Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 18
INNLENDAR FRÉTTIR 1/9. lslenzkt skyr framleitt á heimsmarkað. Hefur Vestur-íslenzkt fyrirtæki riðið á vaðið í þessu efni. — 13.000 tn. síldar fluttar til Rúss- Iands frá Raufarhöfn. — Nýju radíó- vitarnir í Vestmannaeyjum og Akur- eyri auka stórlega öryggi flugsam- gangna hér á landi. — Nýr bátur kom til Stokkseyrar nýlega. Var hann smiðaður í Danmörku og heitir hann Hólmsteinn II. — Lokaskýrslur sildarvertíðarinnar sýna, að salt- og bræðslusíldaraflinn varð rúmlega 270 þús. mál og tn. Verðmæti sildar- innar úr sjó nam 32 millj. kr. • 2/9. Viðskiptasamningur milli ís- lands og Tékkóslóvakíu hefur verið undirritaður — Samkomulag hefur náðst um karfaverðið og hafa frysti- húsaeigendur fallizt á að greiða 85 aura fyrir kílóið. Togarar hefja veið- ar fyrir Rússlandsmarkað. — 1500 lestir af hvalkjöti hafa verið frystar og hefur nokkur hluti þess verið fluttur út. — KEA smíðar fjóra sjö smálesta fiskibáta fyrir Hríseyinga. Vaxandi áhugi fyrir útgerð lítilla vélbáta við Eyjafjörð. — Slitnað hef- ur upp úr samningum um kjör sjó- manna á reknetaskipum. Mörg rek- netaskipin bíða í höfn — þrjú farin á veiðar án nýrra samninga. — Nýr rótarormur eyðileggur kartöflugrös. Hefur líklega borizt hingað með er- lendu útsæði og verður helzt vart í smágörðum. — Mink fjölgar við Þingvallavatn. — Fólk frá 6 ára til sjötugs vinnur við vinnslu humar- afla í Höfnum. Veiðarnar hafa geng- ið prýðilega í sumar. Aflinn seldur jafnóðum til U. S. A. • 3/9 Flugvallargerð er að hefjast í Grímsey. — Framkvæmdir hafnar við fegrun og lagfæringu á umhverfi Geysis. Hverinn var í eigu Breta til 1935, er Sigurður Jónasson keypti hann og gaf ríkinu. — Laxárvirkjun- in nýja tekur til starfa um næstu mánaðamót. — Síld í Faxaflóa hef- ur reynst of smá og er talið að rek- netjabátar við Suðvesturland verði að hætta síldveiðum í salt. — Fyrstu 50 þús. tunnurnar af Norðurlandssíld fluttar til Rússlands. • 4/9 3ja ára telpa týndist í gær frá Hólmavík. Hefur hennar verið leitað, en án árangurs. - Netagerðin Höfða- vík brann í gær. Er tjónið talið nema milljónum króna. — Utgerðarfélag Akureyrar keypti nýlega togarann Helgafell. — Dýpkunarskipið Grettir vinnur nú að dýpkun á Sundunum á ísafirði. Verður gerð 40—50 m. breið renna, og mun verkið kosta um 900 þús. kr., og dýpið verða 5,5 m. um fjöru. — 1 ráði er að virkjun Efra-Sogs verði hafin haustið 1954. • 5/9 Alþjóðabankinn lánar 22 millj. kr. til landbúnaðarframkvæmda og ennfremur til stuttbylgjustöðvar á Rjúpnahæð. — Síldarmjölsverðið er ákveðið kr. 243,00 pr. 100 kg. Verð- hækkun frá í fyrra nemur kr. 20 pr. 100 kg. — Hafin verður smíði nýs S. I. S.-skips á næstunni. Mun það verða tilbúið til afhendingar í ágúst- mánuði 1954. • 7/9 Banaslys varð á Miklubraut snemma í gærmorgun. Bjarni Odds- son Iæknir beið bana. — Litla telpan, sem týndist frá Hólmavík, fannst ör- end í gær. Hafði hún farið yfir 300 m. hátt fjall á göngu sinni. • 8/9 Enskur togari, „British", var tekinn í landhelgi í stefnu út af Glettingi. — B.v. Pétur Halldórsson laskast í ofviðri, er hann var á leið hingað frá Grænlandi. — Vestmanna- eyingar vilja fá raforku frá „megin- landinu". Mælingabáturinn Týr mæl- ir sjávarbotninn vegna fyrirhugaðs sæstrengs milli lands og Eyja. • 9/9 Togarinn Jón Forseti fer áleið- is til Þýzkalands með ísvarinn fisk til sölu þar. Er þetta fyrsta ísfisks- salan í 9 mánuði. — Brezki togarinn „British“ hlaut 74 þús. kr. sekt. • 10/9. Ný ríkisstjórn mynduð í dag eða á morgun. Samstjórn Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknar. — Guð- jón Teitsson hefur verið skipaður forstjóri Skipaútgerðar ríkisins. 11/9. Sex ráðherrar eiga sæti í nýju ríkisstjórninni, og er Ólafur Thors forsætisráðherra. • 12/9. Fyrsta olíuskipið, norskt, er komið frá Rússlandi með 15 þús. smál. Verður skipið losað í dag á Skerjafirði. Mun það koma hingað tvisvar aftur. • 13/9. Stór olíugeymir úr Viðey liggur meðal skipa á Akraneshöfn. Var dreginn sjóleiðina í fyrrinótt, en hafði áður staðið óhreyfður í Við- ey í 26 ár. — Framkvæmdir við bygg- ingu sementsverksmiðjunnar hefjast að vori. — Vöruskiptajöfnuðurinn ó- hagstæður um 217 millj. kr. til ágúst- loka. — Margir íslendingar vinna við landbúnaðarstörf á Norðurlöndum. — Fært>yingum seldir 14.000 pakkar af óverkuðum fyrsta flokks saltfiski. • 15/9. Rússar vilja kaupa 40 þús. tn. af millisild. Flugvél lenti í fyrsta skipti í Grímsey í gær. — Skipverjar af Tröllafossi keppa í róðri í U.S.A. — Byggingar við radarstöð í Horna- firði hefjast. • 16/9. Yfir 200 manns vinna nú að karfafrystingu í Rvík fyrir Rúss- landsmarkað. Afli togara á karfa- veiðum hefur verið ágætur, að með- altali 300 tonn í ferð. — Skymaster- flugvél Loftleiða, Hekla, setur hraða- met á leiðinni New York—Reykjavík. Metið er 11 klst. og 10 mín., en gamla metið var 11 klst. og 25 min. — Fisk- aflinn í júlilok varð alls 243 þúsund tonn. • 17/9. Gullfaxi, flugvél Flugfélags Islands, er komin úr 500. ferð sinni frá útlöndum. Hefur hann flutt samt. 24.930 farþega í 1513 flugferðum. — Varðskipið Þór tók 2 togara í land- Islands, er kominn úr 500. ferð sinni í róðrarkeppni í New York. — Gífur- VÍKINGUR 23B

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.