Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Síða 14
því xnörg’ og mikilvæg verkefni, sem bíða úr- lausnar og verða leyst strax og fé er fyrir hendi. Slysavarnafélagið vantar hvorki hug né dug, en það þarf aukið fé til starfsemi sinnar. Góðir Reykvíkingar! Verið þess minnugir, að með íramlagi ykkar til Slysavarnafélags fslands, stuðlið þið að öryggi ættingja ykkar og annarra, sem eru ykkur kærir, hvar sem er á landinu. Með framlagi ykkar, tryggið þið öryggi sjó- mannanna okkar, en með öryggi þeirra er raun- verulega tryggt öryggi þjóðarinnar — öryggi okkar alh'a, sem þetta land byggjum. Slysavarnadagurinn á að vera sá dagur þeg- ar öll þjóðin tekur höndum saman um að efla slysavarmr um gervalt fsland. Og eitt skyldu menn athuga. Merkjasala og fjáröflun Slysavarnafélags íslands er engin ölmusubeiðni, því að hér renna peningarnir til vökullar iíknarstarfsemi, sem ár og síð vakir yfir þeim, sem í nauðir rata á sjó og landi og sparar hvorki fé né fyrirhöfn til þess að veita hjálp hvenær sem er. Það er því aðeins þjóðfélagsleg skylda að leggja lóð sitt á vogarskálina, þegar þess er þörf fyrir þenna ómetanlega félagsskap. Mannslífið verður aldrei metið til fjár, enda þótt oft þurfi fé því til bjargar, og eitt er víst: Þú getur á engan hátt annan fengið betri arð af því fé, er þú lætur Slysavarna- félagi íslands í té, en með því að láta Slysa- varnafélagið ráðstafa því til blessunar öldum og óbornum. Munið, að enda þótt ykkur finnist framlag ykkar ekki vera stórt, þá er það rétt spor að settu marki — þið hafið gert skyldu ykkar. Góðir Reykvíkingar! Kaupið merki dagsins, gei-izt félagar í Slysavarnadeildinni Ingólfur, en skrifstofa hennar er opin í dag í Grófin 1. Munið, að sá einn er öruggur gegn hættunni, sem er á verði gegn henni. Styðjið starfsemi Slysavarnafélags Islands, styðjið þá starfsemi, hvenær sem þið getið því við komið. Leggið ykkar skerf til, svo að viti kærleik- ans megi lýsa öllum þeim, er í nauðir rata við land okkar og á því. Leggið hönd á plóginn. Styrkið starfsemi Slysavarnafélags Islands, því að með því rétt- ið þið hjálpandi bróðnrhönd út yfir annes ís- lands — út yfir víkur þess og voga. Gjaldeyrisyfirvöldin í Gíbraltar álíta, að hin mikla aukning ferðamannastraumsins þangað stafi af því, að ferðafólkið getur skipt ótakmörkuðum pppliæðum í ferðamannaávísunum þar, en fer svo með gjaldeyr- inn yfir til Spánar. Tryggingar opinna vélbáta Eftir útvíkkun landhelginnar hefur útgerð trillubáta aukizt að miklum mun, en eitt hefur háð þessari útgerð, og það er, hve erfitt hefur verið að fá bátana vátryggða. Eigendur hafa oft á tíðum þurft á lánum að halda, en ekki fengið þau, ef ekki hefur verið um önnur veð að ræða en bátana sjálfa. Eins og mönnum er kunnugt, var að til- hlutan síðasta Alþingis mælzt til þess við vél- bátaábyrgðarfélögin, að þau tækju að sér trygg- ingar á opnum vélbátum til þess að auðvelda mönnum að fá lán út á bátana, án þess að til bakveðs þyrfti að koma, en undirtektir félag- anna hafa verið mjög misjafnar, enda hefur reynsla af slíkum tryggingum verið talin mjög slæm, og hefur varla verið um að ræða að opnir vélbátar hafi verið tryggðir hér á landi frá því í miðri síðustu styrjöld. Tryggingarfélögin hafa fram til þessa ekki viljað taka tryggingar á þessum bátum, en Samvinnutryggingar hafa nú ákveðið að gera tilraun með þessa tryggingarstarfsemi, og höf- um við átt tal við forráðamenn þeirra. Telja þeir. að ef iðgjöldum sé stillt í hóf, fáist fleir’ til þess að tryggja en endranær og þar með hin nauðsynlega dreifing áhættunnar. Iðgjöldin hafa, til að byi’ja með, verið ákveðin 5 af hundraði, en verði ágóði af tryggingum þessum, er ætlunin, að hann gangi til þeirra, sem hafa báta sína tryggða hjá félaginu. Virðist þar með vera hægt að eygja lausn á þessu máli, þannig, að þeir, sem gera út opna vélbáta, þurfi ekki að hætta á að hafa þau verðmæti, sem hér um ræðir, óvátryggð, auk þess, sem þeim er gert mögulegt að veð- setja bátana, ef þeir þurfa á láni að halda. Full ástæða er til þess að fagna þessari til- raun og vona, að hún heppnist og trillubáta- eigendum verði þannig skapað nokkurt öryggi. Smœlki Frú nokkur var að skoða silfurrefabú og vildi fræðast dálítið um þann atvinnuveg. Meðal annars spurði hún umsjónarmanninn þessarar spurningar: — Hvað er hægt að flá refina oft? * Gestur í veitingahúsi bað um g-las af whiskyblöndu og kom hún von bráðar. Er maðurinn hafði dreypt á henni, sagði hann við þjóninn: — Hvort var sett í á undan, vatnið eða whiskyið? — Whiskyið, auðvitað, svaraði þjónninn. — Jæja, því skýtur kannske upp með tímanum. / lOB V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.