Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Síða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Síða 7
ZJndan Hornbjargi. biskup góði með sitt flökkulið undan ofríki Sturlunga. Tveim árum áður en ég kom til Húsavíkur, eða vorið 1919, fóru nokkrir Húsvíkingar að stunda veiðar í eynni með þorskanet á tíma- bilinu frá miðjum apríl og fram til 20. maí. Gekk þorskurinn grunnt upp að eynni og inn í víkurnar og gaf veiðin góðan arð til ársins 1925, að dragnótabátar voru einnig komnir á þessar slóðir og spilltu henni. Húsvíkingar héldu áfram að stunda róðra frá Grímsey á vorin, breyttu veiðiaðferð og fóru með línu á hin dýpri og fjarlægari mið og gafst sæmilega næstu fimm ár, en svo komu útlendu togararnir, einkum brezkir, á miðin og þá var ekki lengur á þau sækjandi fyrir innlendu bátana. Á þeim árum var í Grímsey stórt hundrað manns heim- ilisfast, auk þeirra, sem við lágu á vorin. Nú munu eyjarskeggjar vera um sjötíu, og haldi svona áfram fækkuninni og brottflutningi úr eynni, má búast við því að Grímsey verði hin íslenzka St. Kilda. Norðvesturland og Vestfirðir. Vík ég mér vestur fyrir Strandir og verða þá á leið minni frá Horni að Ritnum þessar víkur: Hornvík, Hlöðuvík, Fljót og Aðalvík, sem áður voru fiskisæl útræði, Aðalvík um 300 manna verstöð og hreppur, en nú eru þær allar í eyði, mestmegnis sökum aflaleysis, og verður Slysavarnafélag Islands að halda við skipbrotsmannaskýlum á þessum stöðvum, svo mannlaust er þar orðið. Er þá komið að /safjaröardjúpi, en það er merkast allra fjarða landsins sökum þess, að þar var fyrst sett mið við ísland, er nefnist Kvíarmið og setti það landnámskonan Þuríður sundafyllir, sem fór frá Hálogalandi til Is- lands, ásamt syni sínum, Völu-Steini, og nam Bolungarvík og bjó í Vatnsnesi. Fyrir stað- setninguna tók hún til á kollótta af hverjum bónda á ísafirði, og mun ekki of goldið, því sjaldan eða aldrei hefur mið þetta brugðizt, sem lesa má í Sturlungu, en þar segir, að til landauðnar hafi horft við ísafjörð árið 1236 „áðr fiskr gekk upp á Kvíarmið“. En horfir nú ekki til landauðnar þar, þrátt fyrir „Kvíarmið"? Guðmundur H. Guðmunds- son, Engjaveg á ísafirði, svarar spurningum V I K I N G U R 1G1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.