Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 7
er strax steinsofnaður. Svaf ég fast, enda orðinn svenfþurfi, hafði vakað á annan sólarhring. Mig dreymdi illa. Þótti mér ótal kvensniftir sækja að mér úr öllum áttum. Hafði ég mesta ýmugust á þessum ófögnuði og reyndi að verjast þeim eftir megni, en það gekk illa. Var ég í svefninum orðinn bæði öskuvondur og uppgefinn og farinn að beita hnefunum. Hafði ég þó einhverja hugmynd um, að þetta væru heldur ófagrar aðfarir við kvenfólk. En allt í einu er ég vakinn, og er það Hallgrímur. Ég lít upp, og sé að það er orðið hálfbjart. Spyr ég Hallgrím, hvar við séum. Hann kvað okkur vera á móts við Glettinganes. Vélin hefði verið í ein- hverju ólagi og tafið förina mjög. En nú væri hún komin í lag. Ég smokka mér í stígvélin í flýti, þríf í Einar, sem steinsvaf í fleti sínu og skipa honum að koma strax upp. Síðan fer ég upp á þilfar, og er í illu skapi. Enn var sami þokudumpungurinn, en farið að kæla á sunnan. Ég var hálfpartinn að hugsa um að leggja þarna, því ég þekkti það frá fyrri tíð, að þar var oft reytingsfiskur. Þó hætti ég við það. Segi ég þeim Þorsteini og Hallgrími að leggja sig, og tek strikið norðaustur í flóann, því sem næst beint í hafið. Með birtingu þyngdi sunn- an-goluna, og fór hann þá einnig að auka kvikuna. Ég hélt samt áfram, en fór þó klukkutíma skemmra en við vorum vanir. Voru hinir nú vaktir og byrjað að leggja. Ég hef víst aldrei flýtt mér eins mikið að leggja línu og þá, enda var hann alltaf að þyngja vindinn og auka kvikuna. Þegar búið var að leggja, var farið að brjóta úr báru. Við fórum að draga eftir hálftíma, en annars var vani að láta liggja í tvo tíma. Okkur gekk illa að draga línuna, slitmn tvisvar, en fundum hana samt í bæði skiptin aftur. Þetta tafði mjög fyrir. Við fiskuðmn líkt og vant var, hér um bil fulla lestina. Var nú báturinn orðinn þung- ur og farnar að koma allmiklar slettur inn á dekk- ið. Var þó Ingólfur góður sjóbátur. Enn versnaði veðrið og dimmdi að og gerði úrhellisrigningu. Ein- ar var að draga síðasta bjóðið, en ég stóð við vant- inn, hélt mér í hann með annarri hendinni, hafði gogginn í hinni og bar í fiskinn. Þorsteinn véla- maður stýrði. Ég var fyrir löngu búinn að láta lúk- umar yfir lestina. Hallgrímur lá á hnjánum við að hálsskera fiskinn, lyfti upp öftustu lúkunni stjóm- borðsmegin og stakk honum í lestina. Einar var öðru hvoru að tala um að það væri ekkert vit að skera ekki á línuna. Ég anzaði því engu. Langaði mig til að ná fiskinum og þó einkum endabólinu eða niðurstöðustrengnum. En ég verð að játa það, að þetta var engin fyrirsjón, veður og sjór orðið mjög illt. Er ég svo eitthvað að horfa út fyrir borð- ið og hugsa um að segja Einari að skera á línuna. Þegar ég lít upp, er báturinn kominn flatur fyrir sjóinn. 1 sömu svifum veltur inn yfir hann, stjóm- VÍKIN G U R borðsmegin, þykk öldufylla, ekki beinlínis brotsjór, því hefði svo verið, hefðum við að öllum likindum steinsokkið. öldufyllan tók mér í mitti, þar sem ég stóð við vantinn. Ég sá ekkert af bátnum nema stefnið og aftur á miðjan hvalbak. Þetta stóð ekki nema augnablik. Báturinn reif fyrst upp stjórn- borðssíðuna, og fossaði sjórinn fljótt út af honum. Þegar mér varð litið niður í línurúmið, sá ég að Einar lá þar, blásandi og hvæsandi, með öll vit full af sjó. Línan hafði farið aftur af rúllunni og sat föst niður með járninu aftan á henni. Ég náði í línuna og kippti henni í sundur. Þar með fór það, sem ódregið var, liðlega hálft bjóð. Hallgrímur lá á dekkinu og ríghélt sér í jámhökin utan á lestar- karminum. I því rekur Þorsteinn kollinn upp úr vélarúminu og kallar: „Það verður að pumpa“. Ég stekk aftur með vélarrúminu og grenja í eyrað á Þorsteini: „Settu meiri ferð á bátinn!“ Gríp ég síðan stýrið, kalla í Hallgrím og segi honum að fara að dælunni. Þorsteinn jók strax við vélina. Skil ég ekki enn í dag, hvernig hún gat gengið, þvi er ég leit í svip niður í vélarrúmið, sá ég að þar var talsverður sjór. Tvö línubjóð, sem við höfðum bakborðsmegin á dekkinu, sá ég sigla sína leið afturút til bakborðs við bátinn. Ég skipa Ein- ari að láta hlerann yfir línurúmið, en hlerinn hafði til allrar hamingju verið svo framarlega á hval- bakniun, að sjórinn hafði ekki náð honum. Mér gekk heldur seint að fá bátinn réttan fyrir vind og sjó. Fengum við slæma kviku á stjórn- borðssíðu. Ég náði svo bátnum upp í, eins og mér líkaði, og lét hann andæfa þannig. Fengum við ekki fleiri áföll, sem teljandi væm. Næst sagði ég piltum mímnn að ganga frá lestinni, eins og hægt væri, og lagði ríkt á við þá að gera það vel. Mér datt i hug að reyna að nota seglið, því ég bjóst við að báturinn yrði léttari í sjónum með seglið uppi. En þaðan, sem ég bjóst við að við værum staddir, átti að vera liðugur beitivindur á Borgarfjörð. Það var eini staðurinn, sem ég vissi að gæti orðið okkur til bjargar. En bæði var það, að ég vissi að seglið var lélegt, auk þess sem gera mátti ráð fyrir, að mennirnir kynnu ekkert að fara með það, svo ég hvarf alveg frá því. 1 þess stað sagði ég þeim að leggja mastrið. Nú var búið að ganga frá öllu eins og hægt var. Meðan á þessu stóð, höfðum við ekkert áfall fengið. Hafði veðrið þó stórum' versnað. Nú var líka að detta á náttmyrkur. Við höfðum auðvitað áttavita, en geymdum hann í skottinu aftur á. Ég náði í áttavitann. Eftir þvi sem hann sagði til, var vind- urinn á hásunnan. Samkvæmt þessu myndi stefn- an á Glettinganes vera suðvestur, en vestur—norð- vestur á Borgarfjörð. Ég bjóst hálfpartinn við, að með þvi að hafa vind og sjó á bakborðskinnung, væri liægt að ná Borgarfirði, en þó myndi það erf- 227

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.