Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Side 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Side 25
SJÓMANNABLAÐIÐ VlKINGUR Útgefandi: Farmanna- og fiskimannasamband íslands. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gils GuSmundsson. Ritneínd: Júlíus Kr. ÓlafsSon, Henry Hálfdanarson, Magnús Jensson, Halldór Jónsson, Sveinn Þorsteinsson, Birgir Thoroddsen, Theódór Glslason. — Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar árgangur- inn 50 krónur. Ritstjóm og afgreiðsla er í Fiskhöllinni, Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur", pósthólf 425, — Reykjavík. Sími 5653. Frentað í ísafoldarprentsmiðju h.f. Smœlki Bretar vonast til að eiga stærsta tankskipaflota i heimi árið 1957, þar sem hlutfall Bandaríkjanna í tankskipaeign hefur fallið úr 60% niður í 30% frá stríðslokum, ef ekki eru talin með skip, sem þeir láta sigla undir annarra þjóða fánum. * Bretar munu í framtíðinni geta fengið nægar birgðir af „þungu vatni“ úr heitum hverum Nýja Sjálands, sem margir hverjir eru ákaflega djúpir, en „þungt vatn“ er mjög nauðsynlegt til kjarnorkurannsókna. - * Bretar hafa kostað 150 millj. sterlingspunda til að endurbæta olíuhreinsunarstöðvar sínar og efla. Hefur það borið þann árangur, að útflutningur á fullunnum olíuafurðum hefur fimmfaldazt á síðustu 2 árum. * Laxinn er eins og kunnugt er mjög sprækur há- stökkvari. Eru dæmi til um það, að lax hefur stokkið foss, sem var 5 metra hár. * Til er arabisk þjóðsaga um það, hvers vegna flat- fiskurinn er dlökkur á efri hliðinni, en hvítur á þeirri neðri. Móses var einu sinni að steikja sér flatfisk, en hafði aðeins steikt hann öðrum megin, þegar eldurinn slokknaði. Móses varð þá reiður og henti fiskinum í sjóinn aftur. Var þá ekki meir af honum dregið en svo, að hann synti burt. En eftir það, segir sagan, hafa allir afkomendur flatfisksins verið eins og „hálfsteikt- ir“ á litinn. Frh. af bls. 239. ingur hefur verið gerður milli Aust- ur-Þýzkalands og Belgíu. • 16/9. Frú Pandit, systir Nehrus, forsætisráðherra Indlands, var kjör- in forseti allsherjarþings S. Þ. — Afli Norðmanna við Vestur-Græn- land hefur verið um 40% meiri í sumar en í fyrra. — Tékkar draga úr fjárfestingu í þungaiðnaði, allt kapp verður lagt á að auka matvæla- framleiðsluna. — Varnargarðarnir, sem flóðin brutu s.l. vetur í Hollandi, eru nú heilir að nýju. — Frakkar ákveða að veita Marokko allvíðtæka stjórnarbót. • 17/9. Hafnar eru heræfingar á At- lantshafi, hinar mestu, sem um getur í sögunni. — Nær ekkert hús er uppi- standandi í Paphos eftir jarðskjálft- ana á Kýprus. — Líklegt er talið að samkomulag náist við Breta um Ev- rópuherinn. • 18/9. Ástralíumenn ákveða 200 mílna landhelgi, til þess að koma í veg fyrir ofveiði. • 19/9. Grimsby Evening Telegraph skýrir frá því, að veiðar brezkra tog- ara á Grænlandsmiðum hafi mis- heppnazt í ár. Segir blaðið að sama og engan fisk sé að fá á Grænlands- miðum og veiðarfæratjón mikið. • 23/9. Pólskur biskup hefur verið dæmdur af herrétti í 12 ára fangelsi fyrir njósnir. • 24/9. Krafizt verður dauðarefsing- ar yfir Mossadek. Sakamál höfðað eftir nokkra daga. • 25/9. Flóðbylgja hefur gengið á lan<j í bænum Lyngmouth í S.-Eng- landi og valdið þar tjóni. Er hálfs meters djúpur sjór á götunum. — Sovétríkin viðurkenna ekki dómsvald alþjóðadómstóla og beygja sig ekki fyrir úrskurði þeirra. — Sólarhrings verkfall hefur verið gert á Italíu til stuðnings kaupkröfum. • 26/9. Mikið óveður hefur undanfar- ið geisað úti fyrir Atlantshafsströnd Frakklands og hafa 15 franskir sjó- menn farizt. — Á dögunum gekk ein- hver mesti hvirfilvindur yfir Japan, sem um getur í sögu landsins. Hefur gífurlegt tjón orðið og eru flóðbylgj- ur á næsta leiti. — Norðmenn veiddu um 300 þús. tunnur síldar við Island í sumar. Verðmæti aflans varð um 28 millj. norskra króna. — Sérfræð- ingar í S.-Afríku munu ætla að fram- Ieiða olíu úr kolum. — Franskir fiski menn við Comóro-eyjarnar veiddu nýlega svonefndan Cölaacanth-fisk, sem menn hafa lengi haldið að væri með öllu útdauður. Er þetta annar fiskurinn þessarar tegundar, sem veiðst hefur. Hinn var veiddur í febr. s.l. • 27/9. 500 manns fórust I fellibylj- um í Japan. Tjónið metið á 700 millj. kr. — Varnarsamningur undirritaður milli Bandaríkjamanna og Spánar. • 30/9. Miðstjórn brezka verkamanna flokksins er skipuð eins og áður. Voru stuðningsmenn Bevans endur- kjörnir með auknum meirihluta. — Hedtoft, leiðtoga danskra jafnaðar- manna, falið að mynda stjórn í Dan- mörku. Neituðu róttækir að styðja stjórn Eriksens. — Óljós svör Rússa við boði vesturveldanna um fjór- veldafundinn. Vilja þeir fyrst fimm- veldafund með Kína, og þá fjórvelda- fund um Þýzkaland. — Ernst Reuter, borgarstjóri Berlínar, lézt í gær. Var hann 64 ára að aldri. — Grænlands- farið Diskó flutti nýlega 56 græn- lenzka sjúklinga til Kaupmannahafn- ar, voru flestir lamaðir eftir mænu- veiki, en mænuveikifaraldur er nú í Grænlandi. V í K I N □ U R 245

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.