Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 17
KTINNE hann synjandi frá sér fara. Var hann því vel látinn, þótt sá ljóður væri á ráði hans, að hann var drykkfelld- ur um of. Breytti það engu um vinsældir hans hjá al- þýðu, enda kom höfðingslund hans engu síður í ljós, þá er hann var undir áhrifum. Einhverju sinni sem oftar var Sigurður á ferð, all- drukkinn. Kom hann að bæ einum og kvaddi dyra. Kona kom út. Biður hann hana, að gefa sér eitthvað að éta. Þetta var bláfátækt barnaheimili. Konan, sem ekki hafði miklu að miðla, svaraði önug: „Ég hef ekkert að gefa þér, nema ef þú vilt barn“. Þá svarar Bachmann: „Það gefur margur minna“. Að svo mæltu reið hann sína leið. Daginn eftir kemur heim að bæ þessum ríðandi maður með hest í taumi undir böggum. Maður þessi gerir boð fyrir húsfreyju og segist vera sendur frá Sigurði kaup- manni Bachmann með þessar pjönkur til hennar. Jafn- framt eigi hann að sækja barnið, sem hún hefði gefið kaupmanni í gær. „Pjönkur" þessar voi-u matbjörg handa heimilinu. — Stúlkubarn varð fyrir valinu, og ólu þau Bachmannshjón hana upp eins og sínar eigin dætur. Var þetta hin fríðasta mær og reyndist mæt kona. * Konan: — í hvert skipti, sem þú sérð laglega stúlku, er eins og þú gleymir því, að þú ert kvæntur. Maðurinn: — Nei, þvert á móti. Þá minnist ég þess. * — Það eru ótrúlega margar stúlkur, sem vilja ekki giftast. — Hvernig veiztu það? — Ég hef beðið þeirra. * — Hvað kostar það að kvænast? spurði ungur maður kvæntan vin sinn. — Það þarf ekki að kosta mikið. Aðalútgjöldin eru eftir á. * Reiður faðir er að ávíta dóttur sína, sextán ára gamla, fyrir að taka á móti jafnaldra sínum, syni ná- grannans, er kemur að heimsækja hana á síðkvöldum. — Ef þessi strákhvolpur kemur hér einu sinni enn, þá sezt ég á hann. Dóttirin: — Nei, lofaðu mér heldur að gera það. * Móðirin: — Dóttir mín er gagnmenntuð stúlka. Hún spilar á píanó, málar, kann grasafræði, dýrafi-æði, frönsku og ítölsku. Hvað getið þér, herra minn? Biðill: — Ef í hart fer, get ég búið til matinn og stoppað í sokka. V í K I N G U R Stúlkan var auðug, en hann bláfátækur. Hún elskaði hann ekki, og hann vissi það. Eitt kvöld bar hann þó upp bónorð sitt. — Þú ert voða-voða rík, sagði hann. — Já, svaraði hún blátt áfram. Ég er tveggja millj- óna virði. — Og ég er blásnauður. — Já. — Viltu giftast mér? — Nei. — Ég bjóst heldur ekki við því. — Hversvegna spurðir þú þá? — Mig langaði til að vita, hvernig manni er innan- brjósts, þegar hann tapar tveim milljónum. * — Vertu kátur, vinur. Nógur er fiskurinn í sjónum. Hryggbrotinn biðill: — Já, en sá síðasti fór með alla beituna. * Jón heimsótti Gróu ekkju á hverju kvöldi og drakk kaffi hjá henni. — Hversvegna gengur þú ekki að eiga hana? spurði vinur Jóns. — Ég hef hugleitt það. En hvert á ég þá að fara á kvöldin? * Skógarhöggsmennirnir voru orðnir leiðir á að fá ein- göngu saltkjöt og beinakex, svo að þeir skutu saman og sendu einn úr hópnum í kaupstaðinn til að kaupa eitthvað betra. Hann kom von bráðar með 10 whisky- flöskur og eitt hveitibrauð. Þegar mennirnir sáu það, öskruðu þeir reiðilega: — Hvern fjandann eigum við að gera við allt þetta brauð? * „Herra Jóhansen, dóttir yðar ætlar að verða konan mín“. „Þér getið sjálfum yður um kennt. Við liverju bjugg- ust þér, þegar þér hénguð yfir henni á hverju kvöldi?“ * „Dóttir mín, pilturinn þinn er hér nokkuð lengi fram eftir á kvöldin. Hefir móðir þín ekki talað um það við þig?“ „Jú, hún sagði, að karlmenn væru nú alveg eins og þegar hún var ung“. * „Hversvegna neitaðir þú mér í fyrstu, úr því að þú elskaðir mig?“ „Til þess að vita, hvað þú tækir til bragðs". „En ég hefði getað hlaupið út orðalaust eftir hrygg- brotið“. „Tæplega. Ég var nefnilega búin að læsa hui'ðinni". * Hann var dálítið feiminn, og þegar hún hafði faðmað hann og kysst fyrir blómin, sem hann færði henni, reis hann á fætur og bjóst til að fara. „Mér þykir leitt, ef ég hef móðgað þig“, sagði hún. „Þú móðgaðir mig ekki — ég ætla bara að ná í fleiri blóm“. 237

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.