Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Page 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Page 20
Albert Engström og „Strix“ Sænski rithöfundurinn og teiknarinn Albert Engström er svo þekktur hér á landi, að ekki ætti atS þurfa langt mál til að kynna hann. Hann fæddist í Smálöndum í Svíþjóð 1869, varð stúdent 1888, stundaöi um skeið háskólanám í Uppsölum, las þar fommálin, en hætti því námi og tók að stunda teikninám hjá hinum þekkta málara Carl Larsson. Arið 1897 hóf Engström útgáfu hins fræga skopblaðs síns, er hann nefndi Strix. Þar birtust margar hinar fyndnu sögur hans, teikningar og skrítlur, sem þekktar eru rnn öll Norðurlönd og víðar. Allmargt hefur verið birt á íslenzku af sögum, skrítlum og skopmyndum Engströms, þar á meðal í Yíkingi. Þar er hins vegar af svo miklu að taka, að seint verður þurrausið. Fara hér á eftir ýmsar skrítlur, sem Engström birti á sínum tíma í Strix. * Lautinantinn hafði verið annálaður kvennagosi og sigrar hans yfir hinu fagra kyni voru alkunnir og óteljandi. Þegar hann, að liðnum mörgum og gleði- legum hérvistardögum, kvaddi veröldina og barði á hlið himnaríkis. kom Lykla-Pétur til dyra, eins og lög gera ráð fyrir. — Hver er þar? spurði Pétur. Lautinantinn sagði til sín. — Bíddu andartak, sagði Pétur, lokaði hliðinu og hvarf. Lautinantinn beið góða stund fyrir utan og var orðinn í hassta máta órólegur, þegar Pétur kom aftur og opnaði. Lautinantinn spurði nokkuð snúðugt. hvað tafið hefði. — Ég var bara að koma henni Maríu Magdalenu í rúmið og læsa að henni, áður en ég hleypti þér inn, svaraði Sankti-Pétur. * Sveinn var heldur daufur í dálkinn, þegar hann kom frá réttarhaldi út af strandi skips þess er hann hafði verið á. Hann var spurður, hvemig málið stæði. — Hvernig ætli það standi! Þeir voru tólf, sem sóru, en við ekki nema fjórir, sem vildum sverja það gagnstæða. * — Eg er lánsöm, sagði Kata gamla, að eiga þennan einstaka hófdrykkjumann. Ekki minnist ég þess, að hann hafi dmkkið sig fullan nema einu sinni á ævinni. Það var í brúðkaupsveizlunni okkar. En þá varð hann svo útúrfullur, að ekki fór að færast í hann fjörið, fyrr en klukkan fimm um morguninn. * Karl Jóhann hefur verið í heimsókn hjá Lárusi vini sínum og drykkjufélaga og fengið vel í staupinu. Um leið og gestgjafinn fylgir honum til dyra, kveður hann Karl Jóhann með þessum orðum: — Jæja, nú ertu bærilega fullur, Karl Jóhann. — Þú þarft nú ekki að grobba neitt af því, ég var orðinn vel þéttur, þegar ég kom! * Ungfrú Þórhildur hafði dvalizt mn nokkurra ára skeið í Stokkhólmi. Eitt vorið kemur hún lieim til A FRÍVI foreldra sinna og ætlar að dvelja þar sumarlangt. Þeg- ar sóknarpresturinn hittir hana, eftir að hún er komin heim, spyr hann, hvort liún ætli ekki að láta innritast aftur í sömu kirkjusókn og foreldrar hennar tilheyTa. Hún svarar, að það taki því ekki, hún fari burt aftur með haustinu. — Já, að vísu, segir prestur. En margt getur nú skeð þangað til í haust. Þórhildur fer öll hjá' sér og eldroðnar, en stynur loks upp: — Það er þegar skeð. * Kristján: — Allir tala um þessar yndislegu stúlkur, en mér er spum: Hvaðan koma þá allar bannsettar kerlingarnar ? * Hafið þið heyrt, hvernig tókst til, þegar Sveinn frelsaði ætlaði að fara að snúa Kalla sífulla? — Nei! — Þeir sném hvor öðrarn. Nú vitnar Kalli sífulli á öllum samkomum hjá trúboðsflokknum, en Sveinn frels- aði situr á knæpunni og drekkur öllum kvöldum. * Láms í Hólmabæ er kunnur að því að greiða skuldir sínar seint eða aldrei. A uppboði einu í héraðinu gerir hann boð í einhvem hlut. Hann býður fyrst 9 krónur. Uppboðshaldarinn slær honum dýrgripinn og segir um leið, að allt, sem fari fyrir 10 krónur eða minna, verði að greiðast samstundis. — Þá hækka ég boðið upp í 11 krónur, hrópar Láras. * Jónas: — Guði sé lof, að ég skuli -ekki eiga nema einn strák. Og nú verður það ekki meira, fyrst ég er orðinn næturvörður! * Presturinn: — Má bjóða liðsforingjanum svo sem hálfan snafs? Liðsfóringinn: — Kallið þér það hvað sem þér viljið, klerkur góður, bara að glasið sé fullt! * Jóhannes: — Það er mikil bölvuð eigingimisöld, sem við lifum á. Hver hugsar aðeins um sjálfan sig. Vissu- lega hugsar enginn um mig, nema ég sjálfur. * Lundhólmsfjölskyldan hafði haldið myndarlega skírn- arveizlu. Granberg kaupmaður mætir frú Lundhólm á götu daginn eftir veizluna. Granberg — Eg hélt, að þér mynduð bjóða mér í skn narveizlu na. Frúin: — Mér datt ekki í hug, að kaupmaðurinn V í K I N □ L) R 114

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.