Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Page 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Page 19
Togarinn Apríl eldri. Þorstcinn Þor- steinsson var skipstjóri á honum 1914— 1917 og fiskaði jafnan mjög vel. Apríl eldri var einn þeirra 10 togara, sem Is- lendingar .voru að fyrirmælum Breta neyddir til að selja Frökkum áriö 1917. Það var heldur ekki að furða, þótt fiskimenn- irnir þyrftu að hreyfa sig til þess að geta framleitt 90% af öllum útflutningi landsins. Ég hef í þessu sambandi mikla tilhneigingu til að segja hér frá nokkrum veiðiferðum, er ég fór í á togurum, til þess að gefa lesendum mínum ofurlitla hugmynd um, hvernig þetta gekk fyrir sig, það er að segja þeim, sem ekki hafa átt við þessa hluti. Snemma í desember 1912 var ég, sem oftar, að fiská vestan Isa- fjarðardjúps í vonsku veðri, austan byl og frosti, svo að ekki var hægt að hafa niðri ljósbauju til þess að rétta sig eftir. Það dýpk- aði hjá okkur, og fiskaðist þá betur eftir því sem utar dró. Loksins lygndi og birti svo vel upp, að ég gat mælt nákvæmlega, hvar við vor- um, en það var á því svæði, sem síðan hefur verið nefnt Halamið og mun enginn hafa togað þar fyrr, því að þetta var eins og áður segir, 1912. Við settum þarna niður ljósbauju, fisk- uðum við hana og blindfylltum-skipið, sigldum með aflann til Englands og gerðum góðan túr. Eftir þetta fiskuðum við oft vel á Halamiðum og engu síður fisk í ís en fisk til söltunar, t. d. fiskuðum við þar 1921 á togaranum „Apríl“ merkilega vel tvo túra. Var aflinn seldur í Hull í sama n.ánuði sá fyrri 2. janúar fyrir 2800 sterlingspund og hinn 28. janúar fyrir 2700 sterlingspund. Þetta þykja góðar söluferðir á normaltímum. Fiskurinn var eingöngu af Hala- miðum. Marga góða túra fórum við á Halann eftir þetta á meðan ég var hjá Islandsfélag- inu og einnig eftir að ég var hættur skip- stjórn, en fór þá aðeins í forföllum skipstjóra. T. d. fór ég 4 túra á „Maí“ í forföllum skip- stjóra, og seldist saltfiskurinn, óverkaður, úr þeim túrum fyrir 232 þúsund krónur. Aðra fjóra saltfisktúra fór ég á Þórólfi sama sum- arið og seldist sá afli einnig blautur fyrir 256 þús. krónur. Árið 1921 fórum við einnig í fisk- veiðiferð á togaranum ,,Apríl“ snemma í maí- mánuði. Fórum út frá Reykjavík föstudags- eftirmiðdag og fiskuðum á Selvogsbanka 4000 körfur á 60 klukkutímum í þremur lotum, hvíldumstmeð fjögratíma svefni í hvert skipti. Við komum til Hull á sunnudagseftirmiðdag eftir 9 daga, sem fóru í að fiska og sigla frá Reykjavík til Hull. Síðasti fiskveiðitúrinn minn — sem einnig var minn síðasti skipstjórnartúr — var á tog- aranum „Clementinu", eign Proppe-bræðra; það var árið 1925. Skip þetta sótti ég til Frakklands síðari hluta vetrar það ár, kom með það til Reykjavíkur á miðri vertíðinni og lét tilleiðast að vera með það til lokanna, eða 4 túra, og fiskaðist vel. Síðasti túrinn var þó stærstur. Þá fórum við fyrst til Hvalbaks, fisk- uðum þar heldur vel, en heldur smáan fisk, fór- um svo norðurfyrir land á Hornbankann og drekkhlóðum þetta stóra skip þar af þorski, og fórum með farminn til Þingeyrar. Á Dýra- firði tók Anton Proppé á móti farminum og lét verka fiskinn. Sagði hann mér síðar, að afli þeirrar veiðifarar hefði vigtast rétt við átta hundruð skippund, svo að ég get sannar- lega verið ánægður með endinn, eins og ég er líka þakklátur forsjóninni fyrir alla hand- leiðsluna á öllum mínum sjóferðum og afla- brögðum fyrr og síðar. Ég tel togaraveiðamar bæði skemmtilegasta og veigamesta tímabil ævi minnar. Maður var alltaf í eilífum spenningi, þegar maður sigldi með ísfisk, sem maður hafði fiskað sjálfur til útflutnings, — þá var ekki farið að kaupa fisk af bátum, — um það, hvað aflinn seldist fyrir mörg pund, en væri maður aftur á móti að veiða fisk til söltunar, þá var alltaf verið að keppa við hina, hafa sem flest skippundin í lokin o. s. frv. Niðurlag næst. VÍKINEUR 113

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.