Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Side 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Side 11
botnvörpu- og dragnótaveiða á þessum slóðum. í Faxaflóa eru víðáttumiklar klakstöðvar, og þar eru ennfremur einhverjar þýðingarmestu uppeldisstöðvar nytjafiska. Fiskgengd er því ávallt mikil í flóanum, enda virðurkennt að fornu og nýju, að þar séu einhver fiskisælustu mið við strendur þessa lands. Friðun Faxaflóa fyrir botnvörpu og drag- nótaveiðum er því óneitanlega mjög þýðingar- mikill þáttur í þeirri sjálfsbjargarviðleitni Is- lendinga að koma í veg fyrir hóflausa rányrkju á fiskimiðunum með aukinni friðun til verndar fiskstofninum og því til öryggis og tryggingar, að fiskveiðar hér geti í framtíðinni orðið Is- lendingum lífvænlegur atvinnuvegur“. Úr verstöðvum við Faxaflóa hafa mér aðeins borizt tvær skýrslur, en í bókinni „Sjósókn“, sem eru hinar fróðlegu endurminningar Erlends Björnssonar á Breiðabólsstöðum, skráðar af séra Jóni Thorarensen, er mjög ýtarleg lýsing af fiskimiðum í flóanum með glöggum upp- drætti af svæðinu frá Skipaskaga að Miðnesi, og vísast til nefndrar bókar, bls. 129—135. Þeir, sem skýrslur hafa sent mér, eru Ólafur Þórðarson, skipstjóri og útgerðarmaður í Hafn- arfirði, og Gísli Sighvatsson, Sólbakka, Garði, eftir beiðni Guðjóns S. Magnússonar, Valbraut. Þegar Ólafur hefur greint frá tölu togara og stærri línubáta, sem gerðir eru út frá Hafnar- firði, svo og frá djúpmiðum, sem þessir stærri bátar sækja á og að afli þeirra hafi farið batn- andi, segir hann um minni báta: „Síðla sumars fóru margir árabátar og trillur héðan út í f jarð- armynnið og fiskuðu þar smáýsu. Þurftu þeir ekki að fara lengra en út að Helgaskersbungu. Að smáýsa gangi hér inn á fjörð, hefur ekki skeð í tugi ára. Annað, sem sjáanlega hefur breytzt vegna friðunarinnar er það, að línu- bátar hafa í vetur fengið á línuna töluvert meira af ýsu í hverri lögn en undangengin ár. Þetta tvennt tel ég að sé ávöxtur friðunar- innar. Við hér vonum að á næstu tímum örfist veiðin á grunnmiðum hér við flóann“. Skýrsla Gísla er einhver fullkomnasta og ýtarlegasta upptalning og staðsetning miða, sem mér hefur borizt og hefði henni fylgt upp- dráttur, eins og frá Filippusi Þorvaldssyni, hefði hún verið enn meiri gersemi. Vel skil ég, að Gísli leggi ekki á sig það erfiði, en ef hann les þessar línur og hefur til þess tómstundir, þá bið ég hann að semja kort- ið, bæði fyrir mig og Garðbúa, því honum er til þess treystandi, það hermir skýrslan. Fyrst gerir Gísli grein fyrir grynnstu mið- um vestur með landinu. Eru þau átta. Svo telur hann miðin „á sandinum", frá grynnstu hraun- miðum fram að svonefndri miðabrún, og eru þau þrjú. Dýpsta miðið er „Súluáll“, sem vana- legt er að sækja á. En svo kemur talning fengsælustu miðanna, sem ekki eru færri en átján, og voru á tímum opnu skipanna einu nafni kölluð „miðin“ eða „fram á miðin“. Svo er kennileitum lýst, sem miðað er við, og þessar skýringar gefnar: „Framanskráð mið eru lúðu- og þorskamið. Fyrr á árum fékkst lúða um allan Garðsjó, bæði smá og stór. Um allt syðra hraun hef ég lagt lúðulóð og víðast hvar orðið lúðu var á öllu því svæði. Á Gerðaröst, nokkur hundruð metra frá Gerðahólma, fékk Magnús Tobíasson einn á bát ellefu flakandi lúður, fyrir um 20 árum síðan, og er það mesti lúðuafli, sem ég 'hef séð eftir einn mann, fiskað á handfæri. Áður en byrjað var að nota dragnót, var al- gengt, ef beitt var síld, að fá á 500 öngla línu 150 kg. af smálúðu. Dæmi er til að aflast hafi allt að 400 kg. á sama önglafjölda. Síðan drag- nótin kom til skjalanna, má heita að ekki hafi orðið smálúðu vart í Garðsjó“. Suðvesturland. Frá Helga Sigurðssyni, f. h. fiskideildar Stokkseyrar, hef ég fengið þessar lýsingar: „Svæðið, þar sem fiskað er á með línu og þorskanetum, markast að mestu leyti frá 20° 50' v. 1. til 22° v. 1. og frá landi 63° 20' n. br. Innan þessa svæðis er mikið lögð lína SSV til VSV frá Stokkseyri, ca. 10—20 sjóm. frá landi. Einnig á svæðinu frá Hafnarnesi til Krýsu- víkurbergs um 3 sjóm. frá landi. Þorskanetsmiðin eru á svipuðum slóðum og línumiðin, þó frekar nær landi, sérstaklega ef um sílfisk er að ræða. Annars hefur netaveiði hér um slóðir orðið að miðast að miklu leyti við að vera innan landhelgislínu vegna ágangs tog- ara, sérstaklega erlendra“. Þá er komið á boðleiðarendann og er síðastur en ekki síztur Kristinn Haukur Þórhallsson úr Grindavík. Öll hafa erindin glatt mig, en sérstakan fögn- uð og vonir hjá mér hefur þetta svar Kristins Hauks vakið, því hann er aðeins fjórtán vetra og lætur ekki undir höfuð leggjast, vegna áhuga fyrir landhelgismálinu, áð leita til hinna reyndu og kunnugu sjómanna. Já, kæri, ungi vinur! Víst er það gaman, þegar æskan sjálf réttir fram örfandi hönd, þá er landhelgismálið á framtíðar vegi. Þá eign- umst við Islendingar fyrr en varir landgrunnið allt, sem Eyjan okkar hvíta stendur á. V I K I N G U R 1G5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.