Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Blaðsíða 37
m
2/12. Vetrarveður hefur verið í
Englandi að undanförnu. — Norð-
menn gefa Islendingum jólatré.
Verður það sent með Gullfossi,
sem flytur 13.000 jólatré hingað
frá Noregi
•
3/12. Átta manns með lömun-
arveiki í Grænlandi. — Taft ræðst
heiftarlega á stefnu Eisenhowers
í verkalýðsmálunum. Eisenhower
skipar verkamálaráðherra í trássi
við Taft-sinna. — Dauðadómun-
um í Prag, yfir hinum 11 komm-
únistaleiðtogum, var fullnægt í
gær. — Danska skipið Havörnen
strandaði við Yarmouth og hefur
13 manns af 25 manna áhöfn ver-
ið bjargað.
•
5/12. Bonnstjórnin ákveður að
fresta atkvæðagreiðslu um Þýzka-
landssamningana. Kom það eins
og þruma úr heiðskíru lofti. —
Eisenhower á heimleið úr Kóreu-
förinni. Dvaldi þar þrjá daga og
athu&aði vígstöðuna, en annar
árangur ekki sýnilegur.
•
9/12. Svíar gera tilraun með
fiskinet úr nylon. — Fyrirtæki í
Nýfundnalandi opnar fiskfrysti-
stöð í Þýzkalandi. — Aðalritari í
Landssambandi verkalýðsfélag-
anna í Túnis var myrtur í gær
fyrir utan borgina. Talið er að
þetta pólitíska morð spilli sam-
komulagi Frakka og Túnismanna.
— Hjúkrunargögn handa lömun-
arveikisjúklingum í Grænlandi
komu með Gullfossi í gær og
voru send héðan með Grænlands-
fari í gærkvöldi. — Færeyingar
hyggja á útvíkkun landhelginnar.
•
7/12. 1. desember var lækkuð
dýrtíðin í Noregi. Hef*iur verð
verið lækkað á 20-30 lífsnauð-
synjum fólksins.
9/12. Handtökunum heldur á-
fram í Tékkóslóvakíu. Fimm fyrr-
verandi ráðherrar handteknir í
gær, segir útvarpið í Belgrad. —
Eisenhower ræðir við ráðherra
sína um Kóreumálin. — Sótsvört
Lundúnaþoka lamar allt atvinnu-
Iífið þar í borg. Umferðaröng-
þveiti og slys tíð. — 50 falla í
götubardögum í Casablanca.
•
10/12. Mikill skortur er á alls
konar matvöru í Austur-Þýzka-
landi. Grotewohl rekur birgða-
málaráðherrann. — Norðmenn eru
á eftir áætlun með landvarnir
sinar. — Stjórnarkreppa yfirvof-
andi í Bonn í gærkvöldi. Hæsti-
réttur dæmir aðild Yestur-Þýzka-
lands óheimila samkvæmt stjórn-
arskránni. — 1 dag er mannrétt-
indayfirlýsingar Sameinuðu þjóð-
anna minnzt um allan heim.
•
12/12. Truman forseti segir
Kóreuför Eisenhowers vera lýð-
skrum. Á blaðamannafundi i gær
sakaði hann MacArthur um að
hafa gefið sér villandi upplýs-
ingar. — Samið hefur nú verið
um viðskipti milli Breta og Norð-
manna fyrir árið 1953.
•
13/12. Síldarafli Norðmanna
hefur verið meiri nú í ár en
nokkurt annað ár. — Erlendir
sjómenn þurfa nú vegabréfasárit-
un og landgönguheimild i banda-
rískum höfnum.
•
14/12. Fundur Atlantshafsráðs-
ins hefst í París á morgun. — 20
ríki sækja um upptöku í S. þ.
•
16/12. Gin- og klaufaveiki herj-
ar í Finnlandi. — Nýtt úr, sem
getur gengið öldum saman. Stór-
kostleg uppfinning svissneskra
vísindamanna. — 82 fangar skotn-
ir í uppþoti í fangabúðum S. þ. í
Kóreu. Sumir þessara fanga stóðu
fyrir uppreisninni á Kojeey.
•
17/12. Ismay lávarður vill flytja
verkafólk milli Atlantshafsbanda-
lagsríkjanna eftir þörfum. Bar
hann tillöguna fram á Atlants-
hafsbandalagsfundi. — 4 milljónir
krabbameinssjúklinga hafa fengið
aðhlynningu í krabbameinssjúkra
húsi New York borgar. Er sjúkra-
húsið 70 ára um þessar mundir. —
Mountbatten lávarður liefur verið
skipaður yfirmaður varna við
Miðjarðarhaf. — Styrjöldin í Indó-
Kína er Frökkum dýr. — Vaxandi
andúðar í garð íslands gætir í
umræðum danskra blaða um
handritamálið. Er nú forðast að
tala um íslenzku handritin og
þykir hentara að kalla þau nor-
ræn. Hvaða skuld höfum við ís-
landi að gjalda? er spurt í Dan-
mörku.
•
18/12. Eden varar við hervæð-
ingu Austur-Þýzkalands. — Tító
slítur stjórnmálasambandi við
páfastól.
•
20/12. Hvalkjöt er mikilsverð
eggjahvítuefnislind. — 12 þúsund
smálesta bandrískt farþegaskip
strandaði undan ströndum Liban-
on. 500 farþegar eru um borð.
•
24/12. Ein stjórnarkreppa enn
í Frakklandi. — Bretar óttast út-
færslu á landhelgi Irlands og
Grænlands.
•
28/12. Churchill fer væntanlega
á fund Eisenhowers í byrjun
næsta árs. — Spilling meðal opin-
berra starfsmanna erfitt vanda-
mál í Sovétríkjunum. — Naguib
tekur stórjarðir eignarnámi. —
Nylonvörpurnar hafa gefið þre-
fallt betri veiðiárangur heldur en
hamp- og bómullarvörpur. —
Alexandrine drottning er mikið
veik. — Stalin segist ekki ófús
að ræða við Eisenhower, og segir
styrjöld milli Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna ekki óumflýjan-
lega.
30/12. Alexandrine drottning
andaðist á sunnudagsmorgun. —
JúgósIavar.Tyrkir og Grikkir und-
irbúa varnarbandalag.
VIKINGUR
37