Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 19
w £ leg aukning hefur orðið á rjúpna- stofninum hér á landi. • 19/9. Akranesbátar hafa fengið lé- lega sild undanfarið. — Magni dró 1600 tonna olíugeymi úr Viðey til Akraness. — Finnar hafa fallizt á að kaupa 500 tonn skreiðar. • 22/9. Fádæma síldarafli í Grinda- víkursjó og sunnan við Reykjanes. Hæsti báturinn fékk milli 400 og 500 tunnur. 25/9. Annar Vestmannaeyjatogar- inn, Elliðaey, verður seldur til Hafn- arfjarðar. Nýtt félag verður stofnað um hinn. • 26/9. Verið er að lesta saltfisk- flutningaskip til Suðurlanda, samtals tæpum 5000 tonnum. — Mikil land- spjöll af stórflóði á Álftanesi í fyrri- nótt. Vaknaði fólk við brimgný, er sjór gekk mörg hundruð metra á land upp. — Á árinu 1952 er lægsta manndauðahlutfall, er um getur í sögu landsins. Dóu á árinu 1080 manns. — Togarinn Bjarni Ólafsson strandaði á Langasandi við Akranes, en náðist út á flóðinu í gærkvöldi. • 27/9. Þrir fjárflutningabátar flúðu undan veðri til lands á Snæfellsnesi í gær. Féð, um 1600 að tölu, var orðið slæpt og aðframkomið, og var fjór- um kindum lógað í Stykkishólmi. — Reknetjabátarnir austur í hafi eru að koma heim og hætta veiðum. Hafa þeir naumast haldizt við fyrir óveðr- um og er aflinn sama og enginn. — V.b. Oddur er að fara til Frakklands með 40—50 tonn af hvalskíðum, sem notuð eru í lifstykki. — Hvalstöðinni í Hvalfirði bárust alls 332 hvalir í sumar. Langreyðurinn var smærri en áður, og því meira veitt af sandreyði. ERLENDAR FRÉTTIR 1/9. Tilkynnt hefur verið, að í bif- reiðaframleiðslu Breta á fyrra árs- helmingi hafi verið sett nýtt met, eða 4—5 bílar á minútu. — Viðsjár hafa aukizt enn með Júgóslövum og ítöl- um vegna Triestedeilunnar, og hafa Italir sent herskip til Feneyja. — Á aðra milljón tonna af fiski veiðist árlega á Norðvestur-Atlantshafinu. • 2/9. Skýrt hefur verið frá því, að Rússar hafi fyrir viku siðan sprengt atomsprengju. — Sendiherrar vest- urveldanna bera sáttaorð milli Itala og Júgóslava. — 1 Stokkhólmi er lokið fundi utanríkisráðherra Norð- urlanda. — Verð á síldar- og fiski- mjöli hækkar á heimsmarkaðinum. Miklar síldveiðar Dana í Norðursjó. • 3/9. Hinn heimsfrægi fiðluleikari Fraklsa, Jacques Thibaud, fórst í flugslysi. — Fangaskiptunum í Kóreu að ljúka. • 4/9. Leyfar eskiinóa frá því árið 500 fundnar í Grænlandi. — Áfram- haldandi skipting Þýzkalands er glæpur, segir Dulles. Skipting lands- ins í hernámssvæði var ekki hugsuð sem framtíðarskipulag. • 5/9. Fréttir hafa borizt um það, að suinarið hafi verið eindæma gott í Vestur-Grænlandi í ár, og hafi þar verið óvenjumikið sólskin og hlýindi. — Svíar hafa nú afhent kínversku stjórninni í Peking orðsendingu stjórnar Bandaríkjamanna út af stjórnmálaráðstefnunni um framtíð Iíóreu. — Amerísk sundkona synti nýlega á mettíma yfir Ermasund, frá Englandi til Frakklands. Mettíminn er 14 tímar og 35 mínútur. — Hitar liafa verið meiri í Bandaríkjunum undanfarið en dæmi eru til s.l. 20 ár, og hefur uppskera eyðilagst. 8/9. Flokkur Adenauers fékk hrein- an meirihluta í kosningunum í Þýzka landi. Hlaut einu þingsæti meira en allir hinir flokkarnir samanlagt. • 9/9. Tvö stór farþegaskip strönd- uðu í gær. Var annað þeirra franskt og strandaði við hafnarmynnið í Le Havre. Hitt skipið var geysistórt Panama-skip, sem strandaði við Cape Cod á strönd Massachuttes. Búið var að bjarga flestum af því, en talið var að það myndi liðast í sundur. — Stjórn Búlgara óskar eftir því að leysa deilumál sín við Grikki, Tyrki og Júgóslava og að taka aftur upp stjórnmálasamband við Bandaríkin. • 10/9. Þeir fangar, sem ekki vildu hverfa heim við fangaskiptin í Kóreu verða nú fluttir til tjaldborgar, sem reist hefur verið á hlutlausa beltinu milli stríðsaðila. Mun þeirra verða gætt af gæzluliði Indverja. — Bretar hafa keypt feiknin öll af silfri í Rússlandi, og er það talið spara þeim drjúg dollaraútgjöld. • 11/9. Miklir landskjálftar hafa orð- ið á eynni Kyprus. Hafa margir bæir Iagzt í eyði. — Danska skipinu Kron- prins Frederik hefur nú verið komið á flot, eftir að eldur hafði komið upp í því og það sokkið. Það undar- lega skeði, að allar vélar skipsins hafa reynzt algerlega óskemmdar, enda þótt skipið hafi legið á sjávar- botni í marga mánuði. — Tvö austur- þýzk fiskiskip rákust á í síðustu viku í Kattegat. „Albert Einstein“ sigldi á „Jolian Sebastian Bach“ og sökkti honum. Skipverjar Bach björguðust allir um borð í Einstein. — Mossa- dek hótar að svelta sig í hel, en hann situr nú í hermannafangelsi í Te- heran. • 12/9. Neyðarástand er á jarð- skjálftasvæðinu á Iíýprus. — Reynt var nýlega að ráða soldáninn af Mar- okko af dögum. Soldáninn var ríð- andi og ætlaði árásarmaðurinn að aka bíl á hann, en hann slapp. • 13/9. Verið er að ljúka við stærsta frystihús í Evrópu í Bergen og mun það auka verulega útflutningsmagn borgarinnar. — Kínverjar gerðu árás á brezkt herskip við Ivínastrendur. Biðu 7 brezkir sjóliðar bana og 5 særðust. — Víðtækur viðskiptasamn- Frh. á bls. 245. V I K I N □ U R 239

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.