Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Qupperneq 10
miðum, bæði innan og utan við landhelgislín-
una, þar til ördeyða var orðin.
Nú er allur fjörðurinn friðaður fyrir tog-
veiðum, enda sézt nú ekki, eins og undanfarin
ár, út af Oddbjarnarskeri reykur togaranna á
daginn og ljós þeirra á kvöldin héðan úr Flat-
ey.
Um útlit og horfur viðkomandi friðurlínunni
frá í vor spáir góðu eftir ekki lengri tíma“.
Úr bréfi Þórólfs er þetta: „Beztu lúðumiðin
eru við Bjarneyjarál, frá Brekadjúpi út á
Fell. Aðallega er sótt á „Brögð“ í Bjarneyjar-
ál, sem einnig er ágætt fiskimið. Sömuleiðis er
austasti hluti Grundarfjarðaráls sóttur, og eru
þar góð lúðu- og þorskamið, en Grundarf jarðar-
áll heitir dýpið austan Skútugrunns að Sig-
mundarbrún norður af Selskeri. Svo er Hö-
skuldseyjaráll, sem er mjó renna skammt frá
Höskuldsey, Þessi áll er og hefur verið aðal-
fiskimiðið frá Höskuldsey og héðan frá Stykk-
ishólmi, bæði vegna aflasældar, og svo er
skammt að sækja. Svo er fjöldi miða kringum
Höskuldsey. — Þessi mið voru öll innan
landhelgislínunnar nema Bjarneyjarmið; þau
voru flest utan hennar, nema Brekadjúp og
Stagleyjaráll.
Þá eru það djúpmiðin, og þá fyrst að geta
Kolluáls, sem liggur inn eftir Breiðafirði sunn-
anverðum við miðja bugt. Hann er til að byrja
með skammt frá Öndverðarnesi, en greinist síð-
ar í tvær kvíslar, er kemur inn fyrir Ólafsvík,
þar sem Skútugrunn skiptir honum í tvennt, en
svo sameinast hann aftur í eitt dýpi, er kemur
NA af Grundarfirði, og er hann kemur norður
af Selskeri, heitir hann Bjarneyjaráll, sem end-
ar í Brekadjúpi. Þetta dýpi er aðalæð fyrir
fiskigöngur inn Breiðafjörð, og sé því lokað
af togurum, hefur það mikil áhrif á fiskveið-
arnar í innbugtinni, og því þarf sterka vörn
við Jökulinn, er líður fram í febrúar—marz,
svo göngur komist óhindraðar inn um bugtina.
Það hefur greinilega komið í ljós nú síðari
árin, því svo má heita, að hér hafi verið þurr
sjór síðan um 1948, eða frá því hinna erlendu
togara tók að gæta hér aftur eftir styrjaldar-
lokin en það voru mikil viðbrigði frá því sem
áður var“.
Þá rekur Kristján lestina breiðfirzku og seg-
ir: „Flest fiskimið, sem smábátar sækja héðan,
eru innan þriggja mílna landhelgi, því mest
eru þau notuð hér vegna vondra hafnarskil-
yrða.
Það er svæðið frá Dritvík og inn á móts við
Ólafsvík, syðri brún Kolluáls. Þeir fáu, stóru
bátar, sem hér hafa róið, sækja ofast lengra út
af Beruvík og Öndverðarnesi og á norðurbrún
Kolluáls, sem nú er innan hínnar nýju land-
helgi.
Mesta athygli mun vekja hjá okkur hvaða
breytingum hin miklu fiskimið munu taka, sem
eru 3—4 sjómílur vestur af öndverðarnesi og
hafa verið þurrausin af togurum hin síðari ár.
Svo er dragnótasvæðið austan við Öndverðar-
nes. Við hér væntum góðs af friðun þess í fram-
tíðinni og sama er að segja um hin stóru drag-
nótasvæði á Ólafsvík. Að endingu þetta: Allir
hér vænta mikils góðs af friðun Breiðafjarðar“.
Faxaflói.
Þá er komið að risa hinna íslenzku flóa og
fjarða, ekki aðeins hvað stærð snertir, heldur
engu síður, eða reyndar miklu fremur, fyrir þá
ómetanlegu þýðingu, er hann hefur sem sann-
kallað móðurland eða fósturflói allra nytja-
fiska í hafinu kringum Island eða í öllu Norð-
ur-Atlantshafinu. Um hann verður háð harð-
asta rimman.
Annars vegar stendur öll íslenzka þjóðin, og
með henni allir helztu fiskifræðingar, sem
kynnt hafa sér málið og líta hlutlaust á nauð-
syn þess, að friða Faxaflóa fyrir ágangi tog-
ara, togbáta og dragnótabáta. Hinumegin eru
svo hinir ásælnu Bretar, sem um aldaraðir, eða
frá því þeir urðu öðrum þjóðum yfirsterkari
á sjónum, hafa sent fiskveiðiskip sín inn að
ströndum og inn í firði og flóa annarra þjóða,
til þess að reka þar skefjalausa rányrkju og
eyðileggja fiskimið náungans, eins og þeir sjálf-
ir eru búnir að þurrka upp Norðursjóinn með
togaraútgerð sinni. Bretar vilja Faxaflóa feig-
an, vilja halda áfram rányrkjunni þar, gæt-
andi ekki að því, að með þessu móti eru þeir
hvorttveggja í senn, að gera Island óbyggilegt
og eyða bæði fyrir sér og öðrum þjóðum fisk-
veiðimöguleikum í Norður-Atlantshafi, með því
að drepa ungviðið á helztu uppeldisstöðvum
þess. Og hið merkilega skeður, að Frakkar virð-
ast ætla að gerast taglhnýtingar Breta í þessari
skemmdarstarfsemi.
Vonandi áttar þessi gáfaða þjóð, eða stjórn-
endur hennar, sig á því, hvaða hermdarverk
hún er að vinna íslenzku þjóðinni með því að
gerast bergmál Bretans í landhelgismáli okkar
Islendinga.
Um hina aðkallandi nauðsyn á friðun Faxa-
flóa er ýtarleg greinargerð á þingskjali 599 á
69. löggjafarþingi okkar, með tillögu til þings-
ályktunar um friðun Faxaflóa frá alþingis-
manninum Pétri Ottesen, sem samþykkt var á
Alþingi 16. maí 1950, og segir þar m. a. svo:
„Það orkar ekki tvímælis, að aflatregðan í
Faxaflóa á rót sína að rekja til skefjalausra
104
V í K I N G U R