Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Page 13
Hetirih Thorlacius:
Lokadagurinn — Slysavarnadagurinn
Grein þessi átti aí! birtast 1 einu af dagblöðum Reykja-
víkur, en hún fann ekki náð fyrir augllti ritstjómar.
„Sá einn er öruggur fyrir hættunrvi, sem ér á verði gegn henni — jafn-
vel þótt hann telji sig öruggarí'. S y r u s.
Sjósókn og siglingar hér á landi eru jafn-
gamlar þjóðinni. Landnámsmennirnir, forfeður
okkar, komu yfir sollinn sæ á knörrum sínum
og langskipum. Friðsamlegar siglingar urðu,
þá þegar, stór þáttur í uppþyggingu íslenzka
þjóðfélagsins á þernskuárum þess. Islenzka
þjóðin varð því, þegar frá upphafi, nátengd
hafinu, sem umlukti land hennar.
Eftir því sem tímar liðu, og verkaskiptingin
varð greinilegri með þjóðinni, myndaðist hér
hópur manna, er kaus sér það hlutskipti að
eyða ævi sinni á sjónum — hér hafði myndazt
sjómannastétt.
Lega landsins krafðist hraustra drengja, er
sæktu gull í greipar Ægis eða færðu björg
í bú frá fjarlægum löndum.
Og íslenzkir sjómenn brugðust ekki skyldu
sinni. í átökum við grimm náttúruöfl, drýgðu
þeir dáðir sínar — oft og einatt fjarri ást-
vinum sínum og fósturjörð. Starfið kenndi
þeim þolgæði. Náin sambúð við hætturnar gaf
þeim æðruleysi.
Á örlagastundum hefir þjóðin skilið gildi
sjómannastéttar sinnar og kunnað að meta
hana. Allt frá styrjöldum Napóleons mikla,
hafa íslenzkir sjómenn boðið hættum stórvelda-
styrjalda birginn. Þeir hafa siglt méð afla sinn
á erlenda markaði í tveimur heimsstyrjöldum
og fært heim varning, er þjóðin gat trauðla
án verið.
Á myrkum og köldum nóttum, þegar þeir,
sem á landi eru, geta notið öryggis og hvíldar,
plægja íslenzkir sjómenn heimshöfin eða stunda
veiðar á miðum nær og fjær, og mæta þar
erfiðleikum og hættum, sem við hin þekkjum
ekki nema af fréttum og afspurn.
Allt þetta ber að þakka, svo sem vert er.
En hefir það verið þakkað og virt svo sem
vera bæri? Við neyðumst til að svara því neit-
andi.
Sjómönnum hefir að vísu verið búinn eins
konar tyllidagur — sjómannadagurinn — þar
VÍ K I N G U R
sem menn, er ekki koma nærri sjó. hafa sett
svip á daginn og rómað mjög ágæti sjómann-
anna íslenzku. sem þeir hafa naumast vitað
af endranær.
Þenna eina dag á árinu eru sjómennirnir
hetjur hafsins, í munni þessara manna — en
því miður víst þenna eina dag. Sannleikurinn
er sá, að sjómannadagurinn er því miður tild-
ursdagur þeirra, er ekki koma nærri sjó.
Það eru vitanlega sjómennirnir sjálfir, sem
eiga algjörlega að setja svip sinn á sjómanna-
daginn. Þetta er þeirra dagur, rétt eins og 1.
maí er verkalýðsdagur.
Á þessum degi eiga sjómenn að kynna áhuga-
mál sín, og vitanlega ættu útgerðarfélögin að
reyna að haga siglingum skipa sinna þannig,
að sem flest þeirra gætu verið í höfn á sjó-
mannadaginn.
Þegar við höfum hugleitt erfiðleika sjómann-
anna okkar, — þegar við hugsum um hið þjóð-
nýta starf, sem þeir inna af höndum, og hætt-
ur þær, sem því eru samfara, þá er rétt að
hugleiða, hvað landsmenn geta gert, hver og
einn, til þess að bæta þeim lítillega það harð-
rétti, sem atvinna þeirra býr þeim oft og
einatt.
Og okkur býðst alveg einstakt tækifæri, en
það er að styrkja Slysavarnafélag Islands.
Slysavarnafélagið hefir valið lokadaginn til
fjáröflunar, og er það vel til fallið, því að sá
dagur hefir jaf'nan haft, og hefir enn, sérstakt
gildi í atvinnulífi þ.jóðarinnar. Honum hafa
oft fylgt bjartar vonir.
Hér í Reyk.iavík er það Slysavarnadeildin
Ingólfur, sem annast fjáröflunina, en allt það
fé, sem inn kemur fyrir merkjasölu og söfnun,
rennur til stjórnar Slysavarnafélags íslands,
er ráðstafar því svo á þá staði á landinu, þar
sem þörfin er mest hverju sinni, því að enda
þótt mikið hafi áunnizt hjá Slysavarnafélagi
Islands, og það hafi lyft Grettistaki í þau 25
ár sem bað hefir starfað. þá liggja enn fyrir
107