Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Blaðsíða 26
eins getað fengið olíu £ einni höfn á Grænlandi, Færey-
ingahöfn, en aðeins gegn bankatryggingu í dollurum og
á okurverði, þótt öðrum þjóðum hafi verið seld olían
fyrir sína eigin mynt.
Allan tímann síðan sambandslögunum var sagt upp,
hafa Færeyingar hér við land og hér á landi notið
sömu réttinda og landsmenn sjálfir, og það víst með-
fram fyrir tilmæli frá Danmörku. Það væri nú ekki
mikið við þetta að athuga, ef með þessu hefði skapazt
raunverulega jöfn hagsmunaaðstaða fyrir færeyska og
íslenzka útgerðarmenn og jöfn aðstaða fyrir færeyska
og íslenzka sjómenn. En það er þetta, sem ekki er.
Eftir að Færeyingar og íslendingar hafa haft jafna
aðstöðu hér á vetrarvertíð, hafa allir bjargræðismögu-
leikar verið á enda fyrir íslenzku útgerðina. Þeir sömu
Danir, sem hafa verið betlandi á okkur fyrir Færey-
inga, hafa samtímis bannað okkur öll bjargráð á Græn-
landi, sem þó er vort eigið land, en ekki þeirra. En
undir keppinauta vora, Norðmenn og Færeyinga, hafa
Danir óspart hlaðið, svo að við Færeyingum hefur í
lok vetrarvertíðar blasað önnur enn meiri uppgripa-
vertíð við Grænland allt fram á haust, vertíð, sem ekki
hefur aðeins verið uppgripameiri en vetrarvertíðin,
heldur einnig valdið miklu minna sliti á skipum, mönn-
um, veiðarfærum og útbúnaði, því sömu veiðarfærin
munu oftast hafa dugað Færeyingum fram á haust.
Auk Færeyingahafnar hafa Færeyingar víst átt að-
gang að einum fimm öðrum höfnum, og síðustu tvö
sumurin, má ske, að öllum höfnum á Vestur-Grænlandi.
Þeir hafa mátt stunda veiðar sínar inni í sundum og
uppi við landsteina svo og inni á fjörðum, að minnsta
kosti öllum óbyggðum fjörðum. Eru þetta stórkostleg
hlunnindi, því á Grænlandi sækir fiskurinn mjög að
landinu, því þar hlýnar heimskautssjórinn fyrst og
mest af grjótinu og landinu, þar hrygnir loðnan á
vorin, og liggur þorskurinn í henni, og svo hrygnir
mikið af þoskinum alveg uppi við land. Og að lokum
hefur Danastjórn gefið Færeýingum leyfi til að nema
óðöl feðra vorra á Grænlandi, og er það landnám sam-
kvæmt dönskum fregnum byrjað með ríflegum styrk
frá Danmörku í tveimur fjörðum, og ekki þeim lökustu.
Það væri nú sðk sér, ef Danir ristu þessa þvengi
handa sér og Færeyingum — því ekki hafa þeir sjálfa
sig útundan — af eigin skinni. En þeir rista þetta allt
af bjórum íslendinga, því Grænland, með öllum þess
þess gæðum, er alíslenzk eign, en alls ekki dönsk, og
svo vita menn, að þau réttindi, sem Færeyingar og
Danir hafa hér við land, eru ekki rist af nára Dan-
merkur. Ég tala svo af ásettu ráði, því sú útgerð er,
að minnsta kosti hvað hagnaðinn snertir, að verulegu
leyti dönsk. Stórkaupmenn í Danmörku lána færeysk-
um útgerðarmönnum peninga og alls konar vörur til
skipanna og til sölu á eyjunum og fá í staðinn frá
þeim fiskinn. Annar bankinn í Færeyjum hefur alla
tíma verið danskur, en féð í hinum mun nú einnig vera
orðið danskt eða sá banki með einhverjum hætti kom-
inn undir danskt vald. — Þegar Danir biðja okkur um
að miskuna okkur yfir Færeyinga, eru þeir í raun og
veru að biðja um ölmusu handa sjálfum sér.
