Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Blaðsíða 22
. Sjávarútvegurinn 1951 Nokkur atriði nr skýrslu Landsbanka fslands Fyrir skömmu er komin út skýrsla Landsbanka ís- lands fyrir árið 1951. Er hún allstórt rit og flytur að vanda mjög yfirgripsmikinn fróðleik um atvinnuvegi landsmanna. Fara hér á eftir nokkur atriði skýrslunn- ar, er segja frá hag og afkomu sjávarútvegsins á um- ræddu ári. — Þess skal getið til skýringar, að tölur þær, sem hafðar eru í svigum, eru tölur næsta árs á undan (1950). Afkoma útvegsins. Afkoma útgerðarinnar var heldur betri 1951 en und- anfarin ár. í ársbyrjun var tekið upp hið svokallaða bátagjaldeyi-isfyrirkomulag, en samkvæmt því fengu útvegsmenn til ráðstöfunar helming andvirðis útfluttra bátaafurða, annarra en síldarafurða og þorskalýsis, í erlendum gjaldeyri. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir átti mikill hluti bátaflotans við erfiðleika að stríða vegna afiabrests, sem einkum var tilfinnanlegur á Vestfjörð- um. Meðalafli báta í róðri hefur farið jafnt og þétt minnkandi hin síðari ár. Skuldaskilasjóður lauk störf- um á árinu, og var með starfsemi hans ráðin mikil bót á fjárhag þtirra bátaútgerðarfyrirtækja, sem til hans leituðu. Útgerð margra togara gekk erfiðlega á árinu. Markaður fyrir ísfisk var góður, og jókst ís- fisksútflutningurinn á ný, enda hafði togaraverkfallið 1950 átt meginþátt í því, hve útflutningur var lítill á því ári. Aðrar helztu breytingar, sem urðu á verkun aflans á árinu, voru þær, að saltfisksframleiðslan dróst aftur nokkuð saman og freðfisksframleiðslan jókst, enda gekk vel með sölu freðfisks erlendis, einkum vegna hins ágæta markaðs, sem fyrir hann hefur unnizt í Bandaríkjunum. Herzla á fiski fór mjög vaxandi á árinu, en sú verkunaraðferð hefur ekki verið notuð að ráði um langt skeið. — Yfirleitt gekk sala sjávaraf- urða á erlendum mörkuðum greiðlega á árinu, og var verðlag hátt. Verð á fiskimjöli lækkaði þó allmikið. Hins vegar var verð á síldarafurðum afburðagott, og vegna hins háa verðlags varð afkoma nokkurra síld- veiðiskipa ágæt um sumarið, enda þótt meðalveiðin væri rýr. Þátttaka í útgerö. Á árinu voru gerðir út á veiðar 46 (45) togarar og tala úthaldsdaga þeirra á veiðum 13.293 (9.157). Af gömlu togurunum voru 5 (9) gerðir út á árinu. Meðal- úthaldstími allra togaranna varð 289 (204) dagar. Það dró meðalúthaldstímann nokkuð niður, að gömlu togar- arnir voru aðeins gerðir út nokkurn hluta ársins og nokkrir hinna sjö nýju togara bættust í flotann, er all- mikið var á árið liðið. ísfisksveiðar voru mest stund- aðar, og voru úthaldsdagar 5.929 (3.429). Á veiðum í salt voru úthaldsdagar 2.012 (2.549) og 4.820 (2.779) á karlaveiðum. Á síldveiðar fóru 9 (7) togarar, og voru úthaldsdagar 532 (400). Nokkur línugufuskip voru gerð út á síldveiðar, en ekki á aðrar veiðar. Þorsk- veiðar með lóð og netjum voru stundaðar líkt og árið áður, og varð tala þeirra báta, sem þær veiðar stund- uðu, hæst í maí. — Dragnótaveiði var stunduð af líkum fjölda skipa og árið áður, og urðu þau flest í júní 89 (júní 95). ísfisksflutningur annarra skipa en veiðiskipa eru nú að mestu úr sögunni. Um þátttölcu í síldveiðum er getið síðar í kaflanum. Afli. Heildaraflamagn ársins 1951 nam 418 (368) þúsund tonnum, miðað við fisk upp úr sjó, og skiptist þannig á fisktegundir (í þús. tonna): síld 85 (60), þorskur 182 (186), ufsi 16 (15), karfi 37 (71), ýsa 16 (19), steinbítur 7 (6), langa 2,8 (3,3), keila 1,3 (1,5), skar- kofi 3,3 (2,7), heilagfiski 1,9 (0,9), annar flatfiskur 1,0 (1,1) og sundurliðað 65 (-). Heildarafli togaranna, að undanskilinni síld, nam 204 (155) þús. tonnum, þar af var þorskur 77 (70) þús. tonn, karli 36 (71) þús. tonn og ufsi 12 (5) þús. tonn. Heildaraflinn, að undan- skilinni síld, hefur verið sem hér segir undanfarin ár (í þús. tonna): 1947: 260, 1948: 317, 1949: 323, 1950: 307, 1951: 333. Hlutur síldarinnar í heildaraflanum jókst nokkuð, og var hann 20,3% 1951, en 16,5% árið 1950. Skipting aflans á þorskveiðum 1950 var eftir verkunaraðferðum á þessa leið: ísaður fiskur fluttur út af skipum, sem veiddu hann, 18,0 (11,4)%, ísfiskur seldur í flutningsskip 0,3 0,8)%, fiskur til frystingar 32,6 (21,7)%, fiskur til herzlu 2,4 (0,2)%, fiskur til niðursuðu 0,0 (0,0)%, fiskur í salt 22,0 (37,9)%, fisk- ur settur í fiskimjölsverksmiðjur 23,6 (27,2% og fiskur til neyzlu innan lands 1,1 (0,8)%. FÍ8kiskipa8tóllinn. í lok ársins 1950 kom til landsins hinn ^yrsti af nýju togurunum 10, sem samið hafði verið um smíði á í Bretlandi 1948. Á árinu 1951 komu 7 nýir togarar til landsins í viðbót. Skip þessi eru 681-732 brúttórúm- lestir að stærð og innflutningsverð hvers þeirra 8.250 þús. kr. Á árinu 1951 voru keypt til landsins fjögur hvalveiðiskip frá Noregi, og eru þau öll um 250 rúm- lestir að stærð, og samanlagt innílutningsverð þeirra var 2.040 þús. kr. Skip þessi höfðu að undanförnu verið leigð til hvalveiða hér við land. Loks voru keypt til landsins 5 mótorskip, 46-82 rúmlestir að stærð, og voru 22 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.