Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 21
hann áreiðanlega dóm. En það er ekki gaman að láta setja bróður sinn í fangelsi. Maðurinn, sem Tom hafði beitt brögðum, Cronshaw að nafni, var óður og uppvægur. Hann var ákveðinn í að stefna Tom. Hann sagði, að Tom væri þorpari og ætti refsingu skilið. Það kostaði George geysilega fyrir- höfn og fimm hundruð stérlingspund að útkljá málið. Aldrei hef ég séð hann eins ægilega reiðan og þegar hann heyrði, að Tom og Cronshaw hefðu lagt af stað til Monte Carlo, jafnskjótt og þeir voru búnir að innleysa ávísxmina. Þar voru þeir einn mánuð og létu heldur en ekki fara vel um sig. f tuttugu ár veðjaði Tom á kappreiðum, spilaði fjárhættuspil, daðraði við fallegar stúlkur, dansaði, borðaði í dýrustu' matsöluhúsunum og klæddi sig ríkmannlega. Hann var alltaf eins og klipptur út úr tízkublaði. Þó að hann væri orðinn 46 ára, gat engum dottið í hug, að væri meira en 35 ára. Hann var ljómandi skemmtilegur félagi, og þó að maður vissi, hvílík landeyða hann var, gat manni ekki annað en þótt gaman að vera með honum. Hann var kátur, glaðvær og ótrúlega aðlaðandi. Aldrei sá ég eftir peningum, sem hann hafði af mér. f hvert skifti, sem ég lánaði honum 50 sterlingspund, fannst mér ég skulda honum þau. Tom Ramsay þekkti alla, og aflir þekktu Tom. Aumingja George. Hann var aðeins einu ári eldri en Tom, en leit út fyrir að vera sextugur. í aldarfjórðung hafði hann aldrei tekið sér lengra frí á ári en hálfan mánuð. Hann byrjaði að vinna klukkan níu á morgnana og hætti aldrei fyrr en sex á kvöldin. Hann var heiðarlegur og vinnusam- ur. Hann átti góða konu, sem hann hafði aldrei verið ótrúr, ekki einu sinni hugsað út i það, og fjórar dætur, sem hann var hinn bezti faðir. Hann hafði það fyrir fastan sið að leggja til hlið- ar þriðjung tekna sinna. Þegar hann væri orðinn 55 ára gamall, ætlaði hann að fá sér lítið hús uppi í sveit, þar sem hann gæti stundað garðyrkj u og leikið golf. Æviferill hans var flekklaus. Hann var feginn því að vera farinn að eldast, því að þá myndi Tom einnig eldast. Hann neri saman hönd- unum og sagði: „Allt gekk vel hjá Tom, meðan hann var ungur og laglegur, en hann er aðeins ári yngri en ég. Hann verðnr fimmtugur eftir fjögur ár. Þá verður lífið honum ekki leikur. Ég mun eiga þrjátíu þús- und sterlingspund, þegar ég verð fimmtugur. í tuttugu og fimm ár hefi ég sagt, að Tom myndi fara í hundana fyrr eða síðar. Við skulum sjá, hvernig honum líkar lífið þá. Við skulum sjá, hvort borgar sig betur að vera vinnusamur eða latur“. Aumingja George. Ég vorkenni honum. Hvað skyldi Tom hafa gert af sér nú, hugsaði ég með V í K I N G U R mér, þegar ég settist hjá George. Það var auðséð á honum, að það var ekkert smáræði. „Veiztu hvað hefir komið fyrir?“ spurði hann mig. Ég bjóst við hinu versta. Hafði nú lögreglan loks haft hendur í hári Toms? George var stirt mn mál. „Þú getur ekki neitað þvi, að alla ævi hefi ég verið vinnusamur og heiðarlegur. Að loknu ævi- starfi get ég átt góða elli. Ég hefi alltaf gert skyldu mína“. „Það er dagsatt". „Og þú getur ekki neitað því, að Tom hefur verið latur, einskisnýtt og óheiðarlegt hrakmenni. Ef nokkuð réttlæti væri til í heiminum, þá væri hann nú i betrunarhússvinnu". „Það er dagsatt“. George varð rauður í framan. „Fyrir nokkrum vikum trúlofaðist hann konu, sem var svo gömul, að hún hefði hæglega getað verið móðir hans. Og nú er hún dáin og hefir á- nafnað honum allar eigur sínar, sem eru fimm hundruð þúsund sterlingspund, skemmtisnekkja, hús í London og annað uppi í sveit“. George Ramsay lamdi steyttum hnefanum í borðið. „Það er, andskotinn hafi það, ekkert réttlæti í þessu“. Ég gat ekki að því gert. Ég rak upp skellihlátur, þegar ég sá æsingarsvipinn á George. Ég hallaði mér svo langt aftnr á bak í stólnum, að það mun- aði minnstu, að ég hlunkaðist niður á gólf. George fyrirgaf mér aldrei. En Tom býður mér oft í rík- mannlegar matarveizlur heim til sín, í yndislegt hús í Mayfair, og ef hann fær eitthvað lánað hjá mér, þá er það aðeins af gömlum vana. Aldrei meira en eitt sterlingspund. Hvalir í búri... Frh. af bls. 235. á eftir sér, en hann fæst helzt ekki til að gera það, nema í farinu sé litill hundur eða lítil, léttklædd stúlka. Svona segir sagan, en hún getur verið ýkt. Aðdáendur á hann marga, og varð einum þeirra að orði: „Ef Filippy heldur svona áfram náminu, fer hann senn að tala“. Þjálfari „Pusa“ anzaði með nokkurri þykkju: „Filippy talar, en við, heimsk- ingjamir, skiljum hann ekki“. öllu gamni fylgir alvara og svo er um þjálfun Filippy. Með rannsókn og athugunum á höfrung- unum í „Marine Studios“ er þegar merkilegum áfanga náð. 241

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.