Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 11
Frönsk fiskiskúta á íslandsmiðum. Fiskveiðar Frakka við ísland hófust allmiklu síðar en veiðar Englendinga og Þjóðverja. Var það eklci fyrr en & 19. öld, sem Frakkar sóttu á Is- landsmið í stórum stíl. Flest urðu frönsku fiskiskipin hér við land árið 1879, en þá leituðu hingað á veiðar 321 skip með 5650 manna áhöfn. sem fiska með lóðum við strendurnar, skuli teknir fastir, og sést af þessu að deiluefni hefur verið nægilegt. Árið 1512 gjörðu enskir menn ýms spell- virki, rændu'fénaði, hlóðu sér kastala og létu í veðri vaka, að þeir ætluðu að leggja landið undir sig. Árið 1530 börðust menn, er heima áttu á Síðu, við Englendinga, í Vestmannaeyjum. Þar féllu 14 af Englendingum. 1515 ritar Kristján konungur II. Hinrik VIII. hréf og kvartar mjög undan yfir- gangi Englendinga á Islandi. — Þá var sendin- hingað Sören Nordby, sjókappi mikill, til að hrekja í burtu enska víkinga, og hafði hann um tíma hirð- stjórn á íslandi. Þjóðverjar komu fyrst til íslands skömmu fyrir miðja fimmtándu öld, til þess að verzla og fiska. Það voru menn frá Danzig og Lubeck (1430— 1440). En Hamborgarar taka fyrst þátt í verzlun og fiskveiðum 1475. Það leið ekki á löngu þar til risu upp deilur milli Englendinga og Þjóðverja, því hvorir vildu hola öðrxmi í burtu, og urðu oft út af þessu hin mestu vigaferli. I Piningadómi eru Englendingar og Þjóðverjar áminntir um að hafa frið sín á milli ef þeir liggi í höfnum við landið, en þó virðist eins og þeir hafi hirt lítið um þær fyrirskipanir. Árið 1518 hröktu Hamborgarar Eng- lendinga úr Elafnarfirði, þá féllu 40 menn af Þjóð- verjum. Einnig var mikill hardagi milli þeirra í Grindavík árið 1532. Framan af 16. öldinni, en þó einkum á síðari hluta hennar, lögðu Englendingar kapp á að rann- saka norðurhluta Vesturheims, því þeir vildu fyrir hvern mun finna leið fyrir norðan Ameriku til Indlands. Það var varið miklu fé til þessara ferða, mestmegnis af einstökum mönnum, og menn sýndu mikið þrek og komust í ótal mannraunir. Við þess- ar ferðir óx þekking manna á norðurhöfum og sjómönnum óx þrek og dugur við allar þessar tor- færur. Þótt Englendingar hefðu ekki beinan hagn- að af þessum ferðum, þá stuðluðu þær óbeinlínis mjög til þess, að skapa yfirburði þeirra í sjóferð- um og verzlun, sem brátt kom í ljós hjá þeim. Enskir fiskimenn, sem lengi höfðu stundað veiðar við Island, voru þá langkunnastir í Norðurhöfum og mörg skip, sem gerð voru út í norðurferðir, komu við á íslandi. John Davis fór 3 ferðir 1585—1587 norður í höf. í annarri ferðinni hafði hann fjögur skip. Á 6o° n. br. hinn 7. júní skipti hann liði, fór sjálfur til Grænlands á tveimur skipum, en sendi hin til Is- lands, til þess að kanna sundið milli íslands og Grænlands. Eitt af skipmn hans, Sunshine, kom á höfn á Vestfjörðum 12. júní. Þar voru mörg ensk skip á veiðum úti fyrír Vestfjörðmn. „Á höfninni fengu skipverjar á færi 100 fiska“. Á 16. öld, þegar Danir fóru að leita Grænlands, komu skip þeirra við á íslandi og fengu ýmsar upplýsingar. Jacob Allday, er sendm var fyrstm af Friðriki konungi II., til þess að leita Grænlands 1579, kom við í Kirkjuvogi í Höfnum mn smnarið í ágústmánuði, og 7 árum siðar, 1586, kom Magnus Heinesen við á Reykjanesskaganum. David Danell var foringi þriggja leiðangra til Grænlands 1652— 1654. I fyrsta leiðangrinum fóru þeir fram hjá Grímsey í maímánuði, og sáu þar fjölda margar enskar fiskiskútur. Aðra ferð til Grænlands fór Danell 1653 °g k°m þá við á Islandi, lá 18 daga við á Reykjarfirði. Á heimleiðinni kom hann við á Bessastöðum. Það finnast þannig nægar heimildir fyrír þvi, að Englendingar, þegar á fimmtándu og áfram- haldandi á sextándu öld, hafa haft stóran útveg við Island. Enska stjórnin reyndi einnig á ýmsan V I K I N G U R 231

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.