Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Síða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Síða 6
hitt, að þegar stærri bátar komu til sögunnar, þá fóru menn aðallega að sækja vestur á Skaga- grunn, því á grunninu höfðu togarar sig lítt í frammi vegna botnlagsins (hraunbotn). önnur mið, sem grynnra liggja, hafa og mikið verið notuð, sérstaklega í lakari sjóveðr- um og þá haust og vetur. Á ég þar við hin svokölluðu Fljótamið, sem hafa verið og eru mjög fengsæl veiðipláss, og tengja menn miklar framtíðarvonir við þau, því þau liggja að langmestu leyti innan hinnar nýju markalínu landhelginnar ásamt Skaga- fjarðardjúpinu, sem var og er afar þýðingar- mikið veiðipláss flesta tíma árs“. Um Vestur- og Austurkantinn á Grímseyjar- grunni farast honum orð líkt og Filippusi Þor- valdssyni og telur togara og togbáta hafa lagt þau mið gersamlega undir sig og á góðri leið með að eyðileggja þau, einkum togbátarnir, „með sitt sífellda skrap“. Sveinbjörn Jóhannsson telur þessi gömlu og góðu mið alveg úr sögunni sem línumið. Enn segir Sveinbjörn: „Þar sem markalína land- helginnar liggur 4 sjómílur út af Gjögrí og Tjörnesi, með beinni línu á milli, þá liggur mjög mikið og gott veiðisvæði innan þessarar línu og er það afar þýðingarmikið fyrir smá- bátaútgerðina“. Frá Siglufirði og úr verstöðvum við Skaga- fjörð hafa mér ekki borizt svör, en úr þessu hafa Eyfirðingarnir bætt, eins og að framan sést, því mið þessara veiðistöðva allra mega heita hin sömu, nema skagfirzku innfjarðar- miðin, en þau liggja öll innan varnarlínunnar nýju. Skal því haldið á Húnaflóann, en hann hefur verið, ásamt Þistilfirði, mest ofsótti flóinn norðanlands af brezkum togurum, enda er lýs ingin ófögur, sem sýsluskrifari Friðjón Sig- urðsson í Hólmavík hefur gefið mér af sjó- sókninni á Húnaflóa og eyðileggingu fiskimiðr og veiðarfæra þar, en þannig farast honum orð: „Á haustin, sem oft gáfust hér ágætlega með afla, var lína lögð um allan Húnaflóa, innst sem yzt í nefndum „geira“. En nú undanfarin 3 ár má heita að fisklaust hafi verið á öllum innmiðum. Vorið 1950 var mikil fiskgengd inni í Birgisvíkurpolli, en frið- laust var vegna ágengni togara, sem sýndu fiskibátum hér hinn mesta yfirgang og mokuðu upp fiski á þessum slóðum. Þannig var þetta sömuleiðis 1951, en þá voru það sérstaklega erlendir togarar. Brezkir togarar sýndu þá fiskibátum hinn mesta yfirgang, svo lína var ekki lögð á þessum slóðum. Þá kom það ekki ósjaldan fyrir, að togar- arnir spilltu veiðarfærum fiskibátanna. öll fiskiveiði í Vatnsnesálnum hefur algerlega brugðizt s. 1. ár og enn er þar algerlega fisk- laust. Sjómenn hér við Steingrímsfjörð byggja vonir sínar á stækkun landhelgislínunnar og þykir þó að of skammt hafi verið farið, en um það tjáir víst ekki að ræða. Þess skal getið, að talsverður fiskur var hér í Steingrímsfirði s. 1. sumar og veiddist hann aðallega á færi á smábátum, en stóð stutt við. Nú eru sjómenn að vona að vorganga komi eftir venju á sama tíma og áður, þ. e. í marzlok eða aprílbyrjun. En óttast er þá, að togarar komi á slóðirnar og eyðileggi allt fyrir bátun- um, því gæzlu hér í flóanum hefur til þessa verið mjög ábótavant. Að endingu vil ég geta þess, að fiskibátar gerðir út frá Skagaströnd hafa oftast aflað talsvert meira en bátar hér. Þeir róa meira norður og út af Skalla, sem hefur reynzt happasælla, en þangað geta bátar héðan ekki farið, það er of langt, a. m. k. á veturna“. Þessi síðasta skýrsla upplýsir hvernig brezk- ir togarar hafa bætt gráu á svart ofan, því hún flettir ofan af því, að meðan íslenzka ríkis- stjórnin sýndi Bretum þá velvild, eftir tilmæl- um ríkisstjórnar Stóra-Bretlands, að fresta framkvæmdum reglugerðar frá 22. apríl 1950 um verndun fiskimiða fyrir Norðurlandi gagn- vart útlendingum, unz genginn væri dómurinn í Haag, þá launuðu enskir togaraskipstjórar þetta kurteisa vináttubragð með því m. a. að nota vel tækifærið eða hléið til þess að spilla bæði veiði og veiðarfærum Húnvetninga. Grímsey. Áður en ég kveð Norðurland þykir mér hlýða að minnast örlítið á Grímsey, því svo var til forna litið á eyna og gæði hennar, að þar mætti „her upp fæða“ og þangað leitaði Guðmundur Höfnin í Grímsey. VÍ Kl N GU R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.