Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Síða 25
skýrt venjulegt mælt mál, ber orðin £ram ljóst og
snjallt, þegar það syngur“.
Þetta leizt Greorg gott ráð. Hann hugsaði sig um
anðartak; svo reigði hann höfuðið aftur á bak, lokaði
augunum og söng með baritónrödd:
»Ég ann einni mey, yndislegri, ástkæm mey“ söng
Georg. „Hún er fögur og hrein eins og liljan á vell-
inum“.
„Vafalaust", sagði sérfræðingurinn og engdist ofur-
lítið í stólnum.
„Hún er björt og blíð, björt eins og sólin í heiði —
Siisanna, ó, Súsanna mín ein“.
„A!“ sagði sérfræðingurinn. „Laglegasta stúlka, heyr-
ist mér á yður. Er þetta hún?“ spurði hann, setti á
sig gleraugun og kíkti á myndina, sem Georg hafði
dregið upp úr brjóstvasa sínum vinstra megin.
Georg kinkaði kolli og andaði djúpt að sér.
„Já. minn herra, þetta er hún, ástin mín ein. Og
þegar ég til klerksins kem, þá segi ég — já, herra
minn, þá segi ég, það er hún, ástin —“
„Einmitt“ sagði sérfræðingurinn fljótt. Hann liafði
viðkvæmt eyra. „Einmitt. Einmitt“.
„Ef þér þekktuð Súsí, eins og ég þekkti Súsí“ byrj-
aði Georg, en hinn greip fram í.
„Einmitt. Alveg rétt. Kæmi mér ekki á óvart. Og
nú“, sagði sérfræðingurinn, „livað er að, nákvæmlega
tiltekið? Nei“, bætti hann við, þegar Georg fyllti lung-
un, „syngið það ekki. Skrifið atriðin á þetta blað“.
Georg gerði það.
„Hm!“ sagði sérfræðingurinn og virti fyrir sér skrif-
ið. „Þér óskið að bera fram ástarjátningu, biðla og
verða trúlofaður, heitbundinn unnusti þessarar stúlku,
en þér finnið yður vanmáttugan, ófæran, óhæfan, ónýt-
an og máttlausan. í livert sinn, er þér reynið það,
bregst röddin, klikkar, klúðrast og þér gapið“.
Georg kinkaði kolli.
,. Ekki óvenjulegt tilfelli. Ég hef þurft að fást við
svona lagað áður. Ahrif ástar á raddbönd jafnvel í
meðallagi mælskrar manneskju erix oft og tíðum nei-
kvæð. Hvað viðvíkur venjulegum stamara, hafa til-
raunar sýnt. að í níutíu og sjö komma fimm tilfellum
af hundraði gerir sú hin helga tilfinning hann álíka
áheyrilegan og hvæsandi kettling.
„H-hv-hv-hv- - ?“ spurði Georg.
„Ég skal segja yður. „Stam“, hélt sérfræðingurinn
áfram og horfði góðlátlega á Georg, „er mestan part
sálrænt og orsakast af feimni, sem aftur orsakast af
vanmetakennd, sem aftur orsakast af niðurbældmn hvöt-
um eða svoleiðis. Ráðið, sem ég gef öllum ungum
mönnum, sem til mín koma og hvæsa eins og kettlingar,
ér að fara út og gera sér að reglu að tala við þrjá
bráðókunnuga menn á hverjum degi. Takið þessa menn
tali, alveg sama hve aumur og vesæll yður finnst þér
•vera, og áður en margar vikur eru liðnar munuð þér
finna, hvílík áhrif þessi litli, daglegi skammtur liefur
haft. Eeimnin hverfur og með henni stamið“.
Og er hann hafði — skærum og styrkum rómi —
krafið Georg um tvöhundruð króna borgun, sendi sér-
fræðingurinn hann út í veröldina.
