Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Side 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Side 16
Stökur Sigurður bóksali Kristjánsson gaf út hinar ágætu pré- dikanir séra Páls Sigurðssonar í Gaulverjabæ. Þótti honum mikið til ræðumennsku séra Páls koma, og er bókin var út komin, kvað hann vísu þessa: Djöfla óðum fækkar fans fyrir góðum penna, unz á hlóðum andskotans engar glóðir brenna. * Séra Pétur Pétursson, prestur að Miklabæ í Skaga- firði, var kvæntur konu þeirri, sem Elín hét. Elín var roskin er Pétur giftist henni og svo sögðu skæðar tung- ur, að hann hefði kvænst henni til fjár. Séra Pétur var gáfumaður og hagmæltur vel. Hann lagði mikla ástúð á stúlku eina fátæka, sem Þóra hét. Þessa vísu kvað Pétur um Þóru: Auðs ei neina ásýnd ber andlits-hreina snótin; þessi eina mun þó mér mæðu reynast bótin. * Sagan um djáknann. Það hafði einu sinni atvikazt svo við Flugumýrar- kirkju, að sá rétti meðhjálpari gat ekki komið til messu þar, og var því bónda þar í sveitinni falið að annast meðhjálparastarfið í þetta skipti. Hann hafði sókzt eftir því og fannst það mikill vegsemdarauki fyrir sig, þótt það færi á annan veg. Það hafði strax í upphafi gengið hálfpartinn í basli með að skrýða prestinn, fyrst og fremst með rykkilínið, og hökulinn lagði hann á prest öfugan, en þetta gat prestur lagað. Tólgarkerti loguðu á altari, og var komið æðimikið skar á þau. Ætlaði djákninn nú að taka af skarið, eins og hann hafði séð hinn rétta meðhjálpara gera. En af því að hann var óvanur að nota ljósasöx, tókst svo óheppilega til, að hann tók ljósið með skarinu. Það gekk nú æði langur tími í það fyrir honum að kveikja aftur á kertinu. Hann hugsaði sér nú að taka skarið af hinu kertinu með fingrunum, eins og hann var vanur, en þó fór nú svo, að hann tók um skarið heldur neðarlega og brenndi sig. Við sársaukann henti hann logandi skarinu frá sér, án þess að gæta að, hvað af því varð. Það vildi þá svo slysalega til, að það lenti í hári prestsins og fuðraði hárið þegar upp. í dauðans ofboði ætlaði meðhjálparinn að slökkva í hárinu með því að blása á það. En þá æst- ist loginn um allan helming. Þá tók meðhjálparinn það til bragðs að hrækja í það, og þá tókst loks að slökkva, áður en prestur var skaðbrenndur, enda hafði meðhjálp- arinn tóbakstölu í munni sér, sem jók munnvatnið. En meðan þessu fór fram, hafði hundur sloppið inn í kirkj- una. Meðhjálparinn fann skyldu sína, að koma hund- inum út, en hundskömmin skreið undir kirkjustólana og náðist ekki til hans, nema í skottið. Þegar djákninn togaði í það, til að draga seppa fram, ýlfraði hann svo mikið, að ekki heyrðist til prestsins, og varð meðhjálp- arinn að sleppa. Tók hann þá það til bragðs, að sparka í hundinn, með því að skríða afturábak undir stólana, en þá fór seppi aftur að skrækja og ýlfra, án þess að fara út á ganginn, framundan stólunum. Varð vesalings A FBtV< meðhjálparinn því að hætta við allar tilraunir til að ná í seppa og koma honum út úr kirkjunni, og tók sér þá tíma til að hlj ða á ræðu prestsins, eins og hitt fólkið. Hann settist nú inn í kór, fór að þurrka af sér svitann og búa sig undir frekari skyldustörf, svo sem að lesa bænina. Þegar því var lokið, gekk hann út úr kirkjunni, til að hringja út, meðan söfnuðurinn bændi sig eins og venja var í þá daga. Kirkjuklukkurnar voru undir þaki yfir sáluhliðinu. En þótt hann sveiflaði klukkunni í ákafa, kom ekkert hljóð úr henni. Leit meðhjálparinn þá upp til klukkunnar, og sá að þar vantaði kólfinn, sjálfsagt af því, að honum hafði verið smeygt úr. Greip meðhjálparann þá ofsaleg reiði, því að hann þóttist vita að þetta hefði verið gert honum til smánar. Hann stökk inn á kirkjugólfið og hrópaði hástöfum: „Hver andskotinn hefur stolið kólfinum úr kirkjuklukk- unni?“ Truflaðist nú andagt messufólksins við þetta, og eigi síður við það, að boli eða belja hafði komið á eftir meðhjálparanum inn í kirkjudyrnar, því að hann hafði í ósköpunum skilið sáluhliðið eftir opið, og rak kálfurinn upp ógurlegt öskur eða bölv. Þá heyrðist klukkuhljómur inn í kirkjuna, enda hafði einhver orðið þess var, að kólfurinn var kominn á sinn stað aftur, og tók í klukkustrenginn, til þess að vita, hvort eigi væri allt í lagi, en meðhjálparinn togaði kálfs- skömmina aftur út um sáluhliðið, og það var hans síð- asta meðhjálparverk við Flugumýrarkirkju. * Konan: — Það er undarlegt, að hún frú Jónína skuli ekki geta séð og viðurkennt galla barnanna sinna. Maðurinn: — Svona eru allar mæður. Konan: — Hvaða vitleysa. Það er ég viss um, að ég myndi strax koma auga á galla barnanna minna, ef þeir væru einhverjir. >1« — Mamma, þarf ég endilega að þvo mér í framan? — Já, auðvitað. — Hversvegna má ég ekki púðra mig eins og þú? * ívar hét maður. Hann blótaði ákaflega mikið, en var þó hinn mesti geðprýðis- og meinleysismaður. Einhvern tíma þóttist sóknarprestur ívars tilneyddur að vanda um við hann, vegna blótsemi hans. Þá svaraði ívar: — Ég get ekki hætt þessum andskota, prestur minn, þetta er orðið að helvízkum vana. * Sigurður Bachmann. Sigurður Bachmann kaupmaður á Vatneyri, var gáfu- maður og tilkomumikill höfðingi. Hann var svo rausn- arlegur, að engan, sem leitaði til hans í nauðum, lét VÍ K I N □ U R 236

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.