Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 1
SJOMAIMNABLAÐIÐ UIKIH6UR ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS ------ ■ ' -- ■■ ■-- -- ■■■ -T” 'LS.'.'JL.Í " .. XV. árg. 10. tbl. Reykjavík, október 1953 Sigurgeir Signrðsson, biskup Kveðjur frá sjómannastéttinni Er mér barst sú fregn, að Sigurgeir Sigurðs- son biskup væri látinn, minn kæri vinur og frændi, þá varð mér á að liugsa svo, að nú væri skammt stórra höggva milli í hópi vina og ættingja. Er nú stórt skarð fyrir skildi, þar sem liann var fullur starfsáhuga og atorku, liinn mikli og um leið mildi baráttumaður. Hann fæddist og ólst upp sín bernskuár á Eyrarbakka, þar sem við undum okkur svo vel í víðfemi suðurlandsundirlend- isins við hina brimi sorfnu strönd, þar sem Iiafaldan ham- ast og gnauðar í stórviðrunum, sótti og sækir á land upp, svo að jafnvel kotunum og bæjun- um í skjóli sjóvarnargarðsinsvar liætta búin, þar sem sól og tungl glampa á spegilfögrum haffletinum í blíðviðr- inu, þar sem hinn fagri fjallahringur umlykur alla þá fegurð, sem sýslan okkar, Árnessýsla, hefur upp á að bjóða. Þar mótaðist hið and- lega björgunarstarf vinar míns og míns kæra bróður, séra Árna, þar varð til hinn fyrsti vísir að innsýn þeirra og víðsýni, þar skapaðist vin- átta með frændsemi, og lang\rarandi samstarf, meðan beggja naut við, um kirkju og kristnistarf VÍ KIN G U R eftir að þeir liöfðu vígst til þess göfuga starfs. Báðir voru þeir miklir vinir sjómannanna og fúsir til að taka á sig aukastörf þeirra vegna. Á Eyrarbakka og Stokkseyri og vfirleitt með allri strönd suð- urlands, var fyrr á tímum og á uppvaxtarárum þessara mætu manna, hægt að fylgjast með þeirri baráttu, sem sjómenn- irnir á þessum slóðum háðu á opnu skipunum, fyrir brauði og lífi sínu og sinna. Það var því , eðlilegt, að hjartagóðir og starfsfúsir menn fengju þar uppörfun og eggjan til þess að bæta og fegra líf fólksins. Sigurgeir biskup til- einkaði sér þessi lífsviðhorf í ríkum mæli. Hann var bjart- sýnn, víðsýnn og framsækinn baráttumaður, sem unni sér ekki hvíldar, er eitthvert málefni, hversu erfitt sem það var, hafði tekið hann tökum. Hann var hinn mikli athafnamaður, sem vildi sjá árangur starfsins, um leið og hann var bljúgur og mildur og livers manns hugljúfi, er kynntist lionum bezt. Um leið og ég sakna hans mjög sem vinar og frænda, þá sakna ég hans sem mikils vinar sjómannanna. Hann var oss mikil hjálparhella, 221

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.