Þær áskoranir og samþykktir, sem borizt hafa þingi
og stjórn og stutt hafa þingsályktunartillögur Péturs
Ottesens í Grænlandsmálinu, hafa farið í rétta átt. En í
þingsálytkunartillögum Péturs er, svo sem kunnugt er,
krafizt, að landsstjórn vor vindi bráðan bug að því, að
viðurkenndur verði atvinnu- og yfirráðaréttur íslend-
inga á Grænlandi, og það mál sótt í alþjóðadóm, láti
Danir ekki viljugir undan réttmætri kröfu vorri um
þetta. Það vantar mikið á, að útgerðarmenn og sjó-
menn hafi lagt þessari hlið málsins nægilegt lið. Það
þarf að herða róðurinn á þetta borð, og einkanlega
leggja áherzlu á það, að sækja málið tafarlaust í dóm,
vilji Danir ekki unna oss laga og réttar á Grænlandi.
Vér erum þegar búnir að bíða ómetanlegt tjón af drætti
þessa máls.
Þær fundasamþykktir, er einungis hafa farið fram á
það, að íslendingar fengju afnot af höfnum — sumar
eru svo lítilþægar, að nefna aðeins eina höfn — og
íðstöðu til atvinnureksturs á Grænlandi, ganga alltof
skammt og fara að vissu leyti einnig í skakka átt.
Hvernig hugsa þessir menn, að landsstjórn vor komi
þessum óskum þeirra fram? Halda þeir, að Dana-
stjórn sé eins greiðvikin og vor stjórn, er Danir eru
að betla á henni um réttindi fyrir Færeyinga ( en í
raun og veru fyrir heildsalana í Kaupmannahöfn), svo
ekki þurfi annað en nefna þetta við Dani?
En hví er Dönum það svo mikið kappmál, að fá
svona beiðni héðan, sem þeir þó alls ekki ætla sér að
veita?
Af því, ef slík beiðni kæmi frá íslandi til Danmerk-
ur, mundi vera hægt að túlka það sem sönnun fyrir
því, að ísland væri búið að gefa Grænland upp og
teldi sig ekki lengur eiga það, og því næst og þar að
auki má búast við að það yrði túlkað sem viðurkenn-
ing íslands á því, að Danmörk ætti yfirráðaréttinn á
Grænlandi. Danmörk veit það öllum betur, að hún á
engan löglegan yfirráðarétt á Grænlandi og eins hitt,
að það er ísland, sem á hann. Sjómenn, útgerðarmenn
og allur annar almúgi þessa lands vitið, að þetta er
satt!
Sjómenn og útgerðarmenn og allir íslendingar! Skip-
ið ykkur í þéttan hnapp um þingsályktunartillögur
Péturs Ottesens.
Hættið að biðja íslenzku landsstjórnina um hafnir
á Grænlandi, en sendið henni í þess stað skýrar áskor-
anir um að setja strax bráðabirgðalög, og láta með
þeim í gildi ganga gagnvart dönskulm og færeyskum
fiskiskipum, dönskum og færeyskum mönnum og dönsk-
um og færeyskum atvinnurekstri nákvæmlega sömu
reglur hér á landi og Danir beita nú gegn íslenzkum
skipum og íslenzkum atvinnurekstri á Grænlandi, og
láta brot á þeim varða sömu refsingu og í núgildandi
lokunarlögum Grænlands frá 18. marz 1776, þ. e. upp-
töku skips og farms. Slík aðgerð af vorri hálfu mundi
vera algerlega lögleg og ekki óvinsamleg af vorri hálfu,
er nú eigum eftirleikinn. Á 18. öld, er einokun og lok-
un Grænlands var komið á fót, að tilhlutun Hans
Egedes, í þeim tilgangi að gera alla Grænlendinga að
þrælum (Slaver), var þetta varla ólöglegra þar en það
þrælahald og kaupþrælkun sú og lokun, er þá var al-
geng í nýlendum. En eftir að þessir stjórnarhættir á
Grænlandi komust í andstöðu við hinn almenna hluta
þjóðaréttarins, h'afa Danir — í verzlunarsamning-
um — fengið leyfi flestallra ríkja, er málið skiptir,
nema Hollands og íslands, til þess að hafa núverandi
VÍKIN □ U R
26