Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 22
Skipverjar á Tröllafossi að æfingum fyrir keppnina. Skipverjar á Yröllafossi í alþjóða róðrakeppni í INIew Vork Skipshöfnin á „Tröllafossi“ gat sér gott orð í al- þjóða kappróðrarkeppni, sem haldin var í New York-höfn laugardaginn 12. september. Norðmenn komu fyrstir í mark, næstir þeim urðu Bandaríkja- menn, og íslendingar urðu þriðju í röðinni. Keppn- in var haldin á vegum skipafélaga í New York með þátttöku og aðstoð hafnarstjómar New York og flota Bandaríkjanna. Meðal forystumanna keppn- innar voru yfirborgarstjórinn í New York, Vincent R. Impellitteri, William F. Halsey, hinn kunni ameríski flotaforingi. Aðaldómari var F. C. Denne- brink flotaforingi, og meðal dómara var Hannes Kjartansson, aðalræðismaður íslands í New York. Keppnin fór fram á Hudson-ánni, vestur af Man- hattan-eyju. Þúsundir manna horfðu á kappróður- inn frá landi, en á sjálfri ánni voru tugir skipa af öllum gerðum og stærðum, frá smá-skemmtibátimi upp í tundurspilla, full af áhorfendum. New York blöðin skrifuðu mikið rnn róðrarkeppnina fyxir og eftir, og var íslendinga sérstaklega minnst i hlöð- unum og mjög rómað að þeir skyldu taka þátt í keppninni, þar sem þátttakendur vom frá mestu siglingaþjóðum heimsins. Islendingar gátu ekki val- ið þátttakendur nema frá tiltölulega litlu skipi, en hinar þátttökuþjóðirnar áttu úr að velja skipshöfn- um frá mörgum skipum. T. d. voru það ekki færri en 15 skipafélög, sem stóðu að keppninni frá Bandaríkjamanna hálfu. NorZmenn unnu í annáS sinn. I alþjóðaróðra samkeppni, sem haldin var í New York í fyrrahaust, sigruðu Norðmenn eins og nú. Þá var vegalendin, sem róið var, ein sjómíla, en að þessu sinni var vegalengdin sjómíla. Banda- 242 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.