Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Page 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Page 18
kútteramir voru keyptir, að allir, sem vettlingi gátu valdið, vildu eiga hlut í skipi, án tillits til þekkingar og kunnáttu manna á þeim mál- um. Togarafélög risu upp hvert af öðru, og eins og gerist og gengur sum þeirra af lítilli fyrir- hyggju. Fyrst í stað gekk þetta þolanlega og græddu margir töluvert fé, þó einkanlega þau tvö fyrstu, Aliance og ísland, sem stofnað var til af meiri framsýni. Þó má ekki gleyma því, að sum önnur togarafélög hér í Reykjavík hafa einnig gert það ágætt. Þá hafa nokkrir af Hafnarfjarðartogurunum gi’ætt mikið fé á tímabili. Má meðal annars nefna togarafélag hins framsýna manns Einars Þorgilssonar o. fl. Ennfremur mun togarafélag það, sem um langt skeið hefur verið starfrækt á Patreksfirði, hafa gert það ágætt, enda alltaf verið stjórnað af mikilli framsýni og dugnaði og öllu í sam- bandi við það, svo sem fiskimjöls- og karfa- vinnsluverksmiðju og fleira. Langstærsta og merkasta togarafélagið hér er Kveldúlfur, sem er líka eitt með þeim allra elztu. Félagið hefur byggt tvær gríðarstórar síldarverksmiðjur á Vestur- og Norðurlandi. Félagið hefur greitt í vinnulaun, bæði á sjó og í landi, milljónir og aftur milljónir. Kveld- úlfur hefur um langt skeið átt 7 togara. Fyrir nær 10 árum kom svo hinn erfiði tími togaraútgerðarinnar, sem ennþá helzt og staf- ar af mörgum ástæðum. Fiskur virðist hafa gengið til þurrðar á hinum auðugu fiskimið- um í kringum landið. Um aðalástæðuna fyrir þessu er ekki fyllilega vitað. Þó er af þeim fróðustu um þessa hluti gizkað á, að mildari Veðrátta og breytingar á heita sjónum, golf- straumnum, eigi þar nokkra sök á. Ennfremur hafa sölumöguleikar sjávarafurða á nefndu tímabil stórkostlega breytzt til hins verra. Það, sem nú var nefnt, er óviðráðanlegt, engum að kenna. En svo kemur eitt, sem ekki verður sagt það sama um, að engum sé um að kenna, en það eru allir skattarnir og útsvörin, svo og tollamir á allar nauðsynjar til útgerðarinnar. Það verður að telja illa farið að vera á alla lund að skattpína útgerðarfélögin ofan á tap- rekstur margra ára. Þessi óáran á fleiri sviðum hefur gert það að verkum, að útgerðarmenn hafa ekki getað endurnýjað togaraflotann með nokkru móti, sem þó hefði allra hluta vegna verið bæði æskilegt og nauðsynlegt, því eng- inn neitar því, að togararnir séu fljótvirkasta fiskiveiðatækið, sem enn er þekkt. Nú er skoð- un manna loksins að breytast í þá átt að líta beri með sanngirni á afkomu fiskiflotans, t. d. með niðurfærslu skatta og tolla o. fl. Þá sný ég mér aftur að íslandsfélaginu, sem hefur eignazt alls sex togara, þótt það aldrei ætti nema þrjá á sama tíma. Eins og áður er sagt, byrjaði félagið með „Marz“, keypti von bráðar „Lord Nelson“, en þess skips naut ekki lengi við, því að það sökk vegna ásiglingar í Norðursjónum 1911. Þá byggði félagið hina fyrri „Maí“ og „Apríl“, svoleiðis, að félagið hafði þessa þrjá togara um skeið. „Marz“ strandaði svo 1915 og hinir tveir voru seldir til Frakklands 1917, þegar íslendingar voru neyddir til að selja þangað 10 togara, svo að þá átti félagið engan togara eftir, en hafði þó skuldbundið sig til að byggja eða kaupa 2 skip í stað þeirra, sem seld voru að heims- styrjöldinni lokinni. Um haustið 1919 fórum við Hjalti Jónsson á vegum Islandsfélagsins til Englands til þess að semja um byggingu á tveim togurum í stað þeirra, er seldir voru. Við sömdum við Bever- ley skipsverft og skyldi byggingin taka 6 mán- uði. Mér var falið að hafa eftirlit með bygg- ingunni og kom ég heim með togarann „Apríl“ í aprílmánuði. „Maí“ kom svo í maímánuði. Þanig átti félagið aftur 2 togara. Mikið hafa togarafélögin, bæði eigendur skipanna og sjómennirnir, greitt til opinberra þarfa. Með togaraútgerðinni umskapast allt atvinnu- og verzlunarlíf, ekki einasta á þeim stöðum, þar sem útgerðin var, heldur einnig á víðu svæði á báðar hendur út frá verstöðv- unum. Reykjavík þandist út, varð stór bær úr litlu þorpi; hin myndarlega höfn var byggð þar, stórkostlegar hafnarbætur gerðar víðs- vegar, vegir, brýr, vitar, skólar, vatnsveita, gasverk, rafmagnsstöðvar. Allt þetta hefur verið gert síðan togaratímabilið byrjaði hér, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Það var líka hægt að gera mikið, þegar útflutningsvaran seldist fyrir 80 milljónir króna. Það var líka unnið hart um borð í togurunum og það kannske full- hart á sumum þeirra, þangað til hin svoköll- uðu vökulög voru sett. Það verður að viður- kennast, að það var ekki vanþörf á þeim lög- um yfirleitt, þótt þörfin hafi kannske ekki verið jafnbrýn á öllum skipunum. í þá daga var meiri fisk að hafa á fiskimiðunum en nú, og var þá haldið áfram í það ýtrasta á salt- fiskvertíðinni, en um hitt mætti kannske deila, hversu nauðsynlegt var að setja lög um hvíld- artímann á togurunum á ísfiskveiðum á vetr- um, þegar kannske er legið af sér óveður aðra vikuna, en reynt að fiska hina. Togaraveiðar hafa nú verið stundaðar hér með krafti í að minnsta kosti 33 ár af íslend- ingum, og það er alveg undravert, hve breyt- ingin varð skjót og stórkostleg á öllum sviðum. 112 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.