Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 14
Rennilegqr höfrungur stelckur í loft upp. gert til þess að geyma hval í búri eða varðhaldi. Dag nokkurn, að áliðnu sumri 1948, runnu 46 marsvín á land á Floridaströnd, á að gizka 2 míl- um dönskum norðar en „Marine Studios“ er. Barst fréttin skjótt þangað og einn stjórnandi þessa mikla fyrirtækis eða ^tofnunar, skundaði á strandstaðinn og voru þá enn hvalirnir allir lifandi nema einn. Valdi hann úr hópninn 4 til lífs og voru strax tveir fluttir í stórri vörubifreið í lagardýrabúrið og virt- ust alveg óskaddaðir, er þangað kom. Daginn eftir voru hinir tveir fluttir og var annar þeirra kýr, sem sýnilega hafði orðið fyrir sólbruna á strandstaðnum og dó í flutningunum. Við þær athuganir, sem gerðar voru þarna á hvölunum, sem hlaupið höfðu á land, bomar sam- an við samskonar athuganir áður og víða gerðar á landreknum hvölum, þykjast hinir fróðu menn hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að skíðishvalir strandaðir kafni fljótt undan þunga sínum, því lungun bili, en allt öðru máli sé að gegna um tann- hvali eins og marsvin og höfmnga. Þeir hafi sterk bringubein og lungu, sem vel þoli að liggja um langan tíma uppi á landi, en það, sem verði þeim að fjörtjóni, sé annaðhvort sólbruni, því hin veika húð þolir ekki að þorrna eða skorpna af áhrifum sólarljóssins, eða þá hrein og bein drukknun, sem verður með þeim hætti, að skepnan, sem brýzt um og reynir að komast á flot, grefur sig dýpra og dýpra niður í sandinn og getur svo ekki haft sig upp aftur þegar flóðið kemur. En snúum okkur nú aftur að marsvínunum, sem lentu í búrinu. 1 tíu eða tólf daga fengu þau að leika sér saman, en svo drápust tvö, líklega afleið- ingar af bröltinu á strandstaðnum. Á þessum fáu dögum voru hafðar á þeim strangar gætur og þetta athugað: Alltaf héldu marsvínin þrjú hópinn og syntu svo fast hvert upp að öðru, að líkast var, sem væru þau að rekast á eða stjaka hvert við öðm. Ekki skiptu þau sér af smáfiskum, sem urðu á þeirra leið og ekki vildu þau aðra fæðu en smokk- fisk, sem þau átu með mjög góðri lyst. Milli þeirra og nokkurra höfrunga, sem þarna voru fyrir, var fullur fjandskapur, og gerðu höfmngarnir stöðug áhlaup á þessa frændur sina. Klukkustund eftir klukkustund syntu þessir þremenningar í- hnapp um vatnsgeyminn með öndunaropin í vatnsborðinu og bakuggann uppúr og var greinilegt að spikhnúð- urinn framan á höfðinu eða snoppunni létti þeim sundið eða gerði þeim fært að fljóta á vatnsskorp- unni, og sömuleiðis lokast með honum nefgöng hvalanna, þegar þeir kafa. Og svo, eftir fáa daga, var hann orðinn einn eftir, ungi hvaltarfurinn, og nú fékk hann aukna skammta af smokkfiski og fannst brátt á honum, hversu hvalir vaxa ört og þyngjast. Þegar liðnir VÍ KIN □ U R 234

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.