Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Blaðsíða 33
Árið 1936 var ráðinn fulltrúi til að hafa með höndum slysavam- ir á landi. Hefur Jón Oddgeir Jónsson gegnt því starfi alla stund síðan. — Árið 1944 var Henry A. Hálfdansson ráðinn skrifstofustjóri félagsins og gegnir hann enn því starfi. — Árið 1949 lét Jón E. Bergsveins- son af erindarekastörfum fyrir aldurs sakir. Hefur Guðmundur G. Pétursson verið erindreki fé- lagsins síðan. Félagið hefur í tilefni af 25 ára afmæli sínu gefið út allstórt afmælisrit, 232 blaðsíður að stærð, þar sem saga félagsins er rakin og í alllöngum inn- gangskafla greint frá slysförum og tilraunum til slysavarna fyrir daga félags- ins. — Hefur Gils Guðmundsson tekið bókina saman. Slysavarnafélagi íslands hafa í tilefni af af- mælinu borizt margar gjafir og fjöldi heilla- óska frá fyrirtækjum, stofnunum og einstakl- ingum. Félagsdeildir víðs vegar um land hafa haldið samkomur og minnst þessara merku tímamóta í sögu S.V.F.I. Miðvikudaginn 28. janúar héldu Reykjavíkurdeildir félagsins sam- eiginlega samkomu í Sjálfstæðishúsinu og minntust afmælisins. Sigurjón Á. Ólafsson stjórnaði samkomunni. Margar ræður voru fluttar. — Frú Guðrún Jónasson, formaður kvennadeildarinnar, afhenti forseta félagsins 25 þúsund króna afmælisgjöf frá deildinni og séra Óskar J. Þorláksson, formaður „Ingólfs“, afhenti gjafir frá þeirri deild, er námu sam- tals 45 þúsund krónum. * * * Þó að Slysavamafélagið hafi á liðnum aldar- fjórðungi unnið mikið og þjóðnýtt starf og látið margt gott af sér leiða, eru verkefnin mörg, sem við blasa í náinni framtíð. Félagið þarf því enn að eflast og færast í aukana, ef því á að reynast kleift að sinna hinum margvíslegu kröfum, sem til þess munu gerðar í framtíð- inni. Slysavarnastarfsemin er þess eðlis, að þar er aldrei nóg að gert, þar getur enginn endir á orðið. Bezta óskin félaginu til handa er því sú, að það megi í æ ríkari mæli vera þeim vanda vaxið, að vinna lið hinu góða málefni, er það hefur helgað sér. * * * Myndin að ofan til hægri - er af Henry A. Hálfdanssyni á skrifstofu sinni. Hann hefur verið skrifstofu- stjóri félagsins síðan 1944. Myndin til vinstri er af Guðmundi G. Péturssyni erindreka S.V.F.I. og Þuríði Hjörleifsdóttur skrifstofu- stúlku. V í K I N □ U R 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.