Þ Y í meir sem Georg hugsaði um ráðið, sem honum
VÍKINEUR
hafði verið gefið, því verr gast honum að því. Það
fór hrollur um hann í bílnum á leið til jámbrautar-
stöðvarinnar. Eins og allir feimnir unglingar, hafði
hann aldrei álitið sjálfan sig feiminn, heldur kosið að
telja mannfælni sína stafa af fágætu, andlegu sjálf-
stæði. En nú, þegar búið var að opna augu hans, varð
hann að játa fyrir sjálfum sér. að hann væri full-
komin kvíga. Sú tilhugsun, að ávarpa bráðókunnugt
fólk og þröngva því til samræðna, olli honvmi ógleði.
En enginn Mulliner hefur nokkru sinni skotið sér
undan óþægilegri skyldu. Þegar hann kom á brautar-
pallinn og gekk að lestinni, leiftruðu augu hans a£
næstum ofstækisfullri einbeittni, hann beit saman tönn-
unum og ásetti sér að hafa lokið þrem samtölum, áður
en ferðin væri á enda, þótt hann svo yrði að syngja
hvert orð.
Klefinn, sem hann fór inn í, var tómur í bili, en
rétt í því lestin lagði af stað, kom inn maður, afar
stór og grimmdarlegur útlits. Georg hefði kosið að
gera fyrstu tilraunina á einhverri dællegri persónu, en
hann herti upp hugann og laut fram. Og í því hann
gerði það, tók maðurinn til máls.
„Ve-ve-ve-ve-veðrið“, sagði hann, „su-su-su-sýnist p3-
æ-æ-æt-ætla að ska-ska-ska-skána, ha-ha-ha-haldið þér
ekk-ekk-ekki 9“
Georg hné aftur á bak eins og hann liefði verið bar-
inn í andlitið. Lestin var komin út af stöðinni, sólin
skein inn um gluggann á ferðafélagann og lýsti upp
vöðvamiklar axlir hans og breiða kjálka, og þó eink-
lun og sérílagi óhugnanlega grimmdarlegt augnaráðið.
Að svara slíkum manni „ju-ju-ju-jú“ hefði verið hreint
og skært brjálæði.
En ]iað virtist bara litlu betra að halda sér saman.
Þögn Georgs virtist vekja verstu hvatir mannsins. And-
litið varð dökkrautt og hann starði heiptarþrungnum
augum.
„É-é-ég spu-spu-spu—spurði ku-ku-ku-ku-kurt-ei-ei-ei-
eislega“, sagði hann illúðlega. Eruð þér he-he-he-lie-
hevmarlaus ?“
Við Mullinar erum allir þekktir að snarræði. Það tók
Georg ekki andartak að opna munninn, benda á tung-
una í sér og gefa frá sér kverkhjóð.
Gremja mannsins livarf eins og dögg fyrir sólu.
„Ma-ina-ma-mállau.s?“ sagði hann samúöarfullur. „Ég
bið yður aff-aff-aff-afs. Vo-vo-vo-vona ég ha-ha-hafi
ekk-ekk-ekk. Hli-hli-hli-hlýtur að ve-ve-vera aff-aff- aff-
1-1-lei-lei að ge-ge-ge-ta-ta ekk-ekk- ta-ta-ta-ta-la-la-la
re-re-re-re-reiprennandi“.
Að svo mæltu sökkti hann sér niður í blaðið sitt, og
Georg hné út af í hominu, skjálfandi frá hvilfli til ilja.
TIL þess að komast til Austur-Valla, verður að
skipta um lest í Uppbæ. Um það leyti, er lestin kom
þangað, liafði Georg náð sér að nokkra. Hann kom
hafurtaski sínu fyrir í Austur-Vallalestinni og er hann
hafði gengið úr skugga um, að hún færi ekki fyrr
en eftir tíu mínútur, ákvað hann að viðra sig ofur-
lítið í góða veðrinu.
Þetta var fagur síðdagur. Sólin gyllti stöðvarpall-
inn, ofurlítil gola andaði úr vestri. Smálækur rann
gjálfrandi meðfram veginum, fuglar sungu í runnum,
119