði, og brezki
skipstjórinn skipaði svo fyrir, að dælt skyldi
heitum sjó og kastað kolum í varðskipsmenn,
þegar þeir nálguðust. Sjálfur skipstjórinn,
William Loftis að nafni, kastaði vatnsfötu í
höfuð íslenzka stýrimannsins, svo hlauzt af
talsverður áverki.
Þar sem margir íslendingar munu ókunnugir
byrjun togveiða hér við land, ætla ég að víkja
lítils háttar að því efni. Styðst ég þar að mestu
leyti við skýrslu enska fiskifræðingsins Ernest
W. Holt.
Sumarið 1891 sendu Bretar í fyrsta sinn
gufutogara til veiða við Island. Hann hét
„Aquarius" og var frá Grimsby. Hann kom
upp að Ingólfshöfða. Togaramenn kölluðu höfð-
ann „Ingol’s Hoof“, og það festist svo í málinu
hjá þeim, að þeir hafa aldrei getað nefnt höfð-
ann sínu rétta nafni. Skipið fyllti sig þarna
af skarkola, lúðu og ýsu. Öllum öðrum fiski var
fleygt. Var togað á 6—7 faðma dýpi, sem er
auðvitað alveg upp undir fjöruborði.
Næstu sumur sendu Bretar fleiri og fleiri
skip til Islands, og færðu þeir sig smám saman
bæði vestur og austur með landinu. Alstaðar
gerðist sama sagan: Bretar hirtu einungis kola
og lúðu, jafnvel ýsu var stundum fleygt. 1895—
1896 munu þeir hafa komið á Faxaflóa innan-
verðan. Þá byrjaði nú fyrir alvöru rányrkjan.
Varpan fylltist hjá þeim á skömmum tíma,
mestmegnis af smáum og stórum þorski, sem
þeir þó ekki vildu, en alltaf var mikið af kola,
lúðu og ýsu innan um. Auðvitað var þorskur-
inn allur dauður, þegar hann fór í hafið aftur.
Ég talaði einu sinni við gamlan mann í
Grimsby, sem hafði verið háseti á einum þeirra
togara, sem fyrstir fóru til veiða við Island.
Hann sagði mér margt. Meðal annars sagði
hann frá einni ferð, sem þeir fóru til Dyrhóla-
eyjar. Þar fylltu þeir skipið á þrem sólarhring-
um. Það var mesta erfiðið, sagði gamli maður-
inn, að koma öllum þorskinum út aftur, hann
var svo stór og feitur. Hann sagði ennfremur,
að skipstjóranum hefði verið illa við þetta, því
hann heyrði hann segja: „We will soon be glad
to get that“. Það kom líka á daginn, að þeir
urðu fegnir að hirða þann gula, og reyndist
oft erfitt að ná í hann.
Ég veit, að mörgum íslendingum hitnar í
hamsi vegna hinnar lubbalegu framkomu
brezkra togaraeigenda í okkar garð, þar sem
þeir víla jafnvel ekki fyrir sér að útbreiða þau
ósannindi, að íslenzkum togurum leyfist að fiska
innan hinnar nýju friðunarlínu.
Ætla ég að lokum að snúa máli mínu til yngri
mannanna hér í Reykjavík og öðrum sjávar-
þorpum, því ég veit að þeir eru örari en við,
sem erum orðnir rosknir. Stillið skap ykkar,
ungu menn, og verið ekki með ýfingar, þótt
þið hittið fyrir Breta. Slíkt er alveg þýðingar-
laust og getur ekki gert annað en skaða okkar
góða málstað. I flestum tilfellum myndu það
verða alsaklausir menn, sem fyrir því yrðu. I
hina náið þið hvort sem er ekki, sem verðskulda
flenginguna. _____
STAKA
Byrjar stríð með ári enn,
ævin líður svona.
Einhvers bíða allir menn,
óska, kvíða og vona.
Páll Ólafsson.
V í K I N G U R
13