Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Qupperneq 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Qupperneq 27
Allfc var í lagi. Konan, sem sat á bekknnm and- spænis, var niðursokkin í blaö. Með því að hreyfa sig í hljóðum snóningum og vindingum tókst Georg að smokra sér úr feluustað sínum og upp í sæti'S í hom- inu. Konan hélt áfram að lesa blaðið. Atburðirnir síðasta stundarf jórðung höf'Su heldur orð- ið til þess að sljóvga þann ásetning, sem Georg liafði öðlazt í heimsókninni til sérfræðingsins. En nú, þegar hann hafði næði til hugleiðinga, sá hann glöggt að ef hann ætti að ljúka læknisaðgerðum þessa fyrsta dags, mátti ekkert tækifæri láta ónotað. Talið við þrjá bráð- ókunnuga menn. hafði sérfræðingurinn sagt, og til þessa hafði hann aðeins talað við einn. Satt var það að vísu, aS þessi eini hafði verið í mesta máta ókunnur, og samvizkuliðugri maður en Georg Mulliner hefði ef til vill látið sér sæma að reikna hann sem einn og hálfan eða jafnvel tvo. En Georg var strangheiðarlegur sem allir Mullinerar, og tók ekki í mál að svíkjast um. Hann bjóst til atlögu og ræskti sig. „Öhörm!“ sagði Georg. Og, hafandi brotiS ísinn, brosti hann alúðlega og beið þess, að ferðafélaginn tæki næsta skref. Skrefið, sem ferðafélagin tók, var uppávið og á að gizka sex til átta þumlungar. Hún sleppti blaðiim og hoifði á Georg með glæreygum hryllingi. Hún liafði verið sannfærð um, að hún væri ein í klefanum, og sjá! rödd hafði ávarpað hana utan úr tóminu. And- litið á lienni hreyfðist, en hún sagði ekki orð. Georg leið að sínu leyti ekki rétt vel sjálfum. Kven- fólk jók ætíS á feimni lians. Hann vissi aldrei, hvað hann átti að segja við það. Þá datt honum snjallræði í liug. Hann vissi, að nú var klukkan um fjögur. Kvenfólki þótti gott að fá tesopa vun það leyti, vissi hann, og liann átti fulla hitaflösku í töskunni sinni. „AfsakiS, en mætti ekki bjóða yður tebolla?" var það, sem hann langaði að segja, en eins og svo oft bar viÖ í návist hins fagra kyns, komst hann ekki lengra en gefa frá sér þvoglulegt gagg, eins og radd- rifin hæna að kalla á ungana sína. Kvenmaðurinn hélt áfram að stara á hann. Augu hennar voru nú á stærð við venjulegar golfkúlur, og andlitsdrátturinn var hrygglukenndur. Og einmitt nú flnug Georg í hug ráð sérfræðingsins. Segið það í tónum — það var lóðið. , Hann hikaSi ekki lengur. „Te til þín og te til mín og tvö í te, þú og ég —“ Honum brá við að sjá kvenmanninn gerast ljós- grænan. Hann ásetti sér að tala greinilegar. „Ég hef stóra flösku, — ég hef fulla flösku. Má elcki bjóða yður úr flösku? Teiö yljar lífi og sál, ég hef fulla flösku, skál. Stóra hitaflösku, sjá, héma er sopi, ef ég má?" Því verður ekki móti mælt, að boðið hefði varla getað verið heppilegar orðað, en kvenmaðurinn lét ekki hnika sér. Hún horfði á hann kvalafullu augnaráði, lokaði síSan augunum og hné aftur á bak í sætinu. Varir hennar vora nú orðnar undarlega grábláar að lit og bærðust í sífellu. Hún minnti Georg, sem var ákafur veiSimaður, á nýveiddan lax. G E 0 R G sat í hominu sínu þungt hugsandi. Sama VÍKINGUR livemig hann leitaði og rótaSi í huga sér, lionum datt ekki í hug neitt umræÖuefni, sem líkur væm til að myndi skemmta, gleðja og upplífga. Hann leit út um gluggann og andvarpaði. Lestin var nú að nálgast góSu. gömlu Austur-Valla- sveitina. Hann kannaSist við umhverfið. Heitur stramn- ur fór um Georg, er honiun varð liugsað til Súsönnu. ITann tók hitaflöskuna og hellti sér í bolla. Svo setti hann flöskuna á bekkinn og drakk. Hann leit á ferðafélagann. Hún hafSi augun stöðugt lokuð og gaf frá sér lágar stunur. Georg langaði hálft í livoru til aS endumýja teboðið, en eina lagið, sem liann mundi í svipinn var „Hjartalausa Hanna, blóS- sugan frá Havanna“ og það var erfitt að finna við- eigandi texta við það. Hann drakk teið og horfSi út um gluggann. Þegar lestin nálgaSist Austur-Velli, koma fyrir ójöfn samskeyti á teinunum og rykkirnir era svo snarpir, að dæmi era til, að hraustustu menn hafi misst niður bjór. Georg gleymdi þessu, sökum annarlegra hugsana, og setti flöskuna tæpt á bekkjarbrúnina. AfleiSingin varð sú, að þegar rykkur kom á lestina, tókst flaskan á loft, stakkst á gólfið og sprakk meS háum hvelli. Jafnvel Georg brá allmjög við atburðinn, hjartað hoppaði upp í liálsinn á honum og virtist ætla út mn munninn. En á kvenmanninn andspæms honum vora álirifin ennþá stórkostlegri. MeS nístandi ópi lyftist hún beint upp í loftið eins og þyrilvængja, öðru nafni kopti, og liafandi læst höndinni um neyðarhemilshringinn, féll liún niður aftur. Þótt hið fvrra hopp hennar liefði verið álitlegt, bætti liún þaS nú um þó nokkra þumlunga. Ég veit ekki, hvaS mctið í sitjandi hástökld er nú sem stendur, en hún hefur áreiðanlega bætt það, og hefði Georg veriS meðlimur ólympíunefndarinnar, hefði hann skrásett þennan kvenmann á stundinni. Afleiðing þess, aS kvenmaðurinn togaði í neyðar- hemiliim, varS sem nærri má geta sú, að lestin stanz- aði með liroðalegu urgi og ískri. Og ekki var hún fyrr stönzuð en forvitinn áhorfendagrúi safnaSist að úr öllum áttum. Atburðurinn gerSist hálfa aðra mílu frá Austur- Velli, og eins langt og auga eygði sást ekki nokkur sála í landslaginu. Fyrir andartaki hafði ekkert verið aS sjá annað en bylgjandi akra og græn engi, en nú kom fólk hlaupandi að úr norSri, suðri, austri og vestri. Georg var að vísu orSinn í allæstu skapi, þegar hér var komiS, en liann fullyrSir, að á rennsléttu engi, þar sem ekki var til felustaður fyrir mús, hafi allt í einu birst tuttugu og sjö sveitamanneskjur; án efa skotiS beint upp úr jörðinni. Og lestin, sem í Uppbæ haföi virzt hálftóm, hellti nú úr sér farþegum um hverjar dyr. Það er ekki gott að segja nákvæmlega, livemig ver- aldai-vanur maður hefði átt að snúa sig út úr öðra eins og þessu, en hvaS Georg snerti, verSur þegar að játa, að hann var öldungis ófær um að bjóða ástand- inu byrginn. Eina skýra hugsunin, sem stóð upp úr hugarróti hans, var sú, að honum væri ráðlegast að fjarlægja sig, og gera þaS fljótt. Hann dró djúpt að sér andann og tók til fótanna. * Niðurlag f næsta blaSi. 121

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.