Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 8
itt, því að nú var komið hörku norðurfall. Hins vegar væri hrein tilviljun að hitta á fjörðinn í þessu myrkri, en óhreint er þar beggja vegna. En eitthvað varð að gera. Ég tek lúkuna ofan af skottinu, fleygi henni niður í botn, fer niður í og setzt við stýrið. Síðan kalla ég á Þorstein og segi honum að herða á vélinni. Hann setur á fulla ferð, en þá þótti mér ætla að fara að grána gam- anið. Það ætlaði allt i kaf. Báturinn var svo þung- ur í sjónum, að þegar hann fór að erfiða með fullri ferð, gat hann ekki lyft sér, en lá undir hverri kviku, enda var nú myrkrið orðið svo mikið, að ég sá ekki til að verja bátinn. Svo lágskýjað var, að það var eins og skýin sætu á hausnum á manni. Rigning og rok fór stöðugt vaxandi, og sjórinn eftir þvi. Ég öskraði á Þorstein og bað hann að draga af vélinni. Þegar komið var niður fyrir hálfa ferð, fór báturinn nokkurn veginn að verja sig fyrir á- föllum. Varði hann sig bezt með því að hafa storm og sjó á bakborðskinnung, en þegar ég ætlaði að reyna að beita meira upp í vind og sjó, tók hann svo óþyrmilega framan yfir sig, að ég hætti við það. Ég sat við stýrið á skutpallinum, stígvélafullur og hvergi þurr blettur á mínum skrokk. Alltaf þurfti með stuttu millibili að pumpa, því sjór gekk niður í skottið, þar sem ég sat, þar eð töluverðum sjó skolaði aftur eftir dekkinu. Þorsteinn hafði ekk- ert fyrir því að kalla á piltana með nafni, þegar dæla þurfti. Hann lét nægja að stinga kollinum upp úr gatinu og reka upp eins konar Indíánaösk- ur. Þó að dimmt væri og ég aðeins sæi móta fyrir manninum, sem upp kom, greindi ég samt, að það var alltaf sami maðurinn, Hallgrímur. Áttavitann varð ég að láta niður aftur, og vissi ég því ekkert, hvað stefnu leið, nema hvað ég hafði hliðsjón af vindinmn. En það vissi ég nú fyrir víst, að okkur hlaut að drifa framhjá Borgarfirði, en fyrir norðan hann var ekkert nema há fjöll, með klettum í sjó fram, ellegar stórgrýtisurðir, og þar hlutum við einhversstaðar að lenda, ef veðrið ekki lægði. Það var nú eina vonin, að eitthvað breyttist veður. Yrði það ekki, voru dagar okkar taldir. Ég reyndi að bægja burt þessum hugleiðingum. Flýtur, á meðan ekki sekkur, og á meðan flýtur, verður maður að gera það sem hægt er. Svona ruggaði ég þama á skutpallinum, klukku- tíma eftir klukkutíma, og fannst mér tíminn lang- ur. Ég vissi reyndar ekki, hvað klukku leið, því ég gat ekki litið á úrið mitt. Þorsteinn talaði aldrei til mín. Ég sá inn utn rifu á hurðinni á mótorskýl- inu, að hann var alltaf á iði kringum vélina, með lukt í hendinni. Ekki var mér mjög kalt, þótt ég sæti þama nálega hreyfingarlaus, allur rennblaut- ur inn að skinni. Ég get ekki stillt mig um að geta atviks, sem bæði kom mér til að bölva og brosa. Einu sinni sem oftar kallar Þorsteinn. Ég sé grilla í mann, sem fikar sig aftur með mastrinu og fer að pumpa. Ég veiti því svo ekki meiri athygli. En eftir htla stund heyri ég söng. Lit ég þá fram yfir mótorhúsið og sé að Hallgrímur stendur þar, heldur sér í mastrið og syngur af öllrnn kröftum: „Táp og fjör og frísk- ir menn“. Ég kalla heldur ómjúkt til hans og segi honum að halda kjafti og fara niður. En ég gat ekki annað en brosað, er ég sá, hversu hann var algerlega áhyggjulaus um útlitið og ástæður okkar. Alltaf var sama veðrið. Utan við borðstokkinn sá ég ekkert nema hvíta brotsjóana. Var ég hissa á því, hvað svona litill bátur, jafnmikið hlaðinn, gat flotið lengi í svona hafróti. Ég var hinn róleg- asti, þóttist alveg viss um, að ástandið breyttist eitt- hvað. Verst þótti mér, hvað ég var að verða slæmur í augum. Bæði olli þvi sjóseltan og olíureykur úr púströrinu, sem alltaf lagði beint í augun á mér. Allt í einu tók ég eftir því, að það hætti að rigna, þó ég ætti að vísu bágt með að greina rigninguna frá sjórokinu. Ég tek einnig eftir öðru: Myrkrið var svo biksvart á stjórnborða, að það var eins og að sjá niður í gröf, en meiri glæta til bakborðs. Var ekki vindur og sjór einnig að breytast? Mér fannstvindurinn vera orðinn vestlægari og sjólagið annað en áður, sjóamir ekki eins þykkir, en krapp- ari, og tók báturinn að fá meiri áföll. Ég athuga þetta litla stund. Það var engum blöðum um það að fletta, að \bð vorum komnir upp á gmnnt vatn, sortinn til stjómborðs hlaut að vera land. Með öðr- um orðum: við vonnn að fara í steininn, en hvar það var, hafði ég ekki hugmynd um. Skipti það og litlu máli, þvi alstaðar var okkur búinn bráður bani, ef okkur bæri að landi á þessum slóðum í þvílíku veðri. Ég var fljótur að taka ákvörðun, og kalla á Hallgrím. Hann kom strax aftur að mótor- húsinu. Ég segi honum að taka dæluna, og hana megi hann ekki yfirgefa, hvað sem á gangi, meðan báturinn sé ofansjávar, en jafnframt bað ég hann að gæta sín vel og halda sér eins og hann geti í mastrið. Dælan var afar létt og dró vel; þurfti maður ekki nema aðra hendina á hana. Ég lem svo í hurðina hjá Þorsteini. Hann opnar til hálfs og gægist út. Ég segi honum að setja á fulla ferð. Hann hristir höfuðið og hrópar: „Báturinn þolir það ekki“. Ég svara: „Við erum að fara í grjótið, maður, og er ekki verra að sökkva á rúmsjó en molast í sundur í grjótinu“. Hann lokar hurðinni, og í næsta vetfangi heyri ég og finn, að hann herðir á vélinni. Ég leita svo lags, að ná bátnum alveg upp í sjóinn. Þegar ég hafði lokið því, heyrði ég að vélin var komin á fulla ferð. Fór nú heldur en ekki að sjóða á keipum. Var nú að heita mátti allt á bólakafi. En út frá landinu skyldum við komast, svo framarlega sem vélin ekki bilaði. Þetta voru hálf-ljótar ástæður, báturinn oftast í kafi, það brak- 22B VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.