Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Blaðsíða 4
og slæmrar aðbúðar. Sjómenn hljóta því einnig að gera sér ljósa menningarábyrgð sinnar stétt- ar og vinna að heilbrigðri málsköpun og mál- vernd. Sú málsköpun og málvernd verður í senn að gerast í talmáli og ritmáli. Þó að hægt sé að hafa talsverð áhrif á talmál, ef vilji og skiln- ingur er fyrir hendi, fær mál þó íyrst og fremst slípun og festu, þegar farið er að beita því sem ritmáli. Nú er því þannig varið, að minna hefur verið ritað á íslenzku um sjóvinnu og sjómanna- líf en efni standa til. Að vísu hafa nokkrir íslenzkir rithöfundar, svo sem Hagalín, Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson og fleiri valið sér yrkisefni úr sjómannalífinu, en verulegar ís- lenzkar sjómannasögur — það er sögur, sem gerast á sjó og lýsa lífinu og starfinu þar, — eigum við ekki. Allmargar erlendar sjómanna- sögur hafa verið þýddar og sumar vel, en slíkt er ekki einhlítt. Sagan þarf að vaxa upp úr íslenzkum aðstæðum. Við þennan skort á sjómannabókmenntum bætist, að lítið hefur verið skrifað á íslenzku um sjómannsstarfið sem fag. Kennslubækur við Stýrimannaskólann eru sumar enn á erlendum málum. Þó hefur verið úr þessu bætt og í sum- um fögum vel. íslenzk siglingafræði hefur verið notuð síðan 1920, er siglingafræði Páls Hall- dórssonar, fyrrverandi skólastjóra Stýrimanna- skólans, kom út, en hann vann með henni merki- legt brautryðjandastarf. Sérstaklega tel ég þó, að íslenzku máli sé fengur að siglingafræði eftir núverandi skólastjóra Stýrimannaskólans, Frið- rik V. Ólafsson, en á þeirri bók er vandað íslenzkt mál, og höfundinum hefur tekizt vel að aðhæfa fagmálið íslenzkunni. Nú er nýlega komin út bók, sem í skírninni hefur hlotið heitið Verkleg sjóvinna. Útgefandi er Ársæll Jónasson, kafari, og er bókin tekin saman af honum og Henrik Thorlacíusi. Þetta er mikil bók, rúmar 400 blaðsíður, í stóru broti, með um 540 myndum og nær yfir flesta þætti sjómennskunnar, bæði verklega og fræðilega. Þar sem ég hef átt nokkurn þátt í prófarka- lestri þessarar bókar, skal ég víkja að henni nokkrum orðum sérstaklega í þessari hugvekju um sjómannamál. Vegna deilu þeirrar, sem risin er út af heiti bókarinnar, skal ég geta þess, að ég vildi fá því breytt, strax og ég kom að verkinu. Ég vildi, að aðlheiti bókarinnar væri: Handbók sjómanna og útvegsmanna, en sem undirtitill annaðhvort Kennslubók í sjó- vinnu eða Verkleg kennsla í sjóvinnu. Úr þessu varð þó ekki, m. a. vegna þess, að þá þegar var búið að prenta kápu bókarinnar, og auk þess vildi útgefandi bókarinnar enganveginn láta orðið verkleg falla brott úr heitinu. En 4 bókin nær yfir svo mörg sérfög sjómennskunn- ar, að hún verður fyrst og fremst að teljast handbók. Þessu til sönnunar þarf ekki annað en lesa fyrirsagnirnar á aðalköflunum: Sjó- vinna, Merkjagjafir, Viðhald skipsins, Skipa- gerð, Skipsmótorinn, Seglagerð, Um seglskip, Stjórn og notkun árabáta, Björgun mannslífa á sjó, Siglingin, Stöðugleiki skipa, Köfun. Ég er þess vegna enn sömu skoðunar um nafnið. Hins vegar met ég mikils þá virðingu, sem út- gefandi ber fyrir hinu verklega og þeirri áherzlu, sem hann leggur á það, að sjóvinnan sé fag engu síður en sjálf siglingafræðin. En það er í sjálfu sér að deila um keisarans skegg, að vera að deila um þetta heiti bókarinnar, mestu máli skiptir innihald hennar. Því ber ekki að neita, að á máli bókarinnar munu finn- ast ýmsir gallar, enda engin furða, þar sem margir kaflarnir eru frumsmíð á íslenzka tungu. Farið hefur verið bil beggja um notkun tökuorða og nýyrða. Þess vegna munu hinir kröfuhörðustu um íslenzkt mál telja tökuorð notuð í óhófi, en unnendum tökuorðanna mun finnast of mikið af lítt munntömum nýyrðum. I kaflanum um seglskip er til dæmis mjög mikið af tökuorðum og meira en mér fannst góðu hófi gegna, en sætti mig þó við það á þeirri forsendu, að hér væri frekar mál for- tíðarinnar en nútíðarinnar og bezt væri, að mál liðna tímans væri notað á þeim kafla. Þó munu menn liðna tímans ekki verða á einu máli um þetta. Hins vegar er meira af nýyrðum í öðr- um köflum, til dæmis um skipsmótorinn og skipagerð. Þá hefur og enn annað ráðið orðavali bókar- innar. Hún er í senn þýdd og frumsamin, og við hina einstöku kafla hennar unnu ýmsir sérfróðir menn hver að sinni fræðigrein. Af því stafar nokkurt ósamræmi í stíl, og einnig eru notuð fleiri en eitt orð um sama hugtakið, t. d. er ýmist talað um áttavita eða kompás. Einnig eru þarna öll þrjú orðin, lífbátur, björg- unarbátur og bjargbátur. Hefði ég átt að velja eitt af þessum þremur orðum, hefði ég tekið orðið björgunarbátur, en hins vegar sízt orðið bjargbátur. Það er að finna þarna, vegna þess að það er í lagagrein, sem tekin var orðrétt. Þá munu og sumir vilja hafa önnur orð um ýmis hugtök en þarna eru notuð. Þrátt fyrir þessa annmarka, sem eru á máli bókarinnar og hlutu að verða á því, tel ég, að íslenzku sjómannamáli sé fengur að henni, engu síður en hinu verklega fagi sjómanna mun fengur að henni. Með henni er íslenzkt sjó- mannamál að nokkru leyti sveigt undir lögmál íslenzkrar tungu, og hún kemur með mikinn VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.