Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Blaðsíða 23
ingar sækja Borgnesinga í vinnu. —
Landþurrkun á Álftanesi með fyrir-
hleðslu við Bessastaðatjörn. Níu stór-
virkar jarðýtur unnu að því að loka
tjarnarósnum í fyrradag.
•
25/4. Landhelgislínan hefur verið
merkt með Ijósum, þar sem langt er
til lands.
•
28/4. Stálsmiðjan smíðar fyrsta
skipið, sem hér hefur verið gert úr
stáli. Samningar undirritaðir um
smíði dráttarbáts hafnarinnar. Verð-
ur sennilega tilbúinn fyrir árslok
1954 og mun kosta rúmlega 6,4 millj.
króna.
Varð sænskur ráðherra, Hammar-
skjöld, fyrir valinu.
- 2/4. Mikill hafís við Jan Mayen.
•
8/4. 96 menn farast, er tyrkneskur
kafbátur sekkur. 22 af áhöfninni biðu
dauða síns í 8 klst. — Góðar horfur
á að samningar takist um skipti á
sjúkum og særðum föngum í Kóreu.
•
9/4. Sameinuðu þjóðirnar kveðja
Tryggve Lie. — Síldarvertíðinni er
lokið í Noregi. — Færeyingum hefur
tekizt að koma síld sinni inn á
. Bandaríkjamarkað.
29/4. Til mála hefur komið, að
beituskurðarvélar frá Borgarnesi
verði fluttar út til Færeyja. — Helm-
íngur íbúanna á Sauðárkróki hefur
veikzt af inflúenzu. — Mjólkurbílar
voru 15 tíma frá Dalvík til Akur-
eyrar, en það er 40 min. leið í snjó-
lausu. — Unglingar úr skólum teknir
til að vinna við fisk á Isafirði. —
Flugvélar flytja beitu í heilum förm-
um norður í Skagafjörð. Þorskanetja-
veiði gefst vel í Skagafirði.
•
30/4. Geymslur vinnslustöðvanna
fullar af óseldum fiski frá fyrra ári.
Mikið af afla Vestmannaeyjabátanna
lá undir skemmdum af þeim sök-
um. — Mokafli af steinbít og rækjum
á Bíldudal. Hásetahlutur í apríl um
10 þúsund krónur. Kvenfólk kemst
upp í 1500 krónur á viku.
ERLENDAR FRÉTTIR.
1/4. Nú virðist síðasta steini rutt
úr vegi fyrir vopnahléi í Kóreu-
styrjöldinni. Éínverjar fallast nú á
indversku tillöguna, sem þeir áður
höfnuðu. — Stórfelld verðlækkun á
matvælum og öðrum neyzluvörum í
Sovétríkjunum. — Samkomulag hef-
ur orðið í SÞ um eftirmann Lies.
10/4. Enskar þrýstiloftsvélar fá
ekki lendingarleyfi í USA. — Elzta
frímerki í heiminum fundið. Er það
frá árinu 1385. — Sovétbeitiskip fer
til Bretlands í sumar til að taka þátt
í alþjóðlegri flotasýningu til heiðurs
Elísabetu Bretlandsdrottningu, þeg-
ar hún verður krýnd. — Samningar
um skipti á sjúkum og særðum föng-
um í Kóreu tilbúinn til undir-
skriftar. — Hammarskjöld er kom-
inn til New York.
•
11/4. Hammarskjöld hefur verið
settur inn í embættið. — Fimm ára
samningur Dana og Norðmanna um
fiskveiðar við Grænland hefur verið
gerður. Danir segjast vilja greiða
götu norskra og færeyskra fiski-
manna.
•
12/4. Bandaríkjamenn tregðast við
að hefja viðræður um vopnahlé.
Samningurinn um skipti á sjúkum
og særðum stríðsföngum undirrit-
aður.
•
14/4. Aukin viðskipti Austur- og
Vestur-Evrópu á vegum SÞ. — Sára-
lítil selveiði hefur verið hjá norsku
selföngurunum. — Ágreiningur milli
USA og Bretlands um hveitiverð. —
Iskyggilegt er, hve mjög lungna-
krabbi hefur farið í vöxt í heiminum
á síðustu árum.
•
15/4. Aukin fisksala til ítaliu frá
Noregi. — Þriðjungi útgjalda Breta á
næsta ári varið til hermála. — Brezk
flugvél rýfur lofthelgi Svía.
•
19/4. Vopnahlésnefnd SÞ er farin
til Kóreu. — Japanskt hvalveiðamóð-
urskip, 50 millj. króna virði, skilið
eftir í ísnum. Er flotinn hættur veið-
um og farinn heim.
•
21/4. Krónprins Friðrik, danska
farþegaskipið, eyðilagðist af eldi í
gærkvöldi. — 15 ára drengur á hrakn-
ingi í 74 sólarhringa. Bjargaðist hann
ásamt einum skipverja öðrum. Lentu
þeir í hrakningum á Indlandshafi í
opnum báti. Hann horfði upp á föð-
ur sinn deyja ásamt sjö öðrum skips-
mönnum. — Skipti á sjúkum og
særðum föngum í Kóreu hófust i
gær.
•
22/4. SAS lætur illa yfir sam-
keppni Loftleiða á flugleið Norður-
Atlantshafsins.
25/4. Talið er, að Iíínverjar auki
hernaðarhjálp til Indó-Kína. —
Þorskstofninn við Vestur-Grænland
hefur ekki nægilegt æti. Norðmenn
hyggjast telja selina á vesturísnum.
— Færeyingar hafa nú fengið aukin
réttindi á norskum fiskiskipum og
geta nú látið tryggja sig eins og
norskir starfsbræður þeirra. — Bret-
ar reyna að komast að samkomulagi
við Rússa um ýmis deilumál. Þar á
meðal eru fiskveiðar Breta innan
rússneskrar landhelgi.
•
28/4. Kuldasvæði nær yfir alla
Vestur- og Mið-Evrópu. Er tiltölu-
lega mildast á SV.-Grænlandi. —
Tryggve Lie flytur kveðjurræðuna
hjá SÞ. — Setulið Breta á Bermuda-
eyjum kvatt heim. — Svar Rússa
við tillögum Eisenhowers gefur veika
von um frið. Þeir vilja ræða sum
deilumálin, en alls ekki önnur.
•
29/4. Sjómannadeilan færeyska er
nú loks leyst, og er þar með lokið
harðasta og langvinnasta verkfalli
þar í landi. — Hörð stjórnmáladeila
í Finnlandi. — Rússneskri tillögu um
fimmveldafund kuldalega tekið í
Evrópu.
V I K I N G U R
117