Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 4
John G. Rowe: Inniluktur í sokknu skipi Það var í birtingu þriðjudagsmorguninn 20. ágúst 1907. Togarinn „Quail“ lá fyrir akkeri á Humberfljótinu. Aðeins þrír menn voru um borð í skipinu — skipstjórinn, W. Lewis, stýrimaðurinn, Harry Willey, og einn háseti, J. Nicoline. Hann var á verði á þilfari, en báðir yfirmennimir vora sofandi í rúmum sínum niðri í káetimni. Skyndilega vaknaði stýrimaðurinn úr fastasvefni við felmtursóp frá varðmanninum. Um leið og bœgslagangi Ægismanna, — það virtist sem þeim þætti kúlnahríðin meinlaust báragjálfur við skips- ldiðina, eða táknræn flugeldasýning þeim til heið- urs og dýrðar, fyrir storkun og mótþróa við íslenzk lög og rétt. Enda hlógu þeir og gerðu að gamni sínu í talstöðina, meðan á eftirförinni stóð, eins og þetta væri skemmtilegur leikur. En Ægismenn vora ekki kátir og ánægðir þær stundirnar, sem ekki var von, því að það er sálardrepandi að vera keppandi í slíkum „kappleik“ og uppskera hlátur og skömm að launum. Hefði þarna verið hraðskreitt varðskip, sem gengið hefði 25 sjómílur, þá hefðu allir þessir togarar náðst. Það er blóðugt að horfa upp á þetta, og hafa ekki tækin (skipin) til að klófesta þessa karla. Það era sex togarar nú á skömmum tíma, líklegast allir belgiskir, sem Ægir hefur misst, ein- ungis vegna þess, hve ganglítill hann er til land- helgisgæzlu, hvað þá um öll hin varðskipin, nema Þór, sem ganga minna en Ægir. Enda hafa varð- bátarnir nú uxn hríð ekki náð í togara, en dæmi eru til að þeir hafi misst þá, þeir, sem voru taldir svo fengsælir áðvu- fyrr. Af framanskráðum staðreyndum er ljóst, að við erum ekki færir um að verja landhelgi okkar sem skyldi. Islendingar hafa lagt á það ríka áherzlu, að botnvörpuveiðar innan hinnar nýju landhelgislínu séu ógnun og skaðsamlegar lífsafkomu þjóðarinnar. Okkur ber skylda til að snúast til vamar, þjóðar- hagsmunir krefjast þess. Það verður því verkefni hins nýja forstjóra landhelgisgæzlunnar, hr. Péturs Sigurðssonar, að vinna að farsælli og nauðsynlegri lausn knýjandi vandamáls, sem þolir litla sem enga bið, ef ekki á að hljótast tjón og skömm af. Júlíus Ólafsson, vélstjóri. hann reis upp í rúminu og kastaði af sér sængur- fötunum, til að gá að hvað um væri að vera, kom ógurlegt högg á skipsbyrðinginn og skipið tók skyndilega hliðarveltu, svo að það lagðist næstum þvi á hliðina. Stýrimaðurinn kastaðist fram úr rúminu, en meiddist samt ekki. Hann reif sig á fætur í hend- ingskasti og stökk fram í aðalkáetuna. Þá sá hann hvar framstefnið á gufuskipi stóð gegnum súðina beint á móts við rúm skipstjórans, en hann sjálfur sást hvergi. Án þess að gefa sér tóm til að virða þetta frekar fyrir sér, stökk hann fram að hurðinni. En áður en hann komst þangað, skall ískaldur sjórinn, sem raddist inn gegnum rofna súðina, á liann af svo miklu afli, að hann missti fótanna og skall flatur í iðuna. Þegar honum loksins tókst að brölta á fæt- ur, var káetan orðin hálffull af sjó og hinar áköfu tilraunir hans til að opna hurðina urðu árangurs- lausar; þunginn af sjónum innifyrir hélt henni ríg- fastri og þrátt fyrir ofsaleg átök hans bifaðist hún ekki. Á þeim fáu augnablikum, sem hann var að þessu, hækkaði sjórinn svo ört, að hann náði hon- um í bringu. Hávaðinn af innstreymi sjávarins var svo mik- ill, að ekkert annað heyrðist. Dauðans angist kom nú yfir Willey og hann svipaðist ráðþrota um eftir einhverri annarri leið til að umflýja bráðan bana. Stefnið á hinu skipinu hafði nú horfið úr rauf- inni og sjórinn beljaði inn með feikna-afli. Þar var engin björgunarvon. Við þetta skelfilega útlit bættist svo það, að hann fann hvemig skipið var að færast í kaf, sökkva til botns með honum inniluktum eins og rottu í gildru. Meðan hann litaðist ráðþrota um, skolaði hring- iðan honum enn af fótunum og hann synti að borð- inu og klifraði upp á það, en kastaðist nærri því af því, þegar skipið byltist til í sjónum á leiðinni til botns. Honum tókst þó að standa upp og ná í umbúnaðinn á ofanljóssglugganum yfir höfði sér og halda sér þannig á fótunum. Til allrar óham- ingju — eða öllu heldur hamingju, eins og fór — var glugginn lokaður og festur, svo homrni tókst ekki að komast út þá leið. Sjórinn hækkaði óðum í kringum hann. Hann VÍKINGUR 224-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.