Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Síða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Síða 22
1/4. Slökkviliðsmaður bjargaði í gær með snarræði níu mánaða gömlu barni úr brennandi húsi. — Reykja- foss tók niðri í Patreksfjarðarhöfn. — Þorskurinn veður eins og síld á miðum Akurnesinga. — Mesta stór- hríð vetrarins brast á á Akureyri aðfaranótt laugardags. • 2/4. Trilla fékk á þriðja tonn af vænum þorski rétt hjá Engey. — Viti verður reistur í sumar á Hroll- augseyjum, djúpt út af Suðursveit. Bátar alltaf við til að taka menn- ina, ef brimar, því að þá skolar yfir skerið. — Stórhríð dag eftir dag og hálfs annars metra fönn á jafnlendi á Seyðisfirði. — Reykjafoss og Trölla- foss komust ekki inn á höfnina vegna roks. — Lagarfoss leitar til hafnar í Kanada vegna bilunar í aðalvél skips- ins. — Reytingsafli hefur verið hjá Hafnarfjarðarbátum. • 8/4. Snjóflóð féll á bæinn að Auðn- um í Svarfaðardal. Molaði fljótið nið- ur ÖIl bæjarhúsin. Fórust í flóðinu aldraður bóndi og ung tengdadóttir hans. Tveir komust af. — Laxá stíflaðist og hljóp á stöðvarhúsið nýja. Skemmdir urðu þó ekki. — Síldarverksmiðjurnar taka við rekstri Siglufjarðartogaranna. Fé fengið til reksturs þeirra og togararnir eru að fara á veiðar. — Brim braut 10 m skarð í skjólvegg hafnargarðs á Ólafsfirði. Veggurinn var úr járn- bentri steinsteypu, og flutti brimið stykkin 8—10 m leið. — Eimskipa- félagið kaupir Kveldúlfshúsin við Skúlagötu fyrir 12 milljónir króna. Þau verða notuð til geymslu á vörum. • 9/4. Óvenjumikill fjöldi Faxaflóa- báta á Eyjamiðum. Mokafli þar í gær. — Ungur Siglufirðingur drukkn- aði í lendingu við Sauðanesvita. Smá- báti hvolfdi þar í kviku í flutningum milli stærri báts og lands. — Togar- inn Askur er að fara á veiðar eftir nær ár í höfn. — 18 þúsund krónur sendar til verkfallsmanna í Færeyj- um frá Alþýðusambandi fslands. — Frambyggður trillubátur við netja- veiðar í Faxaflóa. • 10/4. Unnið að uppsetningu fisk- hjalla á Sgyðisfirði, þó hríð sé. Ljúka þarf verkinu sem fyrst, því að tog- ari kemur þangað bráðlega með fisk. — Hafísröndin norðan við landið heldur norðar en venjulega. — Inn- flutningur á bönunum í stórum stíl að hefjast. Koma þeir hingað frá Kanaríeyjum og eru þá ekki full- þroskaðir. — F.f.B. sendi Dawson samningsuppkast. 16/4. Elzta skip, sem til Reykja- víkur hefur komið, er statt hér nú. Er það finnskt farmskip, sem var í gamla daga í Ameríkusiglingum og er nú 75 ára. • 14/4. Víðtæk rannsókn á gæðum freðfiskframleiðslunnar. Skemmda hefur orðið vart í fiski seldum til Austurríkis og Tékkóslóvakíu. — Lé- Iegasta vertíð um langt skeið í Reykjavik. Nokkrir bátar geta ekki róið vegna manneklu og skipverja vantar á marga. — Línubátar hættir veiðum frá Djúpavogi. — Norska eftirlitsskipið flutti til Akureyrar þrjá slasaða menn af selveiðiflotan- um í vesturísnum. — Trillubáturinn Þjótandi sökk í Þorlákshöfn, áhöfnin bjargaðist. Mennirnir gátu stokkið um borð í annan bát, um leið og hinn sökk. • 12/4. Möguleikar athugaðir á að senda íslenzkar iðnaðarvörur á al- þjóða vörusýningar erlendis. — Eins dags afli á aðra milljón króna að verðmæti í Vestmannaeyjum. o 14/4. Hraðfrystihús skemmist af eldi í Keflavik i fyrrinótt. Vélasalur brann mikið að innan og vélar skemmdust af vatni. — Með asdic- tækjum er óhikað hægt að undirbúa síldveiðar í úthafinu, segir norski fiskifræðingurinn dr. Finn Devold. o 15/4. 900 lestir af fiski komnar á fiskhjalla á Akureyri. — Jón Krabbe lætur af störfum í íslenzka sendi- ráðinu i Kaupmannahöfn eftir 55 ár. — Fanney veiddi 87 tunnur síldar á Selvogsbanka. Tilraunum með flot- vörpuna haldið áfram. — Stór vél- bátur, Hafþór, sökk við bryggju í Stykkishólmi í gær. Leki kom að bátnum án áfalls, en skipsskoðunin taldi hann sjófæran. 17/4. Smábátaeigendur í Reykjavík vilja fá vertíðarpláss í gömlu ver- búðunum. — Um 90% landsmanna, fæddra 1931—1939, eru syndir. 85 sundlaugar eru í landinu og fjórar í smiðum. o 18/4. Fiskurinn genginn í Skaga- fjörð, en erfitt um beitu. — Góð hrognkelsaveiði hefur verið í Hrúta- firði. — Húsavikurbátar tví- og þrí- hlaða. o 19/4. Fiskaflinn tvo fyrstu mánuði ársins varð 45.121 smálestir. o 21/4. Skólabörn og iðnaðarmenn við fiskaðgerð í Vestmannaeyjum. — Tveir Eyjabátar rákust á í þoku á laugardag. Voru það Týr og Sæ- finnur. Manntjón varð ekkert. — ís- firðingar samþykktu lokun áfengis- búðarinnar. — Iðnaðarbankinn tekur til starfa 25. júní. — Akureyrartog- arinn Svalbakur fyllti sig á sex sól- arhringum. Var aflinn 250 tonn. o 22/4. Það eru áratugir síðan jafn- mikil fiskiganga hefur komið á mið Norðlendinga. Bátar hafa fengið 250 kg. á 120 öngla. Minni afli síðustu daga vegna skorts á nýrri loðnu. — Eina hraðfrystihúsið á Suðureyri brann til grunna í gær. Aðeins fisk- geymslan lítt skemmd, en allt annað eyðilagðist. Stórfellt vinnutjón hefur orðið af þessu. — 50 stálgrindar- turnar eiga að bera nýju Sogslínuna uppi. Vinna við undirstöðurnar er þegar hafin. — Fimm utanbæjartog- arar leggja afla sinn upp í Hafnar- firði. — Steinbítshlaup er komið á Vestfjarðarmiðin. -— Togaralöndun á hverjum degi á Akranesi. Akurnes- 116 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.