Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Qupperneq 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Qupperneq 3
Júlíus Ólafsson: £an<(helgiAyœjlah Grein þessi var rituð snemma í vor, þótt hún birtist fyrst nú. Er hún enn tímabær hugvekja og að öllu leyti í sama gildi nú og þegar hún var samin. — Greinin kom ekki í hendur ritstjóra Víkings fyrr en nú í októ- berbyrjun. Ritstj. Allir, sem til þekkja, taka undir blaðaskrif þeirra manna, er telja þörf tveggja 25 mílna ganghraðra varðskipa, til viðbótar þeim, sem fyrir eru, ef verja skal nýju landhelgislínuna fyrir ágengni togara. Ástandinu í landhelgismálimum síðustu árin hefur verið mjög ábótavant og fer versnandi. Einkum kemur hér til greina tækniþróun nútimans, rat- sjáin og aukinn hraði togaranna. Ratsjáin í togur- imum gerir þeim kleift að verða fyrr vara við varðskipin en áður, og hraðinn kleift að komast undan hinum gömlu og gangtregu varðskipum okk- ar Islendinga. öll varðskipin, að undanteknum Þór (sem enn hefur ekki verið í lagi síðan hann kom til landsins), ganga mun minna en togarar, sem byggðir hafa verið síðustu 6—7 árin. Hraði þessara togara er 12—14 sjómílur, en áður var venjulegur hraði þeura 9—io sjómílur, en hraði varðskipanna 9— 12 sjómílur. Enda er öll þróunin í þá átt að skipin verði stærri, betri og hraðskreiðari. Það er staðreynd, þeim sem til þekkja, að það er ógjömingur að verja nýju landhelgina eins og nauðsynlegt er, með þeim varðskipum, sem nú em fyrir hendi. Hefur þessi skoðun verið tvímælalaust staðfest, m. a. í góubyrjun í vetur, er varðskipinu „Ægi“ tókst að komast í „dauðafæri" við fjóra togara upp við fjöruborð og tapaði þeim öllum, vegna gangleysis Ægis, sem þó fór með 12 sjómílna ferð. Hjálpaði þeim þama ratsjáin, að þeir urðu varðskipsins varir í tíma, og svo hraði þeirra, að í simdur dró með skipunum. Allir þessir togarar hefðu náðst, ef varðskipið hefði verið hraðskreiðara. Nú em allir nýju togaramir með ratsjá, og flest- ir hinna eldri em búnir þessu tæki einnig. Þetta þýðir að varðskipin geta nú ekki, eins og áður, læðst að sökudólgunum í myrkri og dimmviðri, og staðið þá að verki. Ratsjáin er dýrmætt öryggis- tæki, þar sem land og allt fljótandi á sjónum getur sézt í henni. En þetta góða tæki er, eins og annað sem gott er, sttmdum notað í illum tilgangi. Þeir togarar, sem em í landhelgi og hafa ratsjá, verða varir við öll skip, er nálgast, mörgum sjómílum áður en komið er að þeim. Þar af leiðandi em þeir miklu fljótari að gera ráðstafanir til imdankomu. Þetta „allt sjáandi auga“ er varðskipsmönnum mik- ill hrellir, þegar því er beitt í illum tilgangi, með þvi að gera yfirtroðslumenn óhultari og örugga í þvi að eyðileggja og ræna grunnmiðin og lífæðar landsmanna. Því hefur verið haldið fram, að byssan ætti að brúa bilið á milli flýjandi togara og varðskipsins. Já, það virðist vera augljóst, en er þó ekki eins auðvelt í framkvæmd og það sýnist vera. Áður fyrr var byssunni hlýtt, þá var það frekar undan- tekning, ef skip sinnti ekki skotunum, enda vom varðskipin yfirleitt hraðskreiðari þá en togar- arnir. En ef sökudólgamir sjá núna að þeir hafa svipaðan eða meiri hraða en varðskipið, þá skeyta þeir ekki hót um kúlnahríðina. Virðist þetta á- byrgðarleysi fara mjög í vöxt, að sinna ekki stöðv- unarmerkjunum, hvort sem það em skot eða önnur merki. Sjáanlega er þetta kæruleysi og ósvífni, gert í trausti þess, að ekki verði skotið á skipin. Ég beini þeirri spumingu til viðkomandi aðila, hvort leyfilegt sé að skjóta á skip innan landhelgi, sem staðið er að ólöglegum veiðum þar og reynir að sleppa frá varðskipinu? Ef ekki má skjóta á þessi þrjózkufullu skip, til hvers er þá verið að hafa fallbyssur um borð? Það virðist eingöngu hlát- ursefni sumum aðilmn hernaðarþjóða, að hafa byssu um borð í varðskipi, og mega ekki nota hana, þegar öllu réttlæti er storkað, eins og gert var nú nýlega. 1 síðustu viku þorra kom varðskipið Ægir tví- vegis að togurum, sem vom að veiðum langt fyrir innan gömlu landhelgislínuna. Vom það 3 togarar í fyrra skiftið en 1 í það síðara. Dimmviðri var, en sökum þess að þeir vom með ratsjá, sáu þeir varðskipið það tímanlega, að þeir voru búnir að gera sínar ráðstafanir og komnir á útleið með full- um hraða, og millibilið á milli þeirra og varðskips- ins varð um i sjómíla. En þar við sat, og bihð minnkaði ekki þótt vélar Ægis væru keyrðar með fullri orku. Byssan var látin gelta og hver kúlan af annarri þaut fram með hliðum togaranna. Allt kom fyrir ekki, togaraskipstjóramir htu ekki við VÍ KIN G U R 223

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.