Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Qupperneq 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Qupperneq 24
Sannleikurinn um Georg Saga eftir P. G. Wodehouse Tveir menn sátu við barinn í Stangarveiðiklúbbnum, þegar ég kom inn, og annar þeirra, skildist mér af œstri röddinni og umfangsmiklu handapati, var a‘<5 segja hinum sögu. Eg heyrði ekki nema slitur, svo sem: „Sá stærsti, sem ég lief séð á ævi minni!“ og „Areiðan- lega svona stór!“ en á svona stað var ekki vandi að geta sér til um afganginn; og þcgar hinn maðurinn leit til mín með glettnislegri vorkunnsemi í augnaráð- inu, brosti ég til hans samúðarfullur. Þetta varð til að tcngja okkur einskonar kunningja- böndum, og þegar sögumaðurinn fór, kom liann strax yfir til mín. „Hroðalegir lygarar eru sumir mcnn“, sagði hann góðlátlega. „Veiðimenn“, sagði ég, „eru venjulega hirðulausir í umgengni við sannleikann“. „Hann var ekki veiðimaður“. sagði félagi minn. „Þctta var læknir. Hann var að segja mér frá sulli, sem hann skar úr konu. Auk þess“ — hann lagði hönd- ina alvarlega á öxlina á mér — „megið þér ekki leggja trúnað á þessa algengu firru um veiðimenn. Ég er sjálfur stangarveiðimaður, og ég hef aldrei logið á ævi minni“. Ég gat vel trúað því. Hann var lágur, þrekinn, við- feldinn miðaldra maður með framúrskarandi bamalega sakleysisleg augu. Þau voru stór og kringlótt og hrein- skilnisleg. Ég myndi hafa keypt af honum hest óséðan. Hurðin opnaðist, og lítill maður með járnspangar- gleraugu og áhyggjusvip skauzt inn eins og rotta og hafði látið ofan í sig heilan bjór auk glass af brenni- víni, næstum áður en við urðum hans varir. Hafandi hresst sig þannig, stóð hann og horfði á okkur og leið sýnilega ekki vel. „Go-go-go-go-go-“ sagði hann. Við litmn á hann spyrjandi. „Go-go-go-go-go-tt ve-ve-ve-ve-ve-“ Kjarkurinn virtist bregðast honum, og hann hvarf jafnskjótlega og hann hafði komið. „Ég hugsa hann hafi ætlað að segja okkur, að það væri gott veður í dag“ gat kunningi minn sér til. „Það hlýtur að vera afar óþægilegt“, sagði ég, „fyrir mann með svona hroðalegt mállýti að gefa sig á tal við ókunnuga“. „Líklega að reyna að lækna sjálfan sig. Eins og Georg bróðursonur minn. Hef ég nokkum tíma sagt yður frá Georg bróðursyni mínum!“ Eg minnti hann á, að við hefðum séðst í fyrsta sinn fyrir fáeinum mínútum, og mér liefði ekki verið kunnugt um fyrr, að liann ætti Georg fyrir bróðurson. „Georg Mulliner. Ég heiti Mulliner. Ég skal segja yður frá tilfelli Georgs — það var að mörgu leyti merkilegt“. Georg bróðursonur minn (sagði hr. Mulliner) var fyrirmyndar piltur, en frá bamæsku var hann haldinn hroðalegu stami. Hefði hann þurft að vinna fyrir sér, myndi hann ekki hafa átt sjö dagana sæla, en sem betur fór, lét faðir hans honum eftir eignir, sem gáfu honum góðar tekjur, og Georg lifði sæmilega ánægju- legu lífi í fæðingarþorpi sínu, eyddi dögunum í sport og kvöldunum í krossgáturáðningar. Um þrítugt vissi hann meira um spámanninn Elí, sólguðinn Ra og strútinn Emu en nokkur annar í liéraðinu, nema Súsanna Blake, prestsdóttirin, sem einnig var sér- fræðingur í krossgátum. Það var kunningsskapurinn við Súsönnu, sem varð til að vekja hjá Georg hugsun um að gera alvarlega tilraun til að læknast af staminu. Auðvitað höfðu þau mikið saman að sælda vegna þessa sameiginlega liugð- arefnis. Georg var stöðugt að líta inn á prestsetrið til að spyrja hana, hvort hún vissi um nokkuð sjöstafa orð, sem byrjaði á h og táknaði matreiðsluáhald, og Susan var álíka tíður gestur á litla bænum hans Georgs, af því að hún var í vandræðum með áttastafa orð, sem táknaði veiki í skepnum og byrjaði á g. Arangurinn varð sá, að kvöld eitt, rétt eftir að lmn hafði hjálpað honum með orðið „uppþembingsþrautir", varð piltinum skyndilega ljóst, að hún var honum allt í öllu — eða, eins og hann orðaði það fyrir sjálfum sér af vana: kær, elskuð, ástfólgin, hjartfólgin. hugljúf og yndisleg. En samt, í hvert sinn, er hann reyndi að scgja henni þetta, kom hann ekki upp öðru en ámátlegu kurri, sem ekki kom að meiri notum en hixti. Bcrsýnilega varð eitthvað að taka til bragðs, og Georg fór til London og leitaði til sérfræðings. „Já?“ sagði sérfræðingurinn. „É-é-é-é-é-é-“ sagði Georg. „Þér sögðuð — 1“ „Mu-mu-mu-mu-mu-mu-“ „Syngið það“, sagði sérfræðingurinn. „S-s-s-s-s-s-s—“ sagði Georg undrandi. Sérfræðingurinn skýrði þetta. Hann var góðlegur maður með mölétið skegg og augu eins og þungt liugsandi þorskur. „Margt fólk“, sagði hann, „sem ekki getur talað VÍKINGUR 11B

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.