Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 15
voru fjórir mánuðir hafði hann þyngst um 100 kg. og lengst um 40 cm. Þarna í búrinu gafst sérstaklega gott tækifæri til þess að athuga smokkfiskaveiði marsvínsins. Ef bráðinni var sleppt beint fyrir framan trýnið eða snoppuna á hvalnum, sá hann hana ekki vegna fituhnúðsins framan á höfðinu, og því heppilegast að renna fæðunni öðru hvoru megin við hausinn, þá var hann snar að hremma hana, svo hún ekki lenti hjá Jœppinautunum, en þeir voru bæði höfr- ungar, skjaldbökur og fiskar. Fyrst í stað var marsvínið hrætt við höfrungana, en ekki leið á löngu unz það fór að hnoða þá eða ýta við þeim með snoppunni og jafnvel glefsa i þá, og sat það eftir slíka viðureign eitt og öruggt að sinni bráð. Þegar skoluð var fatan, sem smokkfiskarnir voru bornir í, fann marsvínið á sér, að nú var máltíð- inni lokið, og synti þá burt frá palli þeim, sem sá stóð á, er máltíðina reiddi fram. Marsvínið hélt einkrun til í suðurhluta búrsins, en þar var for- sæla og kom þarna fram það, sem menn þóttust áður vita, að marsvín eru einkum á ferli þegar skuggsýnt eða dimmt er orðið. Eftir níu mánaða dvöl í lagardýrabúrinu dó mar- svínið. Það voru höfrunganautin, sem styttu því aldur, þó miklu stærra væri, en um fengitímann verða þau mjög grimm og létu höggin óspart dynja ó „þeim stóra“, unz hann þoldi ekki meira. Við þessu gátu varðmenn ekkert að gert. Ekki hefur annað marsvín náðst, en í geyminn í „Marine Studios“ hafa flutzt flestar tegundir höfr- unga. Eins og ég hefi áður sagt frá í erindinu „Hval- irnir“, tókst tveimur kanadiskmn náttúrufræðing- mn að ná rödd eða raddbrigðum höfrungsins „Delphinapterus Leucas“ (hvíta höfrungsins) á plötur hljóðfarans og samkvæmt þeim hljóðum eða tónum hefur höfrungur þessi síðan verið nefndur „kanarífugl hafsins". Rannsóknir, sem gerðar hafa verið í „Marine Studios“, leiða í ljós, að heyrnin hjá höfrungum er mjög góð og að þeir nota hljóð til þess að gera hver öðrum aðvart, eða öllu heldur, til þess að skrafa saman. f hinu mikla lagardýrabúri hefir það nokkr- um sinnum skeð, að höfrungakýr hafa kelft og kom þá í ljós, að fyrst ber sporðinn að hjá hvöl- unum, en ekki hausinn, eins og á sér stað hjá spen- dýrum þeim, er á landi lifa. Umhyggja móðurinnar fyrir kálfi sínum er mjög mikil og hin nákvæmasta. Fyrst aðstoðar hún hann til þess að komast upp að yfirborðinu, en þess þarf hann sem fyrst, til að fylla lungun af lofti. Svo fer hann að svamla og leita að móðurmjólkinni, en með hreyfingu magavöðva bókstaflega spýtir kýrin mjólkinni upp í kálfinn. V í K I N □ U R Höfrungavaða. Svo ég víki aftur að hljóði eða skrafi höfrungs- ins, þá var það dag nokkurn, er flytja átti höfr- ungskú með kálfi úr einni vatnsþró í aðra á M. S., að kýrin var fyrst flutt og stiuð frá kálfinum með grindum og jafnframt vatnsborðið lækkað. Meðan á þessu gekk, voru þau stöðugt að skrafa saman, kýr og kálfur, og heyrðist greinilega í báðum, en þegar búið var að tæma vatnið í leiðslunni milli geymanna, svo hljóð gat ekki lengur borist í því eða með, þá synti kýrin frá grindinni, en kálfur- inn hélt áfram að þvaðra í ákafa. Þegar þeim var aftur hleypt saman, varð sýnilega mikill fagnaðar- fundnr hjá báðum. Er það nú álit þeirra manna, sem mest hafa athugað hvalina, að heyrn þeirra sé miklu full- komnari en sjónin. Er það og álitið, að vitsmunir þeirra séu talsverðir og í röðun spendýranna eftir vitsmunum er höfrungnum markaður bás milli hundsins og chimpansapans. Sá höfrungur, sem mesta eftirtekt hefir vakið í M. S., er úr flokki þeirrá, sem á latínu nefnast „Tursiopo tursio“ og verða 3 til 4 metrar á lengd, einstaka 5 m. Er hann nefndur gælunafninu „Fil- ippy“ (Filippus) og er búið að kenna honum ýmsar listir, svo sem að draga upp merki eða flagg, þegar hann er svangur. Gerir hann það með því að stökkva hæð sína upp úr vatninu og læsa kjaftin- um um rauðan knött, sem er neðst á stöng. Lætur hann sig svo síga aftur í sjóinn, er hann hefur náð knettinum og þó rennur upp á stöngina gult flagg, sem í er dreginn svartm- höfrungur, og þá brugðið við og „Pusa“ gefið. Þá hafa og aktygi verið lögð á „Filippy" og hon- um kennt að draga húðkeip eða lítinn, léttan fleka Frh. á bls. 239. 235

